Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2020 13:59 Jeremy Corbyn var leiðtogi breska Verkamannaflokksins á árunum 2015 til 2019. Getty Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hefur verið rekinn úr flokknum í kjölfar ummæla um nýja skýrslu þar sem fjallað er um hvernig flokkurinn hafi brotið lög í tengslum við gyðingahatur innan flokksins í formennskutíð hans. „Í ljósi athugasemda hans í dag, og að hann hafi neitað að draga ummælin til baka, hefur Verkamannaflokkurinn vikið Jeremy Corbyn úr flokknum á meðan málið er rannsakað,“ segir talsmaður flokksins í samtali við Sky News. Corbyn hefur einnig verið vikið úr þingflokki Verkamannaflokksins á breska þinginu. Corbyn lét af embætti formanns Verkamannaflokksins í apríl og hefur sagt ásakanir um að skipulegt gyðingahatur hafi viðgengist innan flokksins hafa verið „ýktar af pólitískum ástæðum“. Keir Starmer, sem tók við embætti formanns af Corbyn, segir flokkinn hafa brugðist gyðingum og að flokkurinn muni bregðast við þeim ábendingum sem tíundaðar eru í skýrslunni. „Þetta er dagur skammar fyrir Verkamannaflokkinn. Við höfum brugðist gyðingum, flokksmönnum, stuðningsmönnum og breskum almenningi,“ segir Stramer. Jafnréttis- og mannréttindaráð breskra stjórnvalda (EHRC) hefur í tvö ár rannsakað ásakanir um gyðingahatur innan Verkamannaflokksins. Í skýrslunni segir að í formennskutíð Corbyn, frá 2015 til 2019 hafi, flokkurinn ítrekað hunsað eða dregið úr kvörtunum frá gyðingum í flokknum. Bretland Tengdar fréttir Keir Starmer er nýr formaður Verkamannaflokksins Keir Starmer hefur verið kjörinn næsti formaður breska Verkamannaflokksins. 4. apríl 2020 19:19 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hefur verið rekinn úr flokknum í kjölfar ummæla um nýja skýrslu þar sem fjallað er um hvernig flokkurinn hafi brotið lög í tengslum við gyðingahatur innan flokksins í formennskutíð hans. „Í ljósi athugasemda hans í dag, og að hann hafi neitað að draga ummælin til baka, hefur Verkamannaflokkurinn vikið Jeremy Corbyn úr flokknum á meðan málið er rannsakað,“ segir talsmaður flokksins í samtali við Sky News. Corbyn hefur einnig verið vikið úr þingflokki Verkamannaflokksins á breska þinginu. Corbyn lét af embætti formanns Verkamannaflokksins í apríl og hefur sagt ásakanir um að skipulegt gyðingahatur hafi viðgengist innan flokksins hafa verið „ýktar af pólitískum ástæðum“. Keir Starmer, sem tók við embætti formanns af Corbyn, segir flokkinn hafa brugðist gyðingum og að flokkurinn muni bregðast við þeim ábendingum sem tíundaðar eru í skýrslunni. „Þetta er dagur skammar fyrir Verkamannaflokkinn. Við höfum brugðist gyðingum, flokksmönnum, stuðningsmönnum og breskum almenningi,“ segir Stramer. Jafnréttis- og mannréttindaráð breskra stjórnvalda (EHRC) hefur í tvö ár rannsakað ásakanir um gyðingahatur innan Verkamannaflokksins. Í skýrslunni segir að í formennskutíð Corbyn, frá 2015 til 2019 hafi, flokkurinn ítrekað hunsað eða dregið úr kvörtunum frá gyðingum í flokknum.
Bretland Tengdar fréttir Keir Starmer er nýr formaður Verkamannaflokksins Keir Starmer hefur verið kjörinn næsti formaður breska Verkamannaflokksins. 4. apríl 2020 19:19 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Keir Starmer er nýr formaður Verkamannaflokksins Keir Starmer hefur verið kjörinn næsti formaður breska Verkamannaflokksins. 4. apríl 2020 19:19