Líkti Ansu Fati við svartan götusölumann á flótta undan lögreglunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2020 14:11 Ansu Fati fagnar marki sínu fyrir Barcelona gegn Ferencváros á þriðjudaginn. getty/Alex Caparros Spænski blaðamaðurinn Salvatore Sostres hefur beðist afsökunar á að hafa líkt Ansu Fati, leikmanni Barcelona, við svartan götusölumann. Fati skoraði eitt mark og lagði upp annað í 5-1 sigri Barcelona á Ferencváros í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Í umfjöllun sinni um leikinn í dagblaðinu ABC reyndi Sostres að lýsa því hversu fljótur Fati er. „Þegar hann er á fullri ferð minnir hann á gasellu eða er eins og mjög ungur, svartur götusölumaður á flótta undan lögreglunni,“ skrifaði Sostres. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa lýsingu, m.a. af Antoine Griezmann, samherja Fatis hjá Barcelona. „Ansu er frábær strákur sem á skilið virðingu eins og allar manneskjur. Segjum nei við rasisma og dónaskap,“ skrifaði Griezmann á Twitter. Í dag birtist afsökunarbeiðni frá Sostres á heimasíðu ABC. Það er þó erfitt að lesa mikla iðrun úr orðum hans. „Þegar ég reyndi að lýsa fegurðinni í hreyfingum Fati og hæfileikum hans sem leikmanns voru sum ummæli túlkuð sem kynþáttafordómar. Það var ekki ætlun mín eða skoðun því ég hef mikið álit á honum eins og hefur sést í mínum skrifum um hann. Ég harma þennan misskilning og bið alla þá sem móðguðust afsökunar,“ sagði Sostres. Hinn sautján ára Fati hefur byrjað tímabilið af gríðarlega miklum krafti, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann var m.a. valinn leikmaður september-mánaðar í spænsku úrvalsdeildinni. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Spænski blaðamaðurinn Salvatore Sostres hefur beðist afsökunar á að hafa líkt Ansu Fati, leikmanni Barcelona, við svartan götusölumann. Fati skoraði eitt mark og lagði upp annað í 5-1 sigri Barcelona á Ferencváros í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Í umfjöllun sinni um leikinn í dagblaðinu ABC reyndi Sostres að lýsa því hversu fljótur Fati er. „Þegar hann er á fullri ferð minnir hann á gasellu eða er eins og mjög ungur, svartur götusölumaður á flótta undan lögreglunni,“ skrifaði Sostres. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa lýsingu, m.a. af Antoine Griezmann, samherja Fatis hjá Barcelona. „Ansu er frábær strákur sem á skilið virðingu eins og allar manneskjur. Segjum nei við rasisma og dónaskap,“ skrifaði Griezmann á Twitter. Í dag birtist afsökunarbeiðni frá Sostres á heimasíðu ABC. Það er þó erfitt að lesa mikla iðrun úr orðum hans. „Þegar ég reyndi að lýsa fegurðinni í hreyfingum Fati og hæfileikum hans sem leikmanns voru sum ummæli túlkuð sem kynþáttafordómar. Það var ekki ætlun mín eða skoðun því ég hef mikið álit á honum eins og hefur sést í mínum skrifum um hann. Ég harma þennan misskilning og bið alla þá sem móðguðust afsökunar,“ sagði Sostres. Hinn sautján ára Fati hefur byrjað tímabilið af gríðarlega miklum krafti, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann var m.a. valinn leikmaður september-mánaðar í spænsku úrvalsdeildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira