Fjölnir ætti að vera með fimmtán stigum meira en þeir eru með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2020 14:00 Samkvæmt xG tölfræðinni ætti Fjölnir að vera í fínum málum í Pepsi Max-deild karla. vísir/vilhelm Hjörvar Hafliðason hélt mikinn fyrirlestur um xG tölfræðina svokölluðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Skammstöfunin xG stendur fyrir Expected goals sem segir til um það hversu mörg mörk liða eiga að skora miðað við færin sem þau fá. Að sama skapi segir xG til um það hversu mörg mörk lið á vera búið að fa sig miðað sem færin sem það fær á sig. Hjörvar segir að xG tölfræðin sýni m.a. fram á að markverðir Breiðabliks og ÍA, þeir Anton Ari Einarsson og Árni Snær Ólafsson, hafi ekki leikið vel í Pepsi Max-deildinni í sumar. „Það sem xG getur hjálpað þér að gera er að rökstyðja það sem þú heldur. Ég ætla að henda fram einni fullyrðingu: Anton Ari er ekki búinn að spila vel í sumar. Þá get ég farið í xG og séð að Breiðablik er búið að fá á sig alltof mörg mörk,“ sagði Hjörvar. Breiðablik hefur fengið á sig 27 mörk í Pepsi Max-deildinni en ætti samkvæmt xG tölfræðinni að hafa fengið á sig tæp nítján mörk, fæst allra í deildinni. ÍA hefur fengið á sig flest mörk allra í deildinni í sumar, eða 43. Samkvæmt xG tölfræðinni ætti liðið að vera búið að fá sig rétt tæp 34 mörk. Einnig er hægt að reikna út hversu mörg stig lið ætti að vera með byggt á xG tölfræðinni. Botnlið Fjölnis kemur afar illa út úr þeirri tölfræði. Liðið ætti að vera búið að fá 21 stig en er aðeins með sex stig. „Fjölnir er með sex stig en ætti að vera í frábærum málum í þessari deild með 21 stig. Miðað við færin sem liðið skapar sér gefur það enga mynd af frammistöðu þess að það sé bara með sex stig,“ sagði Hjörvar. „Fyrir þá sem hafa rýnt í þetta er ekkert hægt að rökstyðja af hverju Fjölnir er með svona fá stig.“ Hjörvar ræddi einnig um að vandræðin við xG tölfræðina væri að hún væri ekki nógu aðgengileg hinum almenna fótboltaáhugamanni. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um xG tölfræðina Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fjölnir Tengdar fréttir Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Hjörvar Hafliðason hélt mikinn fyrirlestur um xG tölfræðina svokölluðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Skammstöfunin xG stendur fyrir Expected goals sem segir til um það hversu mörg mörk liða eiga að skora miðað við færin sem þau fá. Að sama skapi segir xG til um það hversu mörg mörk lið á vera búið að fa sig miðað sem færin sem það fær á sig. Hjörvar segir að xG tölfræðin sýni m.a. fram á að markverðir Breiðabliks og ÍA, þeir Anton Ari Einarsson og Árni Snær Ólafsson, hafi ekki leikið vel í Pepsi Max-deildinni í sumar. „Það sem xG getur hjálpað þér að gera er að rökstyðja það sem þú heldur. Ég ætla að henda fram einni fullyrðingu: Anton Ari er ekki búinn að spila vel í sumar. Þá get ég farið í xG og séð að Breiðablik er búið að fá á sig alltof mörg mörk,“ sagði Hjörvar. Breiðablik hefur fengið á sig 27 mörk í Pepsi Max-deildinni en ætti samkvæmt xG tölfræðinni að hafa fengið á sig tæp nítján mörk, fæst allra í deildinni. ÍA hefur fengið á sig flest mörk allra í deildinni í sumar, eða 43. Samkvæmt xG tölfræðinni ætti liðið að vera búið að fá sig rétt tæp 34 mörk. Einnig er hægt að reikna út hversu mörg stig lið ætti að vera með byggt á xG tölfræðinni. Botnlið Fjölnis kemur afar illa út úr þeirri tölfræði. Liðið ætti að vera búið að fá 21 stig en er aðeins með sex stig. „Fjölnir er með sex stig en ætti að vera í frábærum málum í þessari deild með 21 stig. Miðað við færin sem liðið skapar sér gefur það enga mynd af frammistöðu þess að það sé bara með sex stig,“ sagði Hjörvar. „Fyrir þá sem hafa rýnt í þetta er ekkert hægt að rökstyðja af hverju Fjölnir er með svona fá stig.“ Hjörvar ræddi einnig um að vandræðin við xG tölfræðina væri að hún væri ekki nógu aðgengileg hinum almenna fótboltaáhugamanni. Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um xG tölfræðina
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fjölnir Tengdar fréttir Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Hjörvar: Hér á að spila fótbolta eins og alls staðar annars staðar í heiminum Hjörvar Hafliðason vill sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ, standa í lappirnar og setja fótboltann í 1. sæti. 30. október 2020 10:55