Tugþúsundir barna heima meðan kennarar ráða ráðum sínum Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2020 07:32 Leik- og grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru lokaðir í dag vegna skipulagsdags. Vísir/Vilhelm Tugir þúsunda barna víðs vegar um landið verða heima í dag vegna þess skipulagsdags sem komið var á í mörgum leik- og grunnskólum til að skólastjórnendur geti skipulagt starfið framundan í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi. Skipulagsdagur hefur þannig verið boðaður í öllum leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Í Reykjanesbæ er skipulagsdagur í grunnskólum, en leikskólar verða ekki með skipulagsdag eins og grunnskólarnir fyrir utan Stapaskóla þar sem þar þarf að taka tillit til sameiginlegrar starfsemi leik- og grunnskólastigins sem er í sömu byggingunni. Á Ísafirði og í Múlaþingi verður starfsdagur í öllum grunnskólum. Leikskólar þar verða hins vegar opnir. Leikskólabörn á landinu voru árið 2019 alls um 18.700 talsins, en börn í grunnskóla um 46 þúsund. Eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái svigrúm og tíma Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 í gær að í leikskólum verði, líkt og í grunnskólum, sóttvarnahólf og að það sé mjög eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái þennan tíma til að skipuleggja sig. „Þetta eru auðvitað hertar aðgerðir í öllu samfélaginu og mér það skipta mjög miklu máli, til þess að ná ákveðinni samheldni og að við getum nálgast þessa stóru áskorun í sameiningu að við gefum þeim þetta svigrúm,“ sagði Lilja. Hún segir það rétt að verkefnið sé erfitt, að skipuleggja sóttvarnahólfin, en að það sé vel gerlegt. „Við sýndum það í vor, eitt fárra ríkja, að við lokuðum ekki skólunum okkar. Það voru við og Svíþjóð sem héldum alveg fast í það grundvallarsjónarmið, í þágu hvers við vildum forgangsraða. Það verður að segjast eins og er, að það gekk mjög vel í vor. Það eru auðvitað svolítið breyttar forsendur núna og við verðum að hafa skilning á því. Við viljum hins vegar tryggja það að þau börn sem eru að upplifa þessa tíma að þau hljóti viðunandi menntun. Við erum að fylgjast mjög vel með framvindunni, það er hvernig þeim líður, hvernig við gætum mögulega stutt betur við alla nemendur,“ sagði Lilja. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira
Tugir þúsunda barna víðs vegar um landið verða heima í dag vegna þess skipulagsdags sem komið var á í mörgum leik- og grunnskólum til að skólastjórnendur geti skipulagt starfið framundan í ljósi nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi. Skipulagsdagur hefur þannig verið boðaður í öllum leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Í Reykjanesbæ er skipulagsdagur í grunnskólum, en leikskólar verða ekki með skipulagsdag eins og grunnskólarnir fyrir utan Stapaskóla þar sem þar þarf að taka tillit til sameiginlegrar starfsemi leik- og grunnskólastigins sem er í sömu byggingunni. Á Ísafirði og í Múlaþingi verður starfsdagur í öllum grunnskólum. Leikskólar þar verða hins vegar opnir. Leikskólabörn á landinu voru árið 2019 alls um 18.700 talsins, en börn í grunnskóla um 46 þúsund. Eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái svigrúm og tíma Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 í gær að í leikskólum verði, líkt og í grunnskólum, sóttvarnahólf og að það sé mjög eðlilegt að stjórnendur og kennarar fái þennan tíma til að skipuleggja sig. „Þetta eru auðvitað hertar aðgerðir í öllu samfélaginu og mér það skipta mjög miklu máli, til þess að ná ákveðinni samheldni og að við getum nálgast þessa stóru áskorun í sameiningu að við gefum þeim þetta svigrúm,“ sagði Lilja. Hún segir það rétt að verkefnið sé erfitt, að skipuleggja sóttvarnahólfin, en að það sé vel gerlegt. „Við sýndum það í vor, eitt fárra ríkja, að við lokuðum ekki skólunum okkar. Það voru við og Svíþjóð sem héldum alveg fast í það grundvallarsjónarmið, í þágu hvers við vildum forgangsraða. Það verður að segjast eins og er, að það gekk mjög vel í vor. Það eru auðvitað svolítið breyttar forsendur núna og við verðum að hafa skilning á því. Við viljum hins vegar tryggja það að þau börn sem eru að upplifa þessa tíma að þau hljóti viðunandi menntun. Við erum að fylgjast mjög vel með framvindunni, það er hvernig þeim líður, hvernig við gætum mögulega stutt betur við alla nemendur,“ sagði Lilja.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55 Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26 Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira
„Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum. 1. nóvember 2020 22:55
Grímuskylda fyrir 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. 1. nóvember 2020 21:26
Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24