David Alaba orðaður við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 09:10 David Alaba með Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Bayern München í úrslitaleiknum í ágúst. Getty/M. Donato Fréttirnar af Liverpool þessa dagana snúast aðallega hvernig knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp ætlar að leysa það að Virgil van Dijk er með slitið krossband og verður ekkert meira með á leiktíðinni. Meiðsli Fabinho í síðasta leik hafa aðeins aukið pressuna á að auka breiddina í miðvarðarstöðunum. Liverpool vantar reynslumikinn miðvörð til að hjálpa liðinu í gegnum þetta tímabil og ekki er slæmt ef sá leikmaður getur leyst fleiri en eina stöðu á vellinum. David Alaba's contract talks with Bayern Munich have reportedly collapsed.The papers are linking him with a January move to Liverpool.The latest gossip https://t.co/D0eLQYUGsT#bbcfootball pic.twitter.com/B1eAP7ECYQ— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 David Alaba hjá Bayern München er einmitt leikmaður sem Liverpool er sagt hafa áhuga á og líkurnar á því að ná í kappann jukust eftir að fréttist af því að það hefði slitnað upp úr samningaviðræðum leikmannsins og Bayern München. Bild slær því upp að ekkert gangi hjá Bæjurum að semja við Svisslendinginn. Samningur David Alaba rennur út næsta sumar en hann skrifaði undir fimm ára framlengingu í mars 2016. Alaba hefur verið hjá Bayern frá því sumarið 2010 eða í meira en áratug. Hann er núna 28 ára gamall. David Alaba gæti því yfirgefið Bayern í sumar á frjálsri sölu og því væri freistandi fyrir þýsku Evrópumeistarana að reyna að fá eitthvað fyrir hann í janúarglugganum. Liverpool reportedly considering move for David Alaba in January.— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 28, 2020 Það þykir líklegt að Liverpool nýti sér þetta dauðafæri því David Alaba er á óskalista félagsins samkvæmt heimildum Football Insider. Liverpool keypti Thiago af Bayern í haust og hver veit nema að það verði komnir tveir Evrópumeistarar í Liverpool liðið í janúar. David Alaba hefur spilað næstum því 400 leiki fyrir Bayern München en hann hefur unnið þýsku deildina níu sinnum og vann Meistaradeildina í annað skiptið í ágúst. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Fréttirnar af Liverpool þessa dagana snúast aðallega hvernig knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp ætlar að leysa það að Virgil van Dijk er með slitið krossband og verður ekkert meira með á leiktíðinni. Meiðsli Fabinho í síðasta leik hafa aðeins aukið pressuna á að auka breiddina í miðvarðarstöðunum. Liverpool vantar reynslumikinn miðvörð til að hjálpa liðinu í gegnum þetta tímabil og ekki er slæmt ef sá leikmaður getur leyst fleiri en eina stöðu á vellinum. David Alaba's contract talks with Bayern Munich have reportedly collapsed.The papers are linking him with a January move to Liverpool.The latest gossip https://t.co/D0eLQYUGsT#bbcfootball pic.twitter.com/B1eAP7ECYQ— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 David Alaba hjá Bayern München er einmitt leikmaður sem Liverpool er sagt hafa áhuga á og líkurnar á því að ná í kappann jukust eftir að fréttist af því að það hefði slitnað upp úr samningaviðræðum leikmannsins og Bayern München. Bild slær því upp að ekkert gangi hjá Bæjurum að semja við Svisslendinginn. Samningur David Alaba rennur út næsta sumar en hann skrifaði undir fimm ára framlengingu í mars 2016. Alaba hefur verið hjá Bayern frá því sumarið 2010 eða í meira en áratug. Hann er núna 28 ára gamall. David Alaba gæti því yfirgefið Bayern í sumar á frjálsri sölu og því væri freistandi fyrir þýsku Evrópumeistarana að reyna að fá eitthvað fyrir hann í janúarglugganum. Liverpool reportedly considering move for David Alaba in January.— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 28, 2020 Það þykir líklegt að Liverpool nýti sér þetta dauðafæri því David Alaba er á óskalista félagsins samkvæmt heimildum Football Insider. Liverpool keypti Thiago af Bayern í haust og hver veit nema að það verði komnir tveir Evrópumeistarar í Liverpool liðið í janúar. David Alaba hefur spilað næstum því 400 leiki fyrir Bayern München en hann hefur unnið þýsku deildina níu sinnum og vann Meistaradeildina í annað skiptið í ágúst.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira