Múslimar víða reiðir Macron Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2020 11:14 Frá mótmælum gegn Macron í Istanbúl í Tyrklandi um helgina. AP/Emrah Gurel Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. Erdogan hefur gagnrýnt Macron harðlega á undanförnum dögum og sakað hann um múslimahatur en ríkisstjórn Macron stefnir að því að auka eftirlit með moskum í landinu, auk annarra aðgerða. Franskar vörur eru nú sniðgengnar víða í Arabaríkjum og hafa Frakkar verið gagnrýndir harðlega af múslimum fyrir viðbrögð Macron við hrottalegu morði kennara í úthverfi Parísar. Samuel Paty var myrtur fyrir að hafa sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í tíma um málfrelsi. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna myrti Paty og afhöfðaði hann. Morðinginn var ekki nemandi við skóla Paty og virðist hafa lagt land undir fót til að fremja morðið. Sjá einnig: Greiddi nemendum til að benda á kennarann Sendiherra Frakklands í Pakistan var kallaður á teppið af Imran Khan, forsætisráðherra landsins, í morgun. Á fundi Khan og sendiherrans sakaði forsætisráðherrann Macron um að „ráðast á íslam“. Franska veraldarhyggjan mikilvæg Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennurum hefur þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Áætlunin felur meðal annars í sér aukið eftirlit með skólum og fjárveitingum bænahúsa. Markmiðið er að draga úr áhrifum erlendra aðila, eins og Tyrkja, í moskum í Frakklandi. Þetta hefur verið gagnrýnt og hefur Macron verið sakaður um að vilja bæla niður trú múslima. Áætlunin er sömuleiðis sögð eiga á hættu að réttlæta fordóma gegn múslimum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Morð Paty virðist hafa gefið þessari áætlun byr undir báða vængi. í frétt France24 segir að umræðan um franska veraldarhyggju hafi aukist til muna. We will not give in, ever.We respect all differences in a spirit of peace. We do not accept hate speech and defend reasonable debate. We will always be on the side of human dignity and universal values.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 25, 2020 Í ræðu í Tyrklandi um helgina gaf Erdogan í skyn að Macron væri veikur á geði og sagði franska forsetann vera með sig á heilanum. „Hvað hefur Macron á móti íslam? Hvað hefur hann á móti múslimum?“ sagði Erdogan. „Hann þarf einhvers konar geðheilsumeðferð. Hvað annað er hægt að segja um þjóðarleiðtoga sem trúir ekki á trúfrelsi og hagar sér svona gegn milljónum manna sem eru annarrar trúar og búa í hans eigin landi?“ Forsætisembætti Frakklands hefur gagnrýnt ummælin harðlega og krafist þess að Erdogan dragi úr áróðri sínum. Vert er að taka fram að Frakkar og Tyrkir deila nú um margvís málefni og þar á meðal þegar kemur að átökunum í Líbíu, Sýrlandi og Nagorno-Karabakh auk þess sem Frakkar hafa staðið við bak Grikkja í deilum þeirra við Tyrki. Hér má sjá forsíðu Daily Sabah, sem er tyrkneskt dagblað og þykir ritstjórn þess mjög hliðhollt ríkisstjórn Erdogan. Macron and Wilders, the two faces of hatred, racism in Europe | Today's Front Pagehttps://t.co/q4FsngMGLQ pic.twitter.com/DUeTDH2or7— DAILY SABAH (@DailySabah) October 26, 2020 Frakkland Tyrkland Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði. Erdogan hefur gagnrýnt Macron harðlega á undanförnum dögum og sakað hann um múslimahatur en ríkisstjórn Macron stefnir að því að auka eftirlit með moskum í landinu, auk annarra aðgerða. Franskar vörur eru nú sniðgengnar víða í Arabaríkjum og hafa Frakkar verið gagnrýndir harðlega af múslimum fyrir viðbrögð Macron við hrottalegu morði kennara í úthverfi Parísar. Samuel Paty var myrtur fyrir að hafa sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í tíma um málfrelsi. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna myrti Paty og afhöfðaði hann. Morðinginn var ekki nemandi við skóla Paty og virðist hafa lagt land undir fót til að fremja morðið. Sjá einnig: Greiddi nemendum til að benda á kennarann Sendiherra Frakklands í Pakistan var kallaður á teppið af Imran Khan, forsætisráðherra landsins, í morgun. Á fundi Khan og sendiherrans sakaði forsætisráðherrann Macron um að „ráðast á íslam“. Franska veraldarhyggjan mikilvæg Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennurum hefur þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Áætlunin felur meðal annars í sér aukið eftirlit með skólum og fjárveitingum bænahúsa. Markmiðið er að draga úr áhrifum erlendra aðila, eins og Tyrkja, í moskum í Frakklandi. Þetta hefur verið gagnrýnt og hefur Macron verið sakaður um að vilja bæla niður trú múslima. Áætlunin er sömuleiðis sögð eiga á hættu að réttlæta fordóma gegn múslimum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Morð Paty virðist hafa gefið þessari áætlun byr undir báða vængi. í frétt France24 segir að umræðan um franska veraldarhyggju hafi aukist til muna. We will not give in, ever.We respect all differences in a spirit of peace. We do not accept hate speech and defend reasonable debate. We will always be on the side of human dignity and universal values.— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) October 25, 2020 Í ræðu í Tyrklandi um helgina gaf Erdogan í skyn að Macron væri veikur á geði og sagði franska forsetann vera með sig á heilanum. „Hvað hefur Macron á móti íslam? Hvað hefur hann á móti múslimum?“ sagði Erdogan. „Hann þarf einhvers konar geðheilsumeðferð. Hvað annað er hægt að segja um þjóðarleiðtoga sem trúir ekki á trúfrelsi og hagar sér svona gegn milljónum manna sem eru annarrar trúar og búa í hans eigin landi?“ Forsætisembætti Frakklands hefur gagnrýnt ummælin harðlega og krafist þess að Erdogan dragi úr áróðri sínum. Vert er að taka fram að Frakkar og Tyrkir deila nú um margvís málefni og þar á meðal þegar kemur að átökunum í Líbíu, Sýrlandi og Nagorno-Karabakh auk þess sem Frakkar hafa staðið við bak Grikkja í deilum þeirra við Tyrki. Hér má sjá forsíðu Daily Sabah, sem er tyrkneskt dagblað og þykir ritstjórn þess mjög hliðhollt ríkisstjórn Erdogan. Macron and Wilders, the two faces of hatred, racism in Europe | Today's Front Pagehttps://t.co/q4FsngMGLQ pic.twitter.com/DUeTDH2or7— DAILY SABAH (@DailySabah) October 26, 2020
Frakkland Tyrkland Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira