Aron Einar: Ekki „síðasti dansinn“ hjá íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 16:21 Aron Einar Gunnarsson tók niður grímuna þegar hann svaraði spurningum blaðamanna. Skjámynd/Vísir Landsliðsþjálfarinn Eirk Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sögðu ekkert til í því að stór hluti íslensku landsliðsmannanna muni leggja skóna á hilluna eftir þetta landsliðsverkefni komist íslenska liðið ekki á Evrópumótið næsta sumar. Ungverskur blaðamaður spurði Erik Hamrén og Aron Einar á blaðamannafundi í dag hvort það væri rétt sem hann hefði heyrt að eldri leikmenn íslenska liðsins myndu mögulega hætta að spila með landsliðinu mistakist liðinu að koma á EM. Ungverjinn vildi fá að vita hvort þetta væri mögulegur svanasöngur íslensku gullkynslóðarinnar. Aron Einar hafnaði því og segir að Ísland þurfi á öllum leikmönnum að halda. Liðið hafi gert frábæra hluti og vilji komast á þriðja stórmótið í röð. Segir að tími ungu leikmannanna komi. Aron lítur ekki á þetta sem síðasta dans gullkynslóðarinnar, það setji of mikla pressu á liðið. „Þetta er auðvelt svar. Við erum hvergi nærri hættir. Við höfum gert góða hluti með því að komast á tvö stórmót í röð og erum að reyna að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það yrði frábært afrek. Það undir okkur komið að hjálpa ungu kynslóðinni að læra á hlutina og það sem við leggjum alltaf upp með sem er vinnusemi og samheldni. Ég lít ekki á þetta sem síðasti dansinn því það myndi setja alltof mikla pressu á okkur. Við erum miklu frekar að hugsa um hversu mikið afrek það yrði að komast á þriðja stórmótið í röð,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Hamrén sagði að fámennar þjóðir eigi erfitt með að halda alltaf úti góðu liði. Hann segir að yngri landslið Íslands séu góð og hrósar starfinu þar. Hamrén segir að leikmenn Íslands séu enn hungraðir og aldurinn skiptir engu máli í því samhengi. „Það munu kannski einhverjir leikmenn hætta eins og gengur og gerist. Það sem ég hef lært af þessum leikmönnum er að þeir eru ennþá hungraðir í árangur. Ef þú ert hungraður þá skiptir aldurinn engu máli. Þú getur verið ungur og ekki hungraður en þú getur líka verið gamall og enn mjög hungraður. Þessir strákar eru hungraðir,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Eirk Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sögðu ekkert til í því að stór hluti íslensku landsliðsmannanna muni leggja skóna á hilluna eftir þetta landsliðsverkefni komist íslenska liðið ekki á Evrópumótið næsta sumar. Ungverskur blaðamaður spurði Erik Hamrén og Aron Einar á blaðamannafundi í dag hvort það væri rétt sem hann hefði heyrt að eldri leikmenn íslenska liðsins myndu mögulega hætta að spila með landsliðinu mistakist liðinu að koma á EM. Ungverjinn vildi fá að vita hvort þetta væri mögulegur svanasöngur íslensku gullkynslóðarinnar. Aron Einar hafnaði því og segir að Ísland þurfi á öllum leikmönnum að halda. Liðið hafi gert frábæra hluti og vilji komast á þriðja stórmótið í röð. Segir að tími ungu leikmannanna komi. Aron lítur ekki á þetta sem síðasta dans gullkynslóðarinnar, það setji of mikla pressu á liðið. „Þetta er auðvelt svar. Við erum hvergi nærri hættir. Við höfum gert góða hluti með því að komast á tvö stórmót í röð og erum að reyna að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það yrði frábært afrek. Það undir okkur komið að hjálpa ungu kynslóðinni að læra á hlutina og það sem við leggjum alltaf upp með sem er vinnusemi og samheldni. Ég lít ekki á þetta sem síðasti dansinn því það myndi setja alltof mikla pressu á okkur. Við erum miklu frekar að hugsa um hversu mikið afrek það yrði að komast á þriðja stórmótið í röð,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Hamrén sagði að fámennar þjóðir eigi erfitt með að halda alltaf úti góðu liði. Hann segir að yngri landslið Íslands séu góð og hrósar starfinu þar. Hamrén segir að leikmenn Íslands séu enn hungraðir og aldurinn skiptir engu máli í því samhengi. „Það munu kannski einhverjir leikmenn hætta eins og gengur og gerist. Það sem ég hef lært af þessum leikmönnum er að þeir eru ennþá hungraðir í árangur. Ef þú ert hungraður þá skiptir aldurinn engu máli. Þú getur verið ungur og ekki hungraður en þú getur líka verið gamall og enn mjög hungraður. Þessir strákar eru hungraðir,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira