Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 09:00 Albert Gudmundsson fagnar einu marka sinna sem liðsfélaga sínum Owen Wijndal í leik AZ Alkmaar og RKC Waalwijk um helgina. Getty/ANP/JAN DEN BREEJEN Vikan 25. október til 1. nóvember 2020 er örugglega vika sem íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson gleymir ekki í bráð. Albert Guðmundsson hafði ekki verið í byrjunarliði AZ Alkmaar í mánuð þegar kom að leik AZ Alkmaar um þar síðustu helgi. Nú rétt rúmri viku síðar en hann heldur búinn að sýna mátt sinn og megin. Albert skoraði tvívegis í 3-0 sigri AZ Alkmaar á RKC Waalwijk í hollensku deildinni í gær en þetta var fyrsti sigur AZ í deildinni eftir fimm jafntefli í fyrstu fimm leikjunum. Albert skoraði þar með tvennu annan leikinn í röð því hann var líka með tvö mörk á móti króatíska liðinu HNK Rijeka í Evrópudeildinni í vikunni. Vikan hófst síðan með marki í 2-2 jafntefli á móti Den Haag í hollensku deildinni á sunnudaginn fyrir viku. Albert skoraði því fimm mörk á einni viku eftir að hafa skorað samtals tvö mörk á fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins. Hann hefur nú skorað 7 mörk í 8 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni. Það er ekkert skrýtið að Twitter-síða AZ Alkmaar tali um að hann sé brennandi heitur. On Fire Gudmundsson maakte in zijn laatste drie duels vijf goals.3 Games5 Goals#AZ #azrkc #Eredivisie #AG28 pic.twitter.com/f4sdV97Zkg— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert kom inn í byrjunarliðið á móti Den Haag eftir að hafa fengið aðeins tvær mínútur í Evrópudeildarleik á móti Napoli þremur dögum fyrr. Viku áður hafði Albert verið ónotaður varamaður í deildarleik á móti VVV-Venlo. Albert var í rauninni kominn á eftir hinum nítján ára Myron Boadu í goggunarröðinni þegar Boadu fékk kórónuveiruna. Hann missti af þremur leikjum en kom inn á sem varamaður um helgina. Albert greip hins vegar tækifærið þegar það gafst og það hjálpaði örugglega sjálfstraustinu hans að hafa spilað vel á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í lokaleiknum í síðasta landsleikjaglugga. Albert skoraði reyndar ekki mark í Laugardalnum en stóð sig vel. 90+1. GOOOAAAALLL! Gudmundsson: 3-0! Wijndal#azrkc #coybir pic.twitter.com/03UlKyNGsq— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert hefur skorað sjö mörk á leiktíðinni á 509 mínútum sem þýðir að hann hefur skorað mark á 73 mínútna fresti sem er frábær tölfræði. Íslenskt knattspyrnuáhugafólk hefur svolítið beðið eftir því að Albert springi út og vonandi hefur hann unnið sér inn reynslu og andlegan styrk til að byggja ofan á þessa viku og bæta við. Næst á dagskrá er Evrópudeildarleikur á móti Real Sociedad í Baskalöndum á fimmtudaginn kemur. Hollenski boltinn Tengdar fréttir Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson þakkaði félögum sínum fyrir góðar stoðsendingar í viðtali eftir flotta frammistöðu sína í gær. 30. október 2020 09:31 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
Vikan 25. október til 1. nóvember 2020 er örugglega vika sem íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson gleymir ekki í bráð. Albert Guðmundsson hafði ekki verið í byrjunarliði AZ Alkmaar í mánuð þegar kom að leik AZ Alkmaar um þar síðustu helgi. Nú rétt rúmri viku síðar en hann heldur búinn að sýna mátt sinn og megin. Albert skoraði tvívegis í 3-0 sigri AZ Alkmaar á RKC Waalwijk í hollensku deildinni í gær en þetta var fyrsti sigur AZ í deildinni eftir fimm jafntefli í fyrstu fimm leikjunum. Albert skoraði þar með tvennu annan leikinn í röð því hann var líka með tvö mörk á móti króatíska liðinu HNK Rijeka í Evrópudeildinni í vikunni. Vikan hófst síðan með marki í 2-2 jafntefli á móti Den Haag í hollensku deildinni á sunnudaginn fyrir viku. Albert skoraði því fimm mörk á einni viku eftir að hafa skorað samtals tvö mörk á fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins. Hann hefur nú skorað 7 mörk í 8 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni. Það er ekkert skrýtið að Twitter-síða AZ Alkmaar tali um að hann sé brennandi heitur. On Fire Gudmundsson maakte in zijn laatste drie duels vijf goals.3 Games5 Goals#AZ #azrkc #Eredivisie #AG28 pic.twitter.com/f4sdV97Zkg— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert kom inn í byrjunarliðið á móti Den Haag eftir að hafa fengið aðeins tvær mínútur í Evrópudeildarleik á móti Napoli þremur dögum fyrr. Viku áður hafði Albert verið ónotaður varamaður í deildarleik á móti VVV-Venlo. Albert var í rauninni kominn á eftir hinum nítján ára Myron Boadu í goggunarröðinni þegar Boadu fékk kórónuveiruna. Hann missti af þremur leikjum en kom inn á sem varamaður um helgina. Albert greip hins vegar tækifærið þegar það gafst og það hjálpaði örugglega sjálfstraustinu hans að hafa spilað vel á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í lokaleiknum í síðasta landsleikjaglugga. Albert skoraði reyndar ekki mark í Laugardalnum en stóð sig vel. 90+1. GOOOAAAALLL! Gudmundsson: 3-0! Wijndal#azrkc #coybir pic.twitter.com/03UlKyNGsq— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert hefur skorað sjö mörk á leiktíðinni á 509 mínútum sem þýðir að hann hefur skorað mark á 73 mínútna fresti sem er frábær tölfræði. Íslenskt knattspyrnuáhugafólk hefur svolítið beðið eftir því að Albert springi út og vonandi hefur hann unnið sér inn reynslu og andlegan styrk til að byggja ofan á þessa viku og bæta við. Næst á dagskrá er Evrópudeildarleikur á móti Real Sociedad í Baskalöndum á fimmtudaginn kemur.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson þakkaði félögum sínum fyrir góðar stoðsendingar í viðtali eftir flotta frammistöðu sína í gær. 30. október 2020 09:31 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31
Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30
Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson þakkaði félögum sínum fyrir góðar stoðsendingar í viðtali eftir flotta frammistöðu sína í gær. 30. október 2020 09:31
Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20
Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54