COVID-19: Íslendingum þakkað rausnarlegt framlag til Malaví Heimsljós 10. nóvember 2020 14:25 Ljósmynd frá Malaví WFP/Badre Bahaji „Heimsfaraldurinn hefur þegar haft mikil óbein áhrif á íbúa þróunarríkja og okkur rennur blóðið til skyldunnar að styðja við Malaví í baráttunni gegn afleiðingum farsóttarinnar, sem er elsta samstarfsríki okkar í þróunarsamvinnu og eitt fátækasta ríki heims. Framlagið er hluti af stærra viðbragði ráðuneytisins við faraldrinum sem ráðstafað er til alþjóðlegra samstarfsstofnana,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) birti frétt í gær þar sem fagnað er rausnarlegu framlagi Íslands til að greiða fyrir ýmiss konar aðkeypt hjálpargögn til Malaví vegna COVID-19 og tryggja skilvirka dreifingu þeirra um landið. Utanríkisráðuneytið ráðstafaði 27 milljónum íslenskra króna til WFP á grundvelli samtarfssamnings við ríkisstjórn Malaví og Logistics Cluster en það er alþjóðleg stofnun sem sérhæfir sig í dreifingu hjálpargagna í mannúðarskyni. Með framlaginu verður unnt að fjölga heilsugæslustöðvum á landamærum og innan héraða. Einnig verður fjármagninu varið til dreifingar á hjálpargögnum í afskekktum héruðum og svæðum þar sem matvæli eru af skornum skammti. Í þriðja lagi nýtist framlagið til þess að byggja upp getu innan stjórnkerfisins til þess að bregðast betur við hamförum og neyðartilvikum. „Ég þakka Íslandi fyrir þetta framlag sem berst á hárréttum tíma. Það greiðir fyrir afhendingu lífsnauðsynlegrar aðstoðar við fólk í neyð, sérstaklega til þess að bregðast við COVID-19 heimsfaraldrinum. Þegar þjóðir eru vel undirbúnar er hægt að afstýra stigmögnun hamfara og áhrif neyðarástandsins verða minni,“ segir Marco Cavalcante, starfandi framkvæmdastjóri WFP í Malaví. Í fréttinni er haft eftir Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanni sendiráðsins í Lilongwe að íslensk stjórnvöld séu ánægð með að taka höndum saman við ríkisstjórn Malaví og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna til þess að bregðast við þörfum íbúa Malaví á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. „Ríkisstjórn Malaví, WFP og Logistics Cluster vinna saman að því að tryggja á réttum tíma óslitið framboð lífsnauðsynlegra hjálpargagna og dreifingu þeirra til viðkomandi samfélaga,“ segir í fréttinni. Þar segir enn fremur að með samstarfinu auðveldi þessir aðilar áframhaldandi neyðarviðbrögð vegna COVID-19 til að byggja upp þol gegn heimsfaraldrinum. Enn fremur sé tryggð nauðsynleg dreifing hjálpargagna á þeim mánuðum sem nú fara í hönd í Malaví og einkennast jafnan af matarskorti. Í sameiginlegu átaki er verið að koma á fót samhæfingarmiðstöðvum flutninga í tveimur stærstu borgum Malaví, Lilongwe og Blantyre, til að geta veitt nauðsynlega aðstoð og tryggt upplýsingagjöf um þjónustuna. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Programme, WFP) er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð og hlaut á dögunum friðarverðlaun Nóbels. Malaví er elsta samstarfsland Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Á síðasta ári voru þrjátíu ár liðin frá upphafi samstarfsins. Frétt WFP Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent
„Heimsfaraldurinn hefur þegar haft mikil óbein áhrif á íbúa þróunarríkja og okkur rennur blóðið til skyldunnar að styðja við Malaví í baráttunni gegn afleiðingum farsóttarinnar, sem er elsta samstarfsríki okkar í þróunarsamvinnu og eitt fátækasta ríki heims. Framlagið er hluti af stærra viðbragði ráðuneytisins við faraldrinum sem ráðstafað er til alþjóðlegra samstarfsstofnana,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) birti frétt í gær þar sem fagnað er rausnarlegu framlagi Íslands til að greiða fyrir ýmiss konar aðkeypt hjálpargögn til Malaví vegna COVID-19 og tryggja skilvirka dreifingu þeirra um landið. Utanríkisráðuneytið ráðstafaði 27 milljónum íslenskra króna til WFP á grundvelli samtarfssamnings við ríkisstjórn Malaví og Logistics Cluster en það er alþjóðleg stofnun sem sérhæfir sig í dreifingu hjálpargagna í mannúðarskyni. Með framlaginu verður unnt að fjölga heilsugæslustöðvum á landamærum og innan héraða. Einnig verður fjármagninu varið til dreifingar á hjálpargögnum í afskekktum héruðum og svæðum þar sem matvæli eru af skornum skammti. Í þriðja lagi nýtist framlagið til þess að byggja upp getu innan stjórnkerfisins til þess að bregðast betur við hamförum og neyðartilvikum. „Ég þakka Íslandi fyrir þetta framlag sem berst á hárréttum tíma. Það greiðir fyrir afhendingu lífsnauðsynlegrar aðstoðar við fólk í neyð, sérstaklega til þess að bregðast við COVID-19 heimsfaraldrinum. Þegar þjóðir eru vel undirbúnar er hægt að afstýra stigmögnun hamfara og áhrif neyðarástandsins verða minni,“ segir Marco Cavalcante, starfandi framkvæmdastjóri WFP í Malaví. Í fréttinni er haft eftir Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanni sendiráðsins í Lilongwe að íslensk stjórnvöld séu ánægð með að taka höndum saman við ríkisstjórn Malaví og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna til þess að bregðast við þörfum íbúa Malaví á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. „Ríkisstjórn Malaví, WFP og Logistics Cluster vinna saman að því að tryggja á réttum tíma óslitið framboð lífsnauðsynlegra hjálpargagna og dreifingu þeirra til viðkomandi samfélaga,“ segir í fréttinni. Þar segir enn fremur að með samstarfinu auðveldi þessir aðilar áframhaldandi neyðarviðbrögð vegna COVID-19 til að byggja upp þol gegn heimsfaraldrinum. Enn fremur sé tryggð nauðsynleg dreifing hjálpargagna á þeim mánuðum sem nú fara í hönd í Malaví og einkennast jafnan af matarskorti. Í sameiginlegu átaki er verið að koma á fót samhæfingarmiðstöðvum flutninga í tveimur stærstu borgum Malaví, Lilongwe og Blantyre, til að geta veitt nauðsynlega aðstoð og tryggt upplýsingagjöf um þjónustuna. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Programme, WFP) er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð og hlaut á dögunum friðarverðlaun Nóbels. Malaví er elsta samstarfsland Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. Á síðasta ári voru þrjátíu ár liðin frá upphafi samstarfsins. Frétt WFP Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent