Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 16:52 Frá smábátahöfninni í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Veita á innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti á Pólskri menningarhátíð í Reykjanesbæ sem hófst í gær og stendur til sunnudag. Hátíðin er haldin í þriðja sinn í ár en fimmtungur allra íbúa Reykjanesbæjar er af pólskum uppruna. Reykjanesbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Hátíðin í ár fer fram rafrænt, eins og gildir um svo margt á kórónuveirutímum. Viðburðurinn á þó að gleðja augu, eyru og maga að því er fram kemur á vefsíðu Reykjanesbæjar. „Ávallt hefur verið lögð rík áhersla á sjónlist, tónlist og matarupplifun. Sú áhersla heldur sér þó hátíðin sé með breyttu sniði í ár, eins og annað. Hún teygir sig yfir heila viku og verða allir viðburðir hátíðarinnar aðgengilegir á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins og vefsíðu viðburðarins.“ „Saman í krafti fjölbreytileikans“ er yfirskrift hátíðarinnar í ár enda sjaldan mikilvægara að standa saman. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um sveitarfélagið og njóta útiverunnar um leið og þeir skoða listsýningar sem verða í verslunargluggum á Hafnargötunni og sérstakt veggjalistarverk verður sett á vegginn aftan við gömlu sundhöllina. Á föstudagskvöldið verður hægt er að skella sér í bílabíó og njóta pólskrar kvikmyndamenningar. Fólk fær tækifæri til að læra að elda framandi mat og sérstök barnadagskrá verður á Facebook síðu Bókasafnsins. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér. Reykjanesbær Innflytjendamál Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Veita á innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti á Pólskri menningarhátíð í Reykjanesbæ sem hófst í gær og stendur til sunnudag. Hátíðin er haldin í þriðja sinn í ár en fimmtungur allra íbúa Reykjanesbæjar er af pólskum uppruna. Reykjanesbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Hátíðin í ár fer fram rafrænt, eins og gildir um svo margt á kórónuveirutímum. Viðburðurinn á þó að gleðja augu, eyru og maga að því er fram kemur á vefsíðu Reykjanesbæjar. „Ávallt hefur verið lögð rík áhersla á sjónlist, tónlist og matarupplifun. Sú áhersla heldur sér þó hátíðin sé með breyttu sniði í ár, eins og annað. Hún teygir sig yfir heila viku og verða allir viðburðir hátíðarinnar aðgengilegir á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins og vefsíðu viðburðarins.“ „Saman í krafti fjölbreytileikans“ er yfirskrift hátíðarinnar í ár enda sjaldan mikilvægara að standa saman. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um sveitarfélagið og njóta útiverunnar um leið og þeir skoða listsýningar sem verða í verslunargluggum á Hafnargötunni og sérstakt veggjalistarverk verður sett á vegginn aftan við gömlu sundhöllina. Á föstudagskvöldið verður hægt er að skella sér í bílabíó og njóta pólskrar kvikmyndamenningar. Fólk fær tækifæri til að læra að elda framandi mat og sérstök barnadagskrá verður á Facebook síðu Bókasafnsins. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.
Reykjanesbær Innflytjendamál Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira