Remdesivir samþykkt sem meðferðarúrræði gegn Covid í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 22:27 Remdesivir hefur verið samþykkt sem meðferðarúrræði gegn Covid-19 í Bandaríkjunum. Það er fyrsta lyfið til að fá formlegt samþykki sem meðferðarúrræði gegn Covid vestanhafs. Getty/ Fadel Dawood Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt fyrsta lyfið til meðferðar við Covid-19, Remdesivir. Lyfið er veirusýkingalyf sem gefið er sjúklingum, sem lagst hafa inn á spítala, í gegn um æð. Rannsókn sem leidd var af heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sýndi fram á að lyfið, sem lyfjafyrirtækið Gilead Sciences Inc. kallar Veklury, hafi að meðaltali flýtt bata sjúklinga um fimm daga, úr fimmtán niður í tíu. Heimilt hefur verið í Bandaríkjunum að nota lyfið í neyðartilfellum frá því í vor en er nú fyrsta lyfið sem hefur fengið formlegt samþykki Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna sem meðferðarúrræði við Covid-19. Donald Trump Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sjúklinga sem fengið hefur lyfið, þegar hann veiktist af Covid fyrr í þessum mánuði. Lyfið má nota í meðferð sjúklinga sem náð hafa 12 ára aldri og eru minnst 40 kíló og hafa verið lagðir á sjúkrahús vegna Covid-veikinda. Í tilfellum sjúklinga sem eru yngri en tólf ára má nota lyfið í neyðartilfellum, samkvæmt leyfinu sem hingað til hefur verið í gildi. Lyfið hefur annað hvort verið samþykkt eða má nota í neyðartilfellum í um fimmtíu löndum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði á dögunum samning við Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum á lyfinu. Öll ríki sem koma að samningnum, þar á meðal Ísland, geta nú sótt um að panta skammta af lyfinu og er það fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19. Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. 15. október 2020 16:52 Semja um kaup á Remdesivir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19. 8. október 2020 08:48 Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, eitt af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. 30. júní 2020 20:12 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt fyrsta lyfið til meðferðar við Covid-19, Remdesivir. Lyfið er veirusýkingalyf sem gefið er sjúklingum, sem lagst hafa inn á spítala, í gegn um æð. Rannsókn sem leidd var af heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna sýndi fram á að lyfið, sem lyfjafyrirtækið Gilead Sciences Inc. kallar Veklury, hafi að meðaltali flýtt bata sjúklinga um fimm daga, úr fimmtán niður í tíu. Heimilt hefur verið í Bandaríkjunum að nota lyfið í neyðartilfellum frá því í vor en er nú fyrsta lyfið sem hefur fengið formlegt samþykki Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna sem meðferðarúrræði við Covid-19. Donald Trump Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sjúklinga sem fengið hefur lyfið, þegar hann veiktist af Covid fyrr í þessum mánuði. Lyfið má nota í meðferð sjúklinga sem náð hafa 12 ára aldri og eru minnst 40 kíló og hafa verið lagðir á sjúkrahús vegna Covid-veikinda. Í tilfellum sjúklinga sem eru yngri en tólf ára má nota lyfið í neyðartilfellum, samkvæmt leyfinu sem hingað til hefur verið í gildi. Lyfið hefur annað hvort verið samþykkt eða má nota í neyðartilfellum í um fimmtíu löndum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði á dögunum samning við Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum á lyfinu. Öll ríki sem koma að samningnum, þar á meðal Ísland, geta nú sótt um að panta skammta af lyfinu og er það fyrsta lyfið sem hlaut meðmæli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu til meðhöndlunar á Covid-19.
Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. 15. október 2020 16:52 Semja um kaup á Remdesivir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19. 8. október 2020 08:48 Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, eitt af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. 30. júní 2020 20:12 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Lyfið sem Trump segir hafa læknað sig af Covid Tilraunalyfið REGN-COV2, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðhöndlaður með eftir að hann greindist með kórónveiruna, er enn á tilraunastigi og hvorki hefur verið sýnt fram á að það geri tilætlað gagn né sé öruggt. 15. október 2020 16:52
Semja um kaup á Remdesivir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað rammasamning við bandaríska lyfjarisann Gilead um kaup á 500 þúsund skömmtum af Remdesivir sem nýst hefur gegn einkennum Covid-19. 8. október 2020 08:48
Bandaríkin tryggja sér stóran hluta framtíðarbirgða af Remdesivir Bandarísk yfirvöld hafa keypt upp nær alla framleiðslu bandaríska lyfjaframleiðandans Gilead á lyfinu Remdesivir næstu þrjá mánuðina, eitt af aðeins tveimur lyfjum sem sýnt hefur verið fram á að gagnist í baráttunni gegn Covid-19. 30. júní 2020 20:12