Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 12:28 Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu bóluefna sem eru á lokastigi prófana. Niðurstöður sem birtar voru í fyrradag benda til þess að efnið veiti 90% vörn gegn veirunni. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19, með möguleika á 100 milljón skömmtum til viðbótar. Íslandi er tryggður sami aðgangur og aðildarríkjum ESB að bóluefnum sem sambandið semur um. Aðgengi Íslands að bóluefninu hefur þar með verið tryggt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og vísað í tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB um undirritun samningsins. Í síðarnefndu tilkynningunni segir að aðildarríki ESB geti ráðstafað bóluefninu sem þau fá úthlutað eins og þau vilja; gefið það fátækari ríkjum eða öðrum Evrópuríkjum. Evrópusambandið hefur þegar undirritað samninga um kaup og framleiðslu á bóluefni við lyfjafyrirtækin AstraZeneca, Sanofi-GSK og Janssen Pharmaceutica NV. Þá sé „árangursríkum viðræðum“ við lyfjafyrirtækin CureVac og Moderna einnig lokið. „Þetta fjölbreytta litróf bóluefna mun tryggja það að Evrópa verði vel undirbúin fyrir bólusetningu þegar sannreynt er að bóluefnin séu örugg og virki sem skyldi,“ segir í tilkynningu. „Frábærar fréttir!“ Heimsbyggðin tók sannkallað viðbragð þegar tilkynnt var í fyrradag að lyfjafyrirtækið Pfizer, ásamt fyrirtækinu BioNTech, hefði þróað bóluefni með 90 prósent virkni, sem var fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Þá bendi flest til þess að efnið sé öruggt. Komið hefur fram að allt kapp verði lagt á að koma efninu á markað eins fljótt og hægt er. Þannig mun Pfizer sækja um neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Horft hefur verið til þess að það verði gert strax um áramótin, sem Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur líklegt að gangi eftir. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi Bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ sagði Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í færslu á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu að undirritun samningsins í dag séu frábærar fréttir. Svandís sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld hér á landi verði tilbúin fyrir bólusetningu gegn kórónuveirunni í byrjun næsta árs. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til þess að bólusetning geti hafist þá, reynist bóluefnið öruggt. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Evrópusambandið Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01 Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00 Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19, með möguleika á 100 milljón skömmtum til viðbótar. Íslandi er tryggður sami aðgangur og aðildarríkjum ESB að bóluefnum sem sambandið semur um. Aðgengi Íslands að bóluefninu hefur þar með verið tryggt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og vísað í tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB um undirritun samningsins. Í síðarnefndu tilkynningunni segir að aðildarríki ESB geti ráðstafað bóluefninu sem þau fá úthlutað eins og þau vilja; gefið það fátækari ríkjum eða öðrum Evrópuríkjum. Evrópusambandið hefur þegar undirritað samninga um kaup og framleiðslu á bóluefni við lyfjafyrirtækin AstraZeneca, Sanofi-GSK og Janssen Pharmaceutica NV. Þá sé „árangursríkum viðræðum“ við lyfjafyrirtækin CureVac og Moderna einnig lokið. „Þetta fjölbreytta litróf bóluefna mun tryggja það að Evrópa verði vel undirbúin fyrir bólusetningu þegar sannreynt er að bóluefnin séu örugg og virki sem skyldi,“ segir í tilkynningu. „Frábærar fréttir!“ Heimsbyggðin tók sannkallað viðbragð þegar tilkynnt var í fyrradag að lyfjafyrirtækið Pfizer, ásamt fyrirtækinu BioNTech, hefði þróað bóluefni með 90 prósent virkni, sem var fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Þá bendi flest til þess að efnið sé öruggt. Komið hefur fram að allt kapp verði lagt á að koma efninu á markað eins fljótt og hægt er. Þannig mun Pfizer sækja um neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Horft hefur verið til þess að það verði gert strax um áramótin, sem Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur líklegt að gangi eftir. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi Bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ sagði Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í færslu á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu að undirritun samningsins í dag séu frábærar fréttir. Svandís sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld hér á landi verði tilbúin fyrir bólusetningu gegn kórónuveirunni í byrjun næsta árs. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til þess að bólusetning geti hafist þá, reynist bóluefnið öruggt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Evrópusambandið Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01 Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00 Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51
Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01
Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00
Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels