Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2020 17:25 Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi en ekki hafa jafn fáir greinst með veiruna og í gær síðan 14. september. „Hægt og bítandi er þetta að fara niður. Þetta gengur ekkert voðalega hratt en við bjuggumst svo sem ekkert við því endilega en þetta er bara ánægjulegt. Sérstaklega í ljósi þess að það var tekið mikið af sýnum í gær og það verður að túlka það líka þannig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði í vikunni og telur að fara þurfi hægt í að aflétta takmörkunum.Vísir/Egill Þær sóttvarnaraðgerðir sem nú eru í gildi gilda fram í næstu viku. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á næstu dögum þar sem hann leggur til framhald aðgerða. „Þá held ég að við þurfum að fara hægt í þetta og ná að halda árangrinum góðum heldur en þurfa að fara of hratt og þurfa að bakka aftur og ég held að það sé allra hagur að gera það þannig.“ Einn lést á Landspítalanum í gær vegna Covid-19 en fjórtán hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Níu karlar og fimm konur. Meðalaldur þeirra sem hafa látist er 88 ár en einn var á áttræðisaldri, átta á níræðisaldri og fimm á tíræðisaldri. Í þessari þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fjórtán látist.Grafík/Hafsteinn Sóttvarnalæknir segir ellefu andlátanna tengjast hópsýkingunni á Landakoti og að talið sé að rekja megi um tvö hundruð smit til hennar. Einhvern tíma til viðbótar taki að sjá fyrir endann á hópsýkingunni. „Við erum að tala hér um eldri einstaklinga sem að yfirleitt þola þessa sýkingu miklu verr heldur en yngra fólk þannig að það er eitthvað svolítið í land með að við sjáum alveg fyrir endann og hvernig þessi hópsýking er saman sett.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi en ekki hafa jafn fáir greinst með veiruna og í gær síðan 14. september. „Hægt og bítandi er þetta að fara niður. Þetta gengur ekkert voðalega hratt en við bjuggumst svo sem ekkert við því endilega en þetta er bara ánægjulegt. Sérstaklega í ljósi þess að það var tekið mikið af sýnum í gær og það verður að túlka það líka þannig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði í vikunni og telur að fara þurfi hægt í að aflétta takmörkunum.Vísir/Egill Þær sóttvarnaraðgerðir sem nú eru í gildi gilda fram í næstu viku. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á næstu dögum þar sem hann leggur til framhald aðgerða. „Þá held ég að við þurfum að fara hægt í þetta og ná að halda árangrinum góðum heldur en þurfa að fara of hratt og þurfa að bakka aftur og ég held að það sé allra hagur að gera það þannig.“ Einn lést á Landspítalanum í gær vegna Covid-19 en fjórtán hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Níu karlar og fimm konur. Meðalaldur þeirra sem hafa látist er 88 ár en einn var á áttræðisaldri, átta á níræðisaldri og fimm á tíræðisaldri. Í þessari þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fjórtán látist.Grafík/Hafsteinn Sóttvarnalæknir segir ellefu andlátanna tengjast hópsýkingunni á Landakoti og að talið sé að rekja megi um tvö hundruð smit til hennar. Einhvern tíma til viðbótar taki að sjá fyrir endann á hópsýkingunni. „Við erum að tala hér um eldri einstaklinga sem að yfirleitt þola þessa sýkingu miklu verr heldur en yngra fólk þannig að það er eitthvað svolítið í land með að við sjáum alveg fyrir endann og hvernig þessi hópsýking er saman sett.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58