Skólar verða opnir en með takmörkunum Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2020 13:26 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum í Hörpu um hertar sóttvarnaaðgerðir í dag. Vísir/Vilhelm Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í miðri næstu viku. Ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnareglur vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi kl. 13:00. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og þá verður lögð ríkari áhersla á grímunotkun. Dregið verður úr undanþágum fyrir börn í nýju reglunum. Nú verða aðeins börn fædd 2015 og síðar undanþegin tveggja metra fjarlægðarreglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. Lilja útskýrði stöðu mála nánar að loknum fundi í dag. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði að þær Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ynnu að reglum um starfsemi skóla sem yrðu kynntar um helgina. Skólar yrðu opnir en með takmörkunum. Hólfaskipting yrði aftur tekin upp til að takmarka smithættu. Reglurnar myndu byggja á umfangsmiklu samráði við kennara, skólastjórnendur og nemendur. Þá hefði stóraukið fjármagn verið lagt í skólana til að hægt væri að halda þeim opnum. „Þetta mun allt taka endi,“ sagði Lilja sem þakkaði kennurum, skólastjórnendum og nemendum fyrir að hafa sýnt þrautseigju og hugrekki í faraldrinum til þessa. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði eftir fundinn að frekari nándartakmarkanir verða nú í skólum en hafa verið til þessa og meiri hólfaskipting. Reglurnar muni hafa meiri áhrif á eldri bekki grunnskóla og framhaldsskóla. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í viðtali eftir fundinn að reglurnar fyrir skóla yrðu kynntar á sunnudag og tækju líklegast gildi á miðvikudag. https://www.visir.is/g/20202031211d/vek-fra-tillogum-thorolfs-i-einu-atridi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Menntarmálaráðherra segir að skólar verði áfram opnir en með takmörkunum eftir að sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins verða hertar á miðnætti. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í miðri næstu viku. Ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnareglur vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi kl. 13:00. Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og þá verður lögð ríkari áhersla á grímunotkun. Dregið verður úr undanþágum fyrir börn í nýju reglunum. Nú verða aðeins börn fædd 2015 og síðar undanþegin tveggja metra fjarlægðarreglu, fjöldamörkum og grímuskyldu. Slík undanþága gilti áður fyrir börn fædd 2005 og síðar. Lilja útskýrði stöðu mála nánar að loknum fundi í dag. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði að þær Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ynnu að reglum um starfsemi skóla sem yrðu kynntar um helgina. Skólar yrðu opnir en með takmörkunum. Hólfaskipting yrði aftur tekin upp til að takmarka smithættu. Reglurnar myndu byggja á umfangsmiklu samráði við kennara, skólastjórnendur og nemendur. Þá hefði stóraukið fjármagn verið lagt í skólana til að hægt væri að halda þeim opnum. „Þetta mun allt taka endi,“ sagði Lilja sem þakkaði kennurum, skólastjórnendum og nemendum fyrir að hafa sýnt þrautseigju og hugrekki í faraldrinum til þessa. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði eftir fundinn að frekari nándartakmarkanir verða nú í skólum en hafa verið til þessa og meiri hólfaskipting. Reglurnar muni hafa meiri áhrif á eldri bekki grunnskóla og framhaldsskóla. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í viðtali eftir fundinn að reglurnar fyrir skóla yrðu kynntar á sunnudag og tækju líklegast gildi á miðvikudag. https://www.visir.is/g/20202031211d/vek-fra-tillogum-thorolfs-i-einu-atridi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13
Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13