Flokkarnir fá tæpa þrjá milljarða úr ríkissjóði til eigin reksturs Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2020 12:12 Þingmenn hafa ákveðið að framlög til flokka sinna verði á næsta ári 728 milljónir króna. visir/vilhelm Þeir stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi, átta talsins, fá 728 milljónir úr ríkissjóði til að reka sig og sitt batterí á næsta ári. Á þessu kjörtímabili er það fé sem rennur beint til flokkanna tæpir þrír milljaðrar. Þetta kemur fram í Kjarnanum. „Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári,“ segir þar. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi munu flokkarnir skipta með sér rúmum 728 milljónum króna á árinu 2021, síðasta ári kjörtímabilsins en næstu alþingiskosningar eru í september að ári. Meintar andlýðræðislegar gripdeildir „Það er sama upphæð og áætlað er að stjórnmálaflokkarnir fái úr ríkissjóði í ár. Árið 2018, sem var fyrsta heila ár kjörtímabilsins, fengu þeir 648 milljónir króna og árið 2019 hæsta framlag sitt frá upphafi, 744 milljónir króna.“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans bendir á að þingmenn rifi hvergi seglin þegar framlög til þeirra sjálfra er um að ræða. Gunnar Smári segir að þetta sé andlýðræðislegt, mismunun sem stuðli að því að halda kerfinu lokuðu. Gunnar Smári Egilsson félagi í Sósíalistaflokknum, sem samkvæmt síðustu skoðanakönnun MMR er líklegt til að koma að fólki á þing eftir næstu kosningar segir þá sem þar skammta sér sjálfir fé spari sig ekki hvergi. „Þessar gripdeildir úr ríkissjóði eru framdir í nafni lýðræðis en eru í raun andlýðræðislegar. Framlög úr ríkissjóði styrkja stöðu elítunnar sem nær völdum í hverjum flokki, hún er ekki lengur háð félagsgjöldum eða framlögum almennra félaga. Og þingflokkarnir mæta til kosninga með fullar kistur fjár, fjölda fólks á launum, þeim framboðum sem vilja fella elítustjórnmálin.“ Versnandi staða ríkissjóðs skiptir engu máli Að sögn Gunnars Smára, en þessa skoðun tjáir hann á Facebook, hafa flokkarnir að auki komið því svo fyrir að ríkið borgar formönnum flokka laun og skaffar þeim aðstoðarmenn fyrir utan það aðstoðarfólk sem þingflokkar ráða. „Hvernig þeir fundu það út að það væri almennings að borga formönnum í stjórnmálaflokkum laun, það er ofar mannlegum skilningi.“ Eins og fram kemur í ítarlegri frétt Kjarnans um þetta mál var það svo að sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða. Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Þeir stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi, átta talsins, fá 728 milljónir úr ríkissjóði til að reka sig og sitt batterí á næsta ári. Á þessu kjörtímabili er það fé sem rennur beint til flokkanna tæpir þrír milljaðrar. Þetta kemur fram í Kjarnanum. „Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári,“ segir þar. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi munu flokkarnir skipta með sér rúmum 728 milljónum króna á árinu 2021, síðasta ári kjörtímabilsins en næstu alþingiskosningar eru í september að ári. Meintar andlýðræðislegar gripdeildir „Það er sama upphæð og áætlað er að stjórnmálaflokkarnir fái úr ríkissjóði í ár. Árið 2018, sem var fyrsta heila ár kjörtímabilsins, fengu þeir 648 milljónir króna og árið 2019 hæsta framlag sitt frá upphafi, 744 milljónir króna.“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans bendir á að þingmenn rifi hvergi seglin þegar framlög til þeirra sjálfra er um að ræða. Gunnar Smári segir að þetta sé andlýðræðislegt, mismunun sem stuðli að því að halda kerfinu lokuðu. Gunnar Smári Egilsson félagi í Sósíalistaflokknum, sem samkvæmt síðustu skoðanakönnun MMR er líklegt til að koma að fólki á þing eftir næstu kosningar segir þá sem þar skammta sér sjálfir fé spari sig ekki hvergi. „Þessar gripdeildir úr ríkissjóði eru framdir í nafni lýðræðis en eru í raun andlýðræðislegar. Framlög úr ríkissjóði styrkja stöðu elítunnar sem nær völdum í hverjum flokki, hún er ekki lengur háð félagsgjöldum eða framlögum almennra félaga. Og þingflokkarnir mæta til kosninga með fullar kistur fjár, fjölda fólks á launum, þeim framboðum sem vilja fella elítustjórnmálin.“ Versnandi staða ríkissjóðs skiptir engu máli Að sögn Gunnars Smára, en þessa skoðun tjáir hann á Facebook, hafa flokkarnir að auki komið því svo fyrir að ríkið borgar formönnum flokka laun og skaffar þeim aðstoðarmenn fyrir utan það aðstoðarfólk sem þingflokkar ráða. „Hvernig þeir fundu það út að það væri almennings að borga formönnum í stjórnmálaflokkum laun, það er ofar mannlegum skilningi.“ Eins og fram kemur í ítarlegri frétt Kjarnans um þetta mál var það svo að sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. „Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða. Versnandi staða ríkissjóðs, sem áætlað er að verði rekinn með 533 milljarða króna halla árin 2020 og 2021, hefur engin áhrif á áætluð framlög úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka á næsta ári.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira