Tveir erlendir leikmenn farnir frá ÍBV og óljóst með hina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2020 14:31 Grace Hancock og Miyah Watford hafa leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. vísir/daníel Óvíst er hversu margir af erlendu leikmönnunum sem hafa leikið með ÍBV í sumar verða með liðinu í síðustu tveimur leikjum þess í Pepsi Max-deild kvenna, að því gefnu að hægt verði að klára Íslandsmótið. ÍBV er í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sautján stig, einu stigi frá fallsæti. Átta erlendir leikmenn hafa leikið með ÍBV í sumar: Danielle Tolmais, Miyah Watford, Grace Hancock, Fatma Kara, Hanna Kallmaier, Eliza Spruntule, Olga Sevcova og Karlina Miksone. Þær þrjár síðastnefndu eru nú með lettneska landsliðinu sem mætir Svíþjóð og Slóvakíu í undankeppni EM á næstu dögum. Tolmais yfirgaf herbúðir ÍBV fyrir nokkru síðan og ljóst er að þær Watford og Hancock koma ekki aftur til liðsins. Watford lék fimmtán leiki með ÍBV í Pepsi Max-deildinni í sumar og skoraði þrjú mörk og Hancock lék tíu leiki og skoraði eitt mark. „Flestar þeirra eru í landsliðsverkefni eins og er. En af þeim sem byrjuðu mótið eru þrjár farnar. Svo eru hinar samningslausar og það er verið að semja aftur. Þær þurfa reyndar að fara í sóttkví þegar þær mæta aftur. Þetta er mjög óljóst hjá okkur og kemur illa við okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi í dag. „Allar þær sem koma til baka í kringum 1. nóvember eftir landsleikina fara í sóttkví. En það er reyndar ekkert staðfest að þær komi til baka. Þetta er í vinnslu. Við verðum sennilega ekki með sama lið og við höfum spilað á.“ Eins og áður sagði á ÍBV tvo leiki eftir í Pepsi Max-deildinni, gegn Selfossi á útivelli og KR á heimavelli. Ný dagsetning fyrir þá leiki kemur í dag. „Það ætti að vera í lagi að spila hér svo lengi sem það er ekki snjór og vitlaust veður. Við æfum bara úti núna og það ekkert vandamál, nema við þurfum að æfa fyrr út af myrkri,“ sagði Andri aðspurður um aðstæður til fótboltaiðkunar í Vestmannaeyjum. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Langflest félög vildu klára mótið en miklar áhyggjur vegna æfingabanns Langflest knattspyrnufélaganna í efstu deildum karla voru sammála ákvörðun stjórnar KSÍ um að freista þess að klára Íslandsmótið 2020 innan vallar. Miklar áhyggjur eru þó vegna æfingabanns sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2020 13:53 Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13 KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira
Óvíst er hversu margir af erlendu leikmönnunum sem hafa leikið með ÍBV í sumar verða með liðinu í síðustu tveimur leikjum þess í Pepsi Max-deild kvenna, að því gefnu að hægt verði að klára Íslandsmótið. ÍBV er í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sautján stig, einu stigi frá fallsæti. Átta erlendir leikmenn hafa leikið með ÍBV í sumar: Danielle Tolmais, Miyah Watford, Grace Hancock, Fatma Kara, Hanna Kallmaier, Eliza Spruntule, Olga Sevcova og Karlina Miksone. Þær þrjár síðastnefndu eru nú með lettneska landsliðinu sem mætir Svíþjóð og Slóvakíu í undankeppni EM á næstu dögum. Tolmais yfirgaf herbúðir ÍBV fyrir nokkru síðan og ljóst er að þær Watford og Hancock koma ekki aftur til liðsins. Watford lék fimmtán leiki með ÍBV í Pepsi Max-deildinni í sumar og skoraði þrjú mörk og Hancock lék tíu leiki og skoraði eitt mark. „Flestar þeirra eru í landsliðsverkefni eins og er. En af þeim sem byrjuðu mótið eru þrjár farnar. Svo eru hinar samningslausar og það er verið að semja aftur. Þær þurfa reyndar að fara í sóttkví þegar þær mæta aftur. Þetta er mjög óljóst hjá okkur og kemur illa við okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Vísi í dag. „Allar þær sem koma til baka í kringum 1. nóvember eftir landsleikina fara í sóttkví. En það er reyndar ekkert staðfest að þær komi til baka. Þetta er í vinnslu. Við verðum sennilega ekki með sama lið og við höfum spilað á.“ Eins og áður sagði á ÍBV tvo leiki eftir í Pepsi Max-deildinni, gegn Selfossi á útivelli og KR á heimavelli. Ný dagsetning fyrir þá leiki kemur í dag. „Það ætti að vera í lagi að spila hér svo lengi sem það er ekki snjór og vitlaust veður. Við æfum bara úti núna og það ekkert vandamál, nema við þurfum að æfa fyrr út af myrkri,“ sagði Andri aðspurður um aðstæður til fótboltaiðkunar í Vestmannaeyjum.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Langflest félög vildu klára mótið en miklar áhyggjur vegna æfingabanns Langflest knattspyrnufélaganna í efstu deildum karla voru sammála ákvörðun stjórnar KSÍ um að freista þess að klára Íslandsmótið 2020 innan vallar. Miklar áhyggjur eru þó vegna æfingabanns sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2020 13:53 Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13 KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira
Langflest félög vildu klára mótið en miklar áhyggjur vegna æfingabanns Langflest knattspyrnufélaganna í efstu deildum karla voru sammála ákvörðun stjórnar KSÍ um að freista þess að klára Íslandsmótið 2020 innan vallar. Miklar áhyggjur eru þó vegna æfingabanns sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2020 13:53
Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Guðni Bergsson útskýrir afstöðu KSÍ að ætla að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. 20. október 2020 18:13
KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23