Guðmundur Hólmar um atvinnumennskuna: Þetta tók á Anton Ingi Leifsson skrifar 22. október 2020 22:00 Guðmundur Hólmar er mættur á Selfoss og hefur farið vel af stað í Olís-deildinni. STÖÐ 2 SPORT Guðmundur Hólmar Helgason, nú leikmaður Selfoss í Olís-deild karla, segir að árin í atvinnumennskunni hafi tekið á en hann glímdi við mikil meiðsli á meðan hann var úti. Guðmundur snéri aftur í íslenska boltann fyrir þessa leiktíð en hann hafði leikið í bæði Frakklandi og Sviss er hann lét staðar numið í atvinnumennskunni og snéri heim. Guðmundur hefur ekkert slakað á eftir komuna og hefur spilað ansi vel í liði Selfoss áður en allt var sett á ís vegna kórónuveirunnar. „Mér líkar mjög vel hérna. Ég og fjölskyldan erum búin að koma okkur vel fyrir. Samfélagið hefur tekið okkur opnum örmum og bæði hvað varðar handboltann og annað. Okkur líður mjög vel,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Ég var í fjögur ár úti og í hreinskilni sagt þá var þetta erfiður tími. Ég var mikið í meiðslum og átti ekkert auðvelt með það. Maður hefur fylgst með mönnum sem hafa komið heim og þú ert að koma heim í meiri keyrslu.“ „Það fylgir því hérna að þú ert að vinna eða í skóla með. Það er ákveðinn þáttur í þessu líka. Ég var vel undirbúinn og var búinn að ræða þetta við fjölskylduna og pæla í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig.“ Hann segir að þó að þetta hafi verið erfitt og mikil meiðsli, sérstaklega í Frakklandi hjá Cesson Rennes, hafi ekki hjálpað til. „Þetta fer í reynslubankann. Árin tvö í Frakklandi; sérstaklega 2017 þegar ég spilaði held ég einn eða tvo leiki. Ég slít liðbönd í ökkla og fæ svo brjósklos í bakið. Reynslumikil ár sem tóku á.“ Náði ekki markmiðunum í atvinnumennskunni „Að ákveðnu leyti hefði maður viljað vera áfram úti. Manni finnst manni ekki hafa náð þeim markmiðum sem maður setti þegar maður fór út upphaflega,“ en hvaða markmið voru það? „Mig langaði að festa mig í sessi í landsliðinu og komast til Þýskalands í bestu deildina. Það er draumur sem hefur alltaf verið. Að ákveðnu leyti var maður pínu ósáttur fyrst að hafa ekki náð að klára það en svo komu bara önnur markmið í staðinn sem maður er að tækla núna.“ Guðmundur Hólmar Helgason er 28 ára og er ekki orðinn gamall, nema þegar hann labbar inn á gólfið á æfingu á Selfossi segir hann. Hann hefur áfram áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. „Mér finnst ég ekki gamall maður en svo kemur maður á æfingar hérna á Selfossi og þá er maður þriðji elstur. Það er skellur. Það er ekki fyrir það skotið að maður komist aftur inn og það er stefnan.“ „Það var einnig partur af ákvörðuninni að koma heim; maður er dálítið fyrir utan sviðsljósið þegar maður er úti og ekki að spila í bestu deildunum. Hérna er maður sýnilegri og meira í umræðunni. Það hafði áhrif líka,“ sagði Guðmundur en viðtalið við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason, nú leikmaður Selfoss í Olís-deild karla, segir að árin í atvinnumennskunni hafi tekið á en hann glímdi við mikil meiðsli á meðan hann var úti. Guðmundur snéri aftur í íslenska boltann fyrir þessa leiktíð en hann hafði leikið í bæði Frakklandi og Sviss er hann lét staðar numið í atvinnumennskunni og snéri heim. Guðmundur hefur ekkert slakað á eftir komuna og hefur spilað ansi vel í liði Selfoss áður en allt var sett á ís vegna kórónuveirunnar. „Mér líkar mjög vel hérna. Ég og fjölskyldan erum búin að koma okkur vel fyrir. Samfélagið hefur tekið okkur opnum örmum og bæði hvað varðar handboltann og annað. Okkur líður mjög vel,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Ég var í fjögur ár úti og í hreinskilni sagt þá var þetta erfiður tími. Ég var mikið í meiðslum og átti ekkert auðvelt með það. Maður hefur fylgst með mönnum sem hafa komið heim og þú ert að koma heim í meiri keyrslu.“ „Það fylgir því hérna að þú ert að vinna eða í skóla með. Það er ákveðinn þáttur í þessu líka. Ég var vel undirbúinn og var búinn að ræða þetta við fjölskylduna og pæla í þessu. Ég var búinn að undirbúa mig.“ Hann segir að þó að þetta hafi verið erfitt og mikil meiðsli, sérstaklega í Frakklandi hjá Cesson Rennes, hafi ekki hjálpað til. „Þetta fer í reynslubankann. Árin tvö í Frakklandi; sérstaklega 2017 þegar ég spilaði held ég einn eða tvo leiki. Ég slít liðbönd í ökkla og fæ svo brjósklos í bakið. Reynslumikil ár sem tóku á.“ Náði ekki markmiðunum í atvinnumennskunni „Að ákveðnu leyti hefði maður viljað vera áfram úti. Manni finnst manni ekki hafa náð þeim markmiðum sem maður setti þegar maður fór út upphaflega,“ en hvaða markmið voru það? „Mig langaði að festa mig í sessi í landsliðinu og komast til Þýskalands í bestu deildina. Það er draumur sem hefur alltaf verið. Að ákveðnu leyti var maður pínu ósáttur fyrst að hafa ekki náð að klára það en svo komu bara önnur markmið í staðinn sem maður er að tækla núna.“ Guðmundur Hólmar Helgason er 28 ára og er ekki orðinn gamall, nema þegar hann labbar inn á gólfið á æfingu á Selfossi segir hann. Hann hefur áfram áhuga á að spila fyrir íslenska landsliðið. „Mér finnst ég ekki gamall maður en svo kemur maður á æfingar hérna á Selfossi og þá er maður þriðji elstur. Það er skellur. Það er ekki fyrir það skotið að maður komist aftur inn og það er stefnan.“ „Það var einnig partur af ákvörðuninni að koma heim; maður er dálítið fyrir utan sviðsljósið þegar maður er úti og ekki að spila í bestu deildunum. Hérna er maður sýnilegri og meira í umræðunni. Það hafði áhrif líka,“ sagði Guðmundur en viðtalið við hann í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira