Geti verið stórhættulegt að fá inflúensu og Covid á sama tíma Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2020 19:39 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði. Vísir/Vilhelm Ónæmisfræðingur segir aldrei mikilvægara en nú að bólusetja fyrir inflúensu. Stórhættulegt geti verið að fá inflúensuveiru og kórónuveiruna í lungun á sama tíma. Bólusetningar við inflúensu hér á landi eru fyrr á ferðinni en venjulega. 70.000 skammtar af bóluefni bárust til landsins og verður í fyrstu lögð áhersla á að bólusetja áhættuhópa sem eru 60 ára og eldri, langveikir og þungaðar konur. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, segir aldrei mikilvægara að bólusetja fyrir inflúensu en nú á Covid-tímum. Það geti reynst varhugavert að sýkjast af kórónuveirunni og inflúensu á sama tíma. „Ef inflúensan kemur á sama tíma og við erum með margra kórónuveirusmitaða í samfélaginu, þá er talið að þeir sem sýkjast úr hvoru tveggja geti farið geysilega illa út úr því, að fá tvær veirur í lungun á sama tíma. Sérfræðingar telja að það geti verið stórhættulegt. Þess vegna held ég að það sé mikilvægara en nokkru sinni að bólusetja alla fyrir inflúensu, ekki bara áhættuhópa heldur fleiri,“ segir Ingileif. Bretar hafi nú þegar tekið ákvörðun um að bóluefni gegn inflúensu verði frítt, ekki bara fyrir hópa sem ekki hafa þurft að greiða fyrir bóluefnið hingað til, heldur stærri hópa sem ná yfir stærra aldursbil. Ingileif segir afar mikilvægt að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir á borð við handþvott og að halda fjarlægð. Ekki bara til að halda kórónuveirunni í skefjum, heldur einnig inflúensu. Rætt er við Ingileif í nýjum Kompás-þætti þar sem fjallað er um þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Ingileif er þar spurð hvenær hún býst við bóluefninu sem á að þróa á mettíma, hvort hægt verði að treysta því og hvenær lífið verður aftur eins og við þekktum það fyrir faraldurinn eftir að bóluefni kemst á markað. Þáttinn má sjá hér: Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að fólk bóki sig í bólusetningu. „Við viljum endilega að fólk hringi á sína heilsugæslustöð eða að bóka sig í gegnum heilsuveru.is til að bóka tíma í bólusetningu. Það er sérstaklega með það í huga að við viljum ekki að fólk safnist saman í stórum hópum,“ segir Óskar. Vegna faraldursins gæti tekið lengri tíma en áður að bólusetja. „Það á ekki að vera nein áhætta. Það er svo gott sem engin inflúensa í gangi. Það er engin inflúensa heldur í gangi í nágrannalöndunum. Við eigum alveg að geta tekið okkur smá tíma,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kompás Tengdar fréttir Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Ónæmisfræðingur segir aldrei mikilvægara en nú að bólusetja fyrir inflúensu. Stórhættulegt geti verið að fá inflúensuveiru og kórónuveiruna í lungun á sama tíma. Bólusetningar við inflúensu hér á landi eru fyrr á ferðinni en venjulega. 70.000 skammtar af bóluefni bárust til landsins og verður í fyrstu lögð áhersla á að bólusetja áhættuhópa sem eru 60 ára og eldri, langveikir og þungaðar konur. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, segir aldrei mikilvægara að bólusetja fyrir inflúensu en nú á Covid-tímum. Það geti reynst varhugavert að sýkjast af kórónuveirunni og inflúensu á sama tíma. „Ef inflúensan kemur á sama tíma og við erum með margra kórónuveirusmitaða í samfélaginu, þá er talið að þeir sem sýkjast úr hvoru tveggja geti farið geysilega illa út úr því, að fá tvær veirur í lungun á sama tíma. Sérfræðingar telja að það geti verið stórhættulegt. Þess vegna held ég að það sé mikilvægara en nokkru sinni að bólusetja alla fyrir inflúensu, ekki bara áhættuhópa heldur fleiri,“ segir Ingileif. Bretar hafi nú þegar tekið ákvörðun um að bóluefni gegn inflúensu verði frítt, ekki bara fyrir hópa sem ekki hafa þurft að greiða fyrir bóluefnið hingað til, heldur stærri hópa sem ná yfir stærra aldursbil. Ingileif segir afar mikilvægt að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir á borð við handþvott og að halda fjarlægð. Ekki bara til að halda kórónuveirunni í skefjum, heldur einnig inflúensu. Rætt er við Ingileif í nýjum Kompás-þætti þar sem fjallað er um þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Ingileif er þar spurð hvenær hún býst við bóluefninu sem á að þróa á mettíma, hvort hægt verði að treysta því og hvenær lífið verður aftur eins og við þekktum það fyrir faraldurinn eftir að bóluefni kemst á markað. Þáttinn má sjá hér: Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að fólk bóki sig í bólusetningu. „Við viljum endilega að fólk hringi á sína heilsugæslustöð eða að bóka sig í gegnum heilsuveru.is til að bóka tíma í bólusetningu. Það er sérstaklega með það í huga að við viljum ekki að fólk safnist saman í stórum hópum,“ segir Óskar. Vegna faraldursins gæti tekið lengri tíma en áður að bólusetja. „Það á ekki að vera nein áhætta. Það er svo gott sem engin inflúensa í gangi. Það er engin inflúensa heldur í gangi í nágrannalöndunum. Við eigum alveg að geta tekið okkur smá tíma,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kompás Tengdar fréttir Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01