Sjáðu magnað Beckham-mark frá gamla Víkingnum í Evrópudeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 14:01 Kemar Roofe fagnar marki sínu með Rangers liðinu í gærkvöldi. Getty/Jef Matthee Kemar Roofe var að gera góða hluti með Rangers í Evrópudeildinni í gærkvöldi en það muna einhverjir eftir því þegar hann spilaði í Pepsi deild karla eitt sumarið. Kemar Roofe innsiglaði 2-0 sigur Rangers á belgíska félaginu Standard Liege í gær. Hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og skoraði markið á annarri mínútu í uppbótatíma. Kemar Roofe vann boltann á eigin vallarhelmingi eftir fast leikatriði hjá Standard Liege, lék á nokkra varnarmenn Belgana og skoraði yfir markvörðinn frá miðlínunni. Markið þótti minna á frægt mark David Beckham fyrir Manchester United. Roofe var 49,9 metrum frá markinu þegar hann skaut á markið. 54.6 - Kemar Roofe's goal for Rangers against Standard Liège was scored from a distance of 54.6 yards, the furthest distance ever for a goal scored in the UEFA Europa League. Spectacular. #UEL pic.twitter.com/71qN1QUtdq— OptaJoe (@OptaJoe) October 22, 2020 Kemar Roofe er 27 ára gamall og á sínu fyrsta tímabili hjá Steven Gerrard hjá Rangers. Skoska félagið keypti hann frá Anderlecht í ágúst síðastliðnum. Hann gerði fína hluti hjá Leeds á árunum 2016 til 2019. Roofe var aftur á móti leikmaður West Bromwich Albion sumarið 2011 þegar hann kom á láni til Víkinga í Pepsi deildinni. Roofe spilaði tvo deildarleiki og einn bikarleik með Víkingum og skoraði í bikarleik á móti KV á gervigrasvellinum í Vesturbænum. Hér fyrir neðan má sjá þetta sérstaka mark hjá Kemar Roofe frá því í gærkvöldi. Klippa: Magnað mark hjá gamla Víkingnum Það er líka gaman að rifja upp bikarmarkið hans Kemars Roofe fyrir Vikinga í 32 liða úrslitum Valitorsbikarsins sumarið 2011. Klippa: Mark Kemars Roofe fyrir Víking Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Kemar Roofe var að gera góða hluti með Rangers í Evrópudeildinni í gærkvöldi en það muna einhverjir eftir því þegar hann spilaði í Pepsi deild karla eitt sumarið. Kemar Roofe innsiglaði 2-0 sigur Rangers á belgíska félaginu Standard Liege í gær. Hann kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og skoraði markið á annarri mínútu í uppbótatíma. Kemar Roofe vann boltann á eigin vallarhelmingi eftir fast leikatriði hjá Standard Liege, lék á nokkra varnarmenn Belgana og skoraði yfir markvörðinn frá miðlínunni. Markið þótti minna á frægt mark David Beckham fyrir Manchester United. Roofe var 49,9 metrum frá markinu þegar hann skaut á markið. 54.6 - Kemar Roofe's goal for Rangers against Standard Liège was scored from a distance of 54.6 yards, the furthest distance ever for a goal scored in the UEFA Europa League. Spectacular. #UEL pic.twitter.com/71qN1QUtdq— OptaJoe (@OptaJoe) October 22, 2020 Kemar Roofe er 27 ára gamall og á sínu fyrsta tímabili hjá Steven Gerrard hjá Rangers. Skoska félagið keypti hann frá Anderlecht í ágúst síðastliðnum. Hann gerði fína hluti hjá Leeds á árunum 2016 til 2019. Roofe var aftur á móti leikmaður West Bromwich Albion sumarið 2011 þegar hann kom á láni til Víkinga í Pepsi deildinni. Roofe spilaði tvo deildarleiki og einn bikarleik með Víkingum og skoraði í bikarleik á móti KV á gervigrasvellinum í Vesturbænum. Hér fyrir neðan má sjá þetta sérstaka mark hjá Kemar Roofe frá því í gærkvöldi. Klippa: Magnað mark hjá gamla Víkingnum Það er líka gaman að rifja upp bikarmarkið hans Kemars Roofe fyrir Vikinga í 32 liða úrslitum Valitorsbikarsins sumarið 2011. Klippa: Mark Kemars Roofe fyrir Víking
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira