Fyrirsjáanleikinn 1.júní 2021 Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 07:31 Eðlilega óska fyrirtækjaeigendur eftir því frá stjórnvöldum að einhver fyrirsjánaleiki sé í næstu aðgerðum og takmarkanir verði gefnar út með meiri fyrirvara þannig að hægt sé að gera betri plön, hraða nauðsynlegum bata og allra helst, gefa starfsfólkinu von um að það verði hægt að endurráða það innan ákveðins tíma. Öll vonumst við til að þessi tími verði stuttur, að við þurfum bara tvær vikur enn, þá geti allt byrjað að fara uppávið aftur, að við færumst nær “norminu” og að við getum allaveganna haldið sæmileg venjuleg jól. Það er til svo mikils að vinna að ég held að við öll séum til í að leggja þessa extra mílu á okkur. Það er í raun tvennt í stöðunni, að vona að tíminn verði stuttur og reyna að haga sínum plönum eftir því eða hreinlega að plana sig útfrá því að við séum hálfnuð í faraldrinum núna og að fyrirsjáanleikinn sé í okkar höndum. Að ferðaþjónusta um allan heim muni fara af stað með hægum en öruggum bata uppúr maí 2021 og þau fyrirtæki sem skipuleggja sig í endurræsingu á þeim forsendum verði þau sem komi best út úr þessum hörmungum. Fyrirsjáanleikinn felst þá helst í tímalínunni, hvað sé hægt að gera strax, hvað þurfi að bíða betri tíma og hvernig er hægt að gera langtíma samninga við banka, stjórnvöld, sveitarfélög og aðra birgja sem eru fyrirtækjum nauðsynlegir til að halda lífi í þeim tímaramma sem framundan er. Það þarf að lengja í lánum, færa gjalddaga skatta og opinberra gjalddaga afturfyrir, fella niður eða fresta fasteignagjöldum og svo mætti lengi telja. Stjórnvöld haldi áfram nauðsynlegum stuðningu og fjárfestingu í greininni á þeim tímaramma sem framundan er sem leiðir af sér að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki verða í röð þeirra fremstu þegar kemur að samkeppnishæfni og möguleikum fyrirtækjanna til að hlaupa á því tempói sem raunin verður. Stjórnendur þessara fyrirtækja verði búnir að leita allra leiða til að halda sér í því rekstarlega formi sem kostur er, þeir starfsmenn sem enn eru við störf og vonandi fleiri sem hægt verður að endurráða hafi nýtt öll úrræði til að bæta ferla, auka gæði og yfirfara allt það markaðs og kynningarefni sem völ er á. Tíminn verði nýttur til að auka stafræna hæfni, innleiðingu á sjálfbærni ásamt nauðsynlegri nýsköpun og vöruþróun innan starfandi fyrirtækja. Það sem ferðamenn munu þrá og vilja við lok þessa heimsfaraldurs er víðaátta, hreinleiki, öryggi, gott heilbrigðiskerfi og þjónusta eins og hún gerist best í heiminum. Þar verðum við fremst í flokki á öllum vígstöðvum, tilbúin því við höfum nýtt næstu 7 mánuði að kostgæfni, vandað okkur og síðast en ekki síst haft trú á því að þessi tímalína myndi ganga upp. Hverju höfum við raunverulega að tapa? Ef þróunin verður hraðari eða betri, nú besta mál. Ef ekki, nú þá erum við undirbúin. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Eðlilega óska fyrirtækjaeigendur eftir því frá stjórnvöldum að einhver fyrirsjánaleiki sé í næstu aðgerðum og takmarkanir verði gefnar út með meiri fyrirvara þannig að hægt sé að gera betri plön, hraða nauðsynlegum bata og allra helst, gefa starfsfólkinu von um að það verði hægt að endurráða það innan ákveðins tíma. Öll vonumst við til að þessi tími verði stuttur, að við þurfum bara tvær vikur enn, þá geti allt byrjað að fara uppávið aftur, að við færumst nær “norminu” og að við getum allaveganna haldið sæmileg venjuleg jól. Það er til svo mikils að vinna að ég held að við öll séum til í að leggja þessa extra mílu á okkur. Það er í raun tvennt í stöðunni, að vona að tíminn verði stuttur og reyna að haga sínum plönum eftir því eða hreinlega að plana sig útfrá því að við séum hálfnuð í faraldrinum núna og að fyrirsjáanleikinn sé í okkar höndum. Að ferðaþjónusta um allan heim muni fara af stað með hægum en öruggum bata uppúr maí 2021 og þau fyrirtæki sem skipuleggja sig í endurræsingu á þeim forsendum verði þau sem komi best út úr þessum hörmungum. Fyrirsjáanleikinn felst þá helst í tímalínunni, hvað sé hægt að gera strax, hvað þurfi að bíða betri tíma og hvernig er hægt að gera langtíma samninga við banka, stjórnvöld, sveitarfélög og aðra birgja sem eru fyrirtækjum nauðsynlegir til að halda lífi í þeim tímaramma sem framundan er. Það þarf að lengja í lánum, færa gjalddaga skatta og opinberra gjalddaga afturfyrir, fella niður eða fresta fasteignagjöldum og svo mætti lengi telja. Stjórnvöld haldi áfram nauðsynlegum stuðningu og fjárfestingu í greininni á þeim tímaramma sem framundan er sem leiðir af sér að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki verða í röð þeirra fremstu þegar kemur að samkeppnishæfni og möguleikum fyrirtækjanna til að hlaupa á því tempói sem raunin verður. Stjórnendur þessara fyrirtækja verði búnir að leita allra leiða til að halda sér í því rekstarlega formi sem kostur er, þeir starfsmenn sem enn eru við störf og vonandi fleiri sem hægt verður að endurráða hafi nýtt öll úrræði til að bæta ferla, auka gæði og yfirfara allt það markaðs og kynningarefni sem völ er á. Tíminn verði nýttur til að auka stafræna hæfni, innleiðingu á sjálfbærni ásamt nauðsynlegri nýsköpun og vöruþróun innan starfandi fyrirtækja. Það sem ferðamenn munu þrá og vilja við lok þessa heimsfaraldurs er víðaátta, hreinleiki, öryggi, gott heilbrigðiskerfi og þjónusta eins og hún gerist best í heiminum. Þar verðum við fremst í flokki á öllum vígstöðvum, tilbúin því við höfum nýtt næstu 7 mánuði að kostgæfni, vandað okkur og síðast en ekki síst haft trú á því að þessi tímalína myndi ganga upp. Hverju höfum við raunverulega að tapa? Ef þróunin verður hraðari eða betri, nú besta mál. Ef ekki, nú þá erum við undirbúin. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar