Belgar í basli vegna Covid Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2020 22:01 Krám og veitingastöðum verður lokað í minnst fjórar vikur. AP Photo/Francisco Seco Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. Fjöldi nýsmitaðra hefur náð nýjum hæðum og fjöldi fólks á sjúkrahúsi hefur tvöfaldast á milli vikna. Til að reyna að ná tökum á faraldrinum hefur börum og veitingahúsum verið lokað í minnst fjórar vikur. Fólki hefur verið gert að vinna að heiman eins og mögulegt er og tekur útgöngubann gildi á miðnætti í nótt. Samkvæmt frétt Reuters segja málafylgjumenn veitingaiðnaðarins að aðgerðirnar séu ósanngjarnar og að þær muni ekki skila tilætluðum árangri. Þeir telja að nú haldi fólk í staðinn samkvæmi á heimilum sínum og það án takmarkana. 412 eru á gjörgæslu í Belgíu og hefur fjöldi þeirra verið að tvöfaldast á hverjum átta til níu dögum. Rúmlega 200 eru í öndunarvélum. Í frétt Reuters segir einnig að 10.413 séu dánir vegna Covid-19 og Belgía sé meðal þeirra ríkja í heiminum sem séu með hæsta dánartíðni, miðað við fólksfjölda. Yves Van Laethem, heilbrigðisráðherra Belgíu, sagði á blaðamannafundi í dag að í þessari viku muni fjöldi fólks á gjörgæslu fara yfir 500. Talan muni ná þúsund í lok mánaðarins og aðgerðirnar sem tilkynntar voru í dag muni ekki byrja að hafa áhrif fyrir það. Belgía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. Fjöldi nýsmitaðra hefur náð nýjum hæðum og fjöldi fólks á sjúkrahúsi hefur tvöfaldast á milli vikna. Til að reyna að ná tökum á faraldrinum hefur börum og veitingahúsum verið lokað í minnst fjórar vikur. Fólki hefur verið gert að vinna að heiman eins og mögulegt er og tekur útgöngubann gildi á miðnætti í nótt. Samkvæmt frétt Reuters segja málafylgjumenn veitingaiðnaðarins að aðgerðirnar séu ósanngjarnar og að þær muni ekki skila tilætluðum árangri. Þeir telja að nú haldi fólk í staðinn samkvæmi á heimilum sínum og það án takmarkana. 412 eru á gjörgæslu í Belgíu og hefur fjöldi þeirra verið að tvöfaldast á hverjum átta til níu dögum. Rúmlega 200 eru í öndunarvélum. Í frétt Reuters segir einnig að 10.413 séu dánir vegna Covid-19 og Belgía sé meðal þeirra ríkja í heiminum sem séu með hæsta dánartíðni, miðað við fólksfjölda. Yves Van Laethem, heilbrigðisráðherra Belgíu, sagði á blaðamannafundi í dag að í þessari viku muni fjöldi fólks á gjörgæslu fara yfir 500. Talan muni ná þúsund í lok mánaðarins og aðgerðirnar sem tilkynntar voru í dag muni ekki byrja að hafa áhrif fyrir það.
Belgía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira