Jemen: Rúmlega eitt þúsund fyrrverandi fangar fluttir heim Heimsljós 16. október 2020 10:51 Rauði krossinn Verið er að flytja rúmlega eitt þúsund einstaklinga sem hafa verið í haldi í tengslum við átök í Jemen til síns heima með aðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Þetta er stærsta einstök aðgerð sinnar tegundar frá því átökin hófust í Jemen fyrir fimm og hálfu ári og hægt er fylgjast með henni í rauntíma. Alþjóðaráðið sér um flug til og frá nokkrum borgum í tveimur löndum – Jemen og Sádi-Arabíu. Lausn fanganna kemur í kjölfar viðræðna í Montreux í Sviss í síðasta mánuði sem byggðu á grunni Stokkhólmssamningsins frá seinni hluta ársins 2018. Hlutverk Alþjóðaráðsins í aðgerðinni er að starfa sem hlutlaus milliliður við flutning fyrrum fanga. Af hálfu Alþjóðaráðsins eru tekin viðtöl við einstaklingana og þeir fara í heilsufarsskoðun til að fá vissu fyrir því að þeir vilji vera fluttir heim og séu nógu heilbrigðir til þess. Alþjóðaráðið veitir þeim einnig föt, hreinlætisvörur og peninga fyrir flutningi heim. Samkvæmt frétt Rauða krossins á Íslandi dreifir Alþjóðaráðið hlífðarbúnaði og sinnir sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum í flugvélum og á flugvöllum til verndar gegn COVID-19 smitum. Heilbrigðisstarfsfólk og sjálfboðaliðar frá jemenska Rauða hálfmánanum og sádi-arabíska Rauða hálfmánanum veita aðstoð við flutningana, þar á meðal að hjálpa veikburða föngum til og frá borði og annast sjúkraflutninga. Hér má fylgjast með aðgerðinni í beinni: https://twitter.com/ICRC/status/1316721015708356613 https://twitter.com/ICRC_ye https://twitter.com/ICRC_kw Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent
Verið er að flytja rúmlega eitt þúsund einstaklinga sem hafa verið í haldi í tengslum við átök í Jemen til síns heima með aðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Þetta er stærsta einstök aðgerð sinnar tegundar frá því átökin hófust í Jemen fyrir fimm og hálfu ári og hægt er fylgjast með henni í rauntíma. Alþjóðaráðið sér um flug til og frá nokkrum borgum í tveimur löndum – Jemen og Sádi-Arabíu. Lausn fanganna kemur í kjölfar viðræðna í Montreux í Sviss í síðasta mánuði sem byggðu á grunni Stokkhólmssamningsins frá seinni hluta ársins 2018. Hlutverk Alþjóðaráðsins í aðgerðinni er að starfa sem hlutlaus milliliður við flutning fyrrum fanga. Af hálfu Alþjóðaráðsins eru tekin viðtöl við einstaklingana og þeir fara í heilsufarsskoðun til að fá vissu fyrir því að þeir vilji vera fluttir heim og séu nógu heilbrigðir til þess. Alþjóðaráðið veitir þeim einnig föt, hreinlætisvörur og peninga fyrir flutningi heim. Samkvæmt frétt Rauða krossins á Íslandi dreifir Alþjóðaráðið hlífðarbúnaði og sinnir sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum í flugvélum og á flugvöllum til verndar gegn COVID-19 smitum. Heilbrigðisstarfsfólk og sjálfboðaliðar frá jemenska Rauða hálfmánanum og sádi-arabíska Rauða hálfmánanum veita aðstoð við flutningana, þar á meðal að hjálpa veikburða föngum til og frá borði og annast sjúkraflutninga. Hér má fylgjast með aðgerðinni í beinni: https://twitter.com/ICRC/status/1316721015708356613 https://twitter.com/ICRC_ye https://twitter.com/ICRC_kw Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent