Komu til landsins í þremur flugvélum Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. október 2020 13:55 Fólkið kom til landsins með þremur flugvélum, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Ungverska flugfélagið WizzAir er eina félagið sem haldið hefur úti beinu flugi milli Póllands og Keflavíkurflugvallar síðustu daga. Vísir/vilhelm Þrjátíu og fimm manns sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi komu hingað til lands í þremur hópum. Smitrakning stendur enn yfir. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá almannavörnum við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá því í dag að um tuttugu hefðu greinst með veiruna á landamærum síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannvarna að fólkið hefði komið með flugi frá Póllandi en væri með íslenska kennitölu. Niðurstöðu mótefnamælingar er beðið til að fá úr því skorið hvort fólkið sé með virkt smit. Annar stór hópur Póllandsfara, sem er með lögheimili á Íslandi, greindist með veiruna í síðustu viku. Hópurinn taldi á annan tug og reyndist allur með virkt smit. Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu að fólkið sem greinst hefur með veiruna við landamærin síðustu daga hafi komið í þremur hópum frá Póllandi: sautján í fyrstu flugvélinni, sex í þeirri næstu og tólf í þeirri þriðju. Ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hversu margir komi til með að sæta sóttkví vegna þessa þar sem smitrakningu sé ekki lokið. „Þessi tilfelli sýna hversu mikilvæg landamæraskimun og sóttkví er þar sem smitin komast ekki óhindrað inn í landið.“ Ekki er ljóst með hvaða flugvélum hóparnir hafa komið til landsins. Tvær flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli 14. október, daginn áður en tilkynnt var um smitin; önnur frá Amsterdam á vegum Icelandair og hin frá London á vegum EasyJet. Hópurinn var ekki um borð í vél Icelandair, að sögn upplýsingafulltrúa félagsins, og þá hafði EasyJet ekki fengið veður af málinu, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn Vísis. Flugvél WizzAir frá pólsku höfuðborginni Varsjá lenti á Keflavíkurflugvelli seint að kvöldi 13. október. Þá lentu tvær flugvélar WizzAir á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 17. október; önnur frá Gdansk í Póllandi og hin frá Varsjá. Vísir hefur sent WizzAir fyrirspurn vegna málsins. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Þrjátíu og fimm manns sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi komu hingað til lands í þremur hópum. Smitrakning stendur enn yfir. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar samskiptastjóra hjá almannavörnum við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá því í dag að um tuttugu hefðu greinst með veiruna á landamærum síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannvarna að fólkið hefði komið með flugi frá Póllandi en væri með íslenska kennitölu. Niðurstöðu mótefnamælingar er beðið til að fá úr því skorið hvort fólkið sé með virkt smit. Annar stór hópur Póllandsfara, sem er með lögheimili á Íslandi, greindist með veiruna í síðustu viku. Hópurinn taldi á annan tug og reyndist allur með virkt smit. Fram kemur í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu að fólkið sem greinst hefur með veiruna við landamærin síðustu daga hafi komið í þremur hópum frá Póllandi: sautján í fyrstu flugvélinni, sex í þeirri næstu og tólf í þeirri þriðju. Ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hversu margir komi til með að sæta sóttkví vegna þessa þar sem smitrakningu sé ekki lokið. „Þessi tilfelli sýna hversu mikilvæg landamæraskimun og sóttkví er þar sem smitin komast ekki óhindrað inn í landið.“ Ekki er ljóst með hvaða flugvélum hóparnir hafa komið til landsins. Tvær flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli 14. október, daginn áður en tilkynnt var um smitin; önnur frá Amsterdam á vegum Icelandair og hin frá London á vegum EasyJet. Hópurinn var ekki um borð í vél Icelandair, að sögn upplýsingafulltrúa félagsins, og þá hafði EasyJet ekki fengið veður af málinu, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn Vísis. Flugvél WizzAir frá pólsku höfuðborginni Varsjá lenti á Keflavíkurflugvelli seint að kvöldi 13. október. Þá lentu tvær flugvélar WizzAir á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 17. október; önnur frá Gdansk í Póllandi og hin frá Varsjá. Vísir hefur sent WizzAir fyrirspurn vegna málsins.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21 Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Annar stór hópur frá Póllandi greindist með veiruna Um tuttugu manns sem komu með flugi frá Póllandi greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. 19. október 2020 11:21
Hópurinn var að koma heim frá Póllandi Hópurinn sem greindist með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær var að koma frá Póllandi. 15. október 2020 14:42