Ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2020 23:01 Eiður Smári á hliðarlínunni í sumar. Hann mun stýra FH næstu tvö árin. Vísir/Hulda Knattspyrnudeild FH staðfesti fyrir helgi að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram aðalþjálfari liðsins næstu tvö árin. Ræddi hann við Rikka G fyrr í dag um ráðninguna en hann stýrði FH liðinu síðari hluta sumars með Loga Ólafssyni eftir að Ólafur Kristjánsson hélt til Danmerkur. Í spilaranum hér að neðan má sjá spjall þeirra Eiðs Smára og Rikka í heild sinni. „Ekkert þannig. Mér fannst þetta eðlileg þróun mála, þjálfaraferillinn ef við megum kalla þetta það. Fannst þetta eðlilegt skref, byrja hjá U21 árs landsliðinu og fá smá reynslu þar. Taka við þessu starfi í sumar – sem ég tel að hafi gengið nokkuð vel – og svo þróaðist þetta nokkuð hratt,“ sagði Eiður Smári aðspurður hvort það hafi önnur félög en FH komið til greina. Eiður Smári lék á sínum tíma undir stjórn Pep Guardiola, José Mourinho og Tony Pulis ásamt öðrum færum þjálfurum. „Það er ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH,“ var svarið er Eiður var spurður hvort það væri klásúla í samningnum sem gerði honum kleift að ræða við erlend lið ef það stæði til boða. Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára. „Auðvitað var ég spurður út í hugmyndina. Mér fannst það líka skemmtilegt. Davíð er með þetta FH DNA, þetta er í blóðinu hjá honum. Átti frábæran feril fyrir félagið, er leikjahæsti leikmaður þess ef ég man rétt og vann marga titla. Um leið og áhugi hans á þjálfun kviknaði held ég að félagið hafi verið með allar dyr opnar. Við veltum þessum fram og til baka, á endanum varð þetta niðurstaðan.“ Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn „Logi Ólafsson verður einnig inn í þjálfarateyminu, held að þetta sé bæði spennandi fyrir hann og okkur. Við erum þjálfarateymi, Hákon (Hallfreðsson) er fitness þjálfari, Fjalar Þorgeirsson markmannsþjálfari og svo kemur Davíð. Logi verður í sama hlutverki þegar kemur að þessu en kannski innan félagsins mun Logi mögulega líka taka að sér önnur hlutverk. Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn.“ „Auðvitað áttum við möguleika, þetta er aldrei búið fyrr en það er búið. Því miður fór sem fór og maður skilur aðstæður, held að engin ákvörðun hafi verið auðveld í þessu. Held að markmiðið hafi alltaf verið það að klára mótið. Við horfum frekar á árangurinn síðan við tókum við, held við höfum unnið tíu af 14 leikjum. Hvað okkur varðar vorum við sáttir með úrslitin og þróunina á liðinu. Ég get alveg viðurkennt það að Valur hefði alltaf unnið deildina og þeir áttu það skilið,“ sagði Eiður að endingu. Klippa: Ætlum okkur að vera í toppbaráttunni Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira
Knattspyrnudeild FH staðfesti fyrir helgi að Eiður Smári Guðjohnsen yrði áfram aðalþjálfari liðsins næstu tvö árin. Ræddi hann við Rikka G fyrr í dag um ráðninguna en hann stýrði FH liðinu síðari hluta sumars með Loga Ólafssyni eftir að Ólafur Kristjánsson hélt til Danmerkur. Í spilaranum hér að neðan má sjá spjall þeirra Eiðs Smára og Rikka í heild sinni. „Ekkert þannig. Mér fannst þetta eðlileg þróun mála, þjálfaraferillinn ef við megum kalla þetta það. Fannst þetta eðlilegt skref, byrja hjá U21 árs landsliðinu og fá smá reynslu þar. Taka við þessu starfi í sumar – sem ég tel að hafi gengið nokkuð vel – og svo þróaðist þetta nokkuð hratt,“ sagði Eiður Smári aðspurður hvort það hafi önnur félög en FH komið til greina. Eiður Smári lék á sínum tíma undir stjórn Pep Guardiola, José Mourinho og Tony Pulis ásamt öðrum færum þjálfurum. „Það er ekki efst í huga að hugsa um næstu skref þegar ég er nýbúinn að semja við FH,“ var svarið er Eiður var spurður hvort það væri klásúla í samningnum sem gerði honum kleift að ræða við erlend lið ef það stæði til boða. Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH, verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára. „Auðvitað var ég spurður út í hugmyndina. Mér fannst það líka skemmtilegt. Davíð er með þetta FH DNA, þetta er í blóðinu hjá honum. Átti frábæran feril fyrir félagið, er leikjahæsti leikmaður þess ef ég man rétt og vann marga titla. Um leið og áhugi hans á þjálfun kviknaði held ég að félagið hafi verið með allar dyr opnar. Við veltum þessum fram og til baka, á endanum varð þetta niðurstaðan.“ Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn „Logi Ólafsson verður einnig inn í þjálfarateyminu, held að þetta sé bæði spennandi fyrir hann og okkur. Við erum þjálfarateymi, Hákon (Hallfreðsson) er fitness þjálfari, Fjalar Þorgeirsson markmannsþjálfari og svo kemur Davíð. Logi verður í sama hlutverki þegar kemur að þessu en kannski innan félagsins mun Logi mögulega líka taka að sér önnur hlutverk. Það ýtir enginn Loga Ólafssyni út í horn.“ „Auðvitað áttum við möguleika, þetta er aldrei búið fyrr en það er búið. Því miður fór sem fór og maður skilur aðstæður, held að engin ákvörðun hafi verið auðveld í þessu. Held að markmiðið hafi alltaf verið það að klára mótið. Við horfum frekar á árangurinn síðan við tókum við, held við höfum unnið tíu af 14 leikjum. Hvað okkur varðar vorum við sáttir með úrslitin og þróunina á liðinu. Ég get alveg viðurkennt það að Valur hefði alltaf unnið deildina og þeir áttu það skilið,“ sagði Eiður að endingu. Klippa: Ætlum okkur að vera í toppbaráttunni
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ Sjá meira