Engin lognmolla í veðrinu í dag Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2020 07:10 Spákort fyrir hádegið eins og það leit út í morgun. Veðurstofan Stormur mældist á nokkrum stöðvum á sunnanverðu landinu í nótt, en nú í morgunsárið er mesti vindurinn afstaðinn og hafa gular vindviðvaranir runnið sitt skeið á enda. Það er þó ekki þannig að það verði einhver lognmolla í veðrinu á landinu í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að víða verði austan strekkingur eða allhvass vindur, en einnig sé búist við rigningu með köflum í flestum landshlutum. Þá verður talsverð rigning um tíma á Suðuausturlandi og Austfjörðum. „Seint í dag fer að lægja sunnanlands og í kvöld dregur einnig úr vindi fyrir norðan. Hiti á bilinu 2 til 8 stig. Á morgun hvessir aftur og má búast við sterkari vindi en í dag. Útlit er fyrir að allhvöss norðaustanátt verði algeng, en slær væntanlega í storm í vindstrengjum suðaustanlands og um landið norðvestanvert. Hann ætti að hanga þurr á Suður- og Vesturlandi, en annars staðar má búast við rigningu á láglendi og drjúg úrkoma austanlands. Af ofansögðu má vera ljóst að veðrið á næstunni ætti ekki að hvetja fólk í óþarfa ferðalög og frílystingar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðins. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Gengur í norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 suðaustanlands. Víða rigning, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Norðan 10-15, en 5-10 austanlands. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Hiti breytist lítið. Á mánudag og þriðjudag: Norðaustanátt og dálítil slydda eða rigning á Norður- og Austurlandi, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Hiti 0 til 6 stig. Á miðvikudag og fimmtudag: Norðan- og norðaustanátt með rigningu, slyddu eða snjókomu norðan- og austantil á landinu og hita um frostmark. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi og frostlaust að deginum. Veður Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira
Stormur mældist á nokkrum stöðvum á sunnanverðu landinu í nótt, en nú í morgunsárið er mesti vindurinn afstaðinn og hafa gular vindviðvaranir runnið sitt skeið á enda. Það er þó ekki þannig að það verði einhver lognmolla í veðrinu á landinu í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að víða verði austan strekkingur eða allhvass vindur, en einnig sé búist við rigningu með köflum í flestum landshlutum. Þá verður talsverð rigning um tíma á Suðuausturlandi og Austfjörðum. „Seint í dag fer að lægja sunnanlands og í kvöld dregur einnig úr vindi fyrir norðan. Hiti á bilinu 2 til 8 stig. Á morgun hvessir aftur og má búast við sterkari vindi en í dag. Útlit er fyrir að allhvöss norðaustanátt verði algeng, en slær væntanlega í storm í vindstrengjum suðaustanlands og um landið norðvestanvert. Hann ætti að hanga þurr á Suður- og Vesturlandi, en annars staðar má búast við rigningu á láglendi og drjúg úrkoma austanlands. Af ofansögðu má vera ljóst að veðrið á næstunni ætti ekki að hvetja fólk í óþarfa ferðalög og frílystingar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðins. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Gengur í norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 suðaustanlands. Víða rigning, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst. Á sunnudag: Norðan 10-15, en 5-10 austanlands. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Hiti breytist lítið. Á mánudag og þriðjudag: Norðaustanátt og dálítil slydda eða rigning á Norður- og Austurlandi, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Hiti 0 til 6 stig. Á miðvikudag og fimmtudag: Norðan- og norðaustanátt með rigningu, slyddu eða snjókomu norðan- og austantil á landinu og hita um frostmark. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi og frostlaust að deginum.
Veður Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira