Hlýnun lengir líf fellibylja yfir landi Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 23:30 Fellibylurinn Flórens yfir Norður-Atlantshafi í september árið 2018 eins og hann kom fyrir sjónir geimfara um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. AP/Alexander Gerst/ESA/NASA Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. Því hefur lengi verið spáð að fellibyljir gætu orðið öflugri eftir því sem höfin hlýna vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Hlýindin gefa byljunum meiri orku þegar þeir myndast sem gerir þeim kleift að verða enn öflugri en ella. Þessi viðbótarorka er einnig talin ástæða þess að fellibyljir missa afl hægar þegar þeir ganga á land nú en áður. Það er niðurstaða tveggja vísindamanna sem fóru yfir gögn um 71 Atlantshafsfellibyl sem gengið hefur á á land frá 1967. Þeir birtu grein um niðurstöður sínar í vísindaritinu Nature í dag. Hiti og raki yfir sjó knýr fellibylji áfram. Þegar þeir ganga á land rofna tengslin við orkuuppsprettuna og því þverr þeim afl tiltölulega fljótt. Pinaki Chakraborty frá Vísinda- og tæknistofnun Okinawa í Japan sem er annar höfundur greinarinnar segist ekki hafa átt von á að þetta breyttist þrátt fyrir hnattræna hlýnun. Niðurstöðurnar komu honum á óvart. Á sjötta áratug síðustu aldar misstu fellibyljir um tvo þriðju hluta vindstyrks síns á fyrstu sautján klukkustundunum eftir að þeir gengu á land. Nú tekur það almennt um 33 klukkustundir fyrir byljina að missa svo mikinn vindstyrk. „Fyrir Norður-Atlantshafsfellibylji sem ganga á land hefur tímarammi hnignunar næstum því tvöfaldast á undanförnum fimmtíu árum,“ segir Chakraborty sem telur þetta gríðarlega breytingu. Hjón virða fyrir sér flóð og eyðileggingu eftir fellibylinn Flórens í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum árið 2018. Þess má vænta að fellibyljir verði skeinuhættari á landi eftir því sem loft og haf hlýnar vegna athafna manna.AP/David Goldman Aukinn raki eins og varaeldsneytistankur Ástæðuna fyrir því að fellibyljirnir halda afli sínu lengur yfir landi nú telja vísindamennirnir aukinn raka sem þeir bera með sér en hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Þessi raki virkar eins og varaeldsneytistankur fyrir fellibyljina þegar þeir eru komnir upp á land, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Niðurstöðurnar þýða að eftir því sem hlýnar á jörðinni verði fellibyljir líklega langlífari og kröftugri þegar þeir ganga á land en áður. Þeim gæti því fylgt enn meiri hamfarir en áður. Jim Kossin, loftslags- og fellibyljasérfræðingur hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) segir AP-fréttastofunni að það sé merk uppgötvun hjá Chakraborty og Lin Li, meðhöfundi hans, að hafa komið auga á fylgnina á milli hlýinda í sjó og styrk fellibylja yfir landi. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Aðrar rannsóknir, meðal annars sem Kossin var höfundur að, hafa áður sýnt að fellibyljir í hitabeltinu fari nú hægar yfir en áður, beri meiri raka, þeir færist nær pólunum og þeir séu að verða öflugri á hlýnandi jörðu. Fellibyljatímabilið á Norður-Atlantshafi í haust hefur verið sérstaklega virkt. Met var slegið yfir fjölda lægða sem er gefinn nafn. Þurftu veðurfræðingar að grípa til gríska stafrófsins eftir að fyrirframákveðinn listi nafngifta var að þrotum. Fellibylurinn Þeta var 29 lægðin sem myndaðist á þessu tímabili en þær voru mest 28 árið 2005. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fellibylurinn Eta herjar á íbúa í Mið-Ameríku Fellibylurinn Eta gekk á land í Níkaragva í gær þar sem gríðarlegt úrhelli og miklir vindar hafa herjað á íbúa. 4. nóvember 2020 13:24 Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26 Leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið Það verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt í dag, þó allt að tíu metrar á sekúndu norðvestantil. 26. október 2020 06:45 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Sjá meira
Fellibyljir í Norður-Atlantshafi eru tvöfalt lengur missa afl sitt eftir að þeir ganga á land en fyrir fimmtíu árum vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þannig eru þeir nú færir um að valda enn meiri eyðileggingu á landi en áður. Því hefur lengi verið spáð að fellibyljir gætu orðið öflugri eftir því sem höfin hlýna vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Hlýindin gefa byljunum meiri orku þegar þeir myndast sem gerir þeim kleift að verða enn öflugri en ella. Þessi viðbótarorka er einnig talin ástæða þess að fellibyljir missa afl hægar þegar þeir ganga á land nú en áður. Það er niðurstaða tveggja vísindamanna sem fóru yfir gögn um 71 Atlantshafsfellibyl sem gengið hefur á á land frá 1967. Þeir birtu grein um niðurstöður sínar í vísindaritinu Nature í dag. Hiti og raki yfir sjó knýr fellibylji áfram. Þegar þeir ganga á land rofna tengslin við orkuuppsprettuna og því þverr þeim afl tiltölulega fljótt. Pinaki Chakraborty frá Vísinda- og tæknistofnun Okinawa í Japan sem er annar höfundur greinarinnar segist ekki hafa átt von á að þetta breyttist þrátt fyrir hnattræna hlýnun. Niðurstöðurnar komu honum á óvart. Á sjötta áratug síðustu aldar misstu fellibyljir um tvo þriðju hluta vindstyrks síns á fyrstu sautján klukkustundunum eftir að þeir gengu á land. Nú tekur það almennt um 33 klukkustundir fyrir byljina að missa svo mikinn vindstyrk. „Fyrir Norður-Atlantshafsfellibylji sem ganga á land hefur tímarammi hnignunar næstum því tvöfaldast á undanförnum fimmtíu árum,“ segir Chakraborty sem telur þetta gríðarlega breytingu. Hjón virða fyrir sér flóð og eyðileggingu eftir fellibylinn Flórens í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum árið 2018. Þess má vænta að fellibyljir verði skeinuhættari á landi eftir því sem loft og haf hlýnar vegna athafna manna.AP/David Goldman Aukinn raki eins og varaeldsneytistankur Ástæðuna fyrir því að fellibyljirnir halda afli sínu lengur yfir landi nú telja vísindamennirnir aukinn raka sem þeir bera með sér en hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Þessi raki virkar eins og varaeldsneytistankur fyrir fellibyljina þegar þeir eru komnir upp á land, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Niðurstöðurnar þýða að eftir því sem hlýnar á jörðinni verði fellibyljir líklega langlífari og kröftugri þegar þeir ganga á land en áður. Þeim gæti því fylgt enn meiri hamfarir en áður. Jim Kossin, loftslags- og fellibyljasérfræðingur hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) segir AP-fréttastofunni að það sé merk uppgötvun hjá Chakraborty og Lin Li, meðhöfundi hans, að hafa komið auga á fylgnina á milli hlýinda í sjó og styrk fellibylja yfir landi. Hann kom ekki nálægt rannsókninni. Aðrar rannsóknir, meðal annars sem Kossin var höfundur að, hafa áður sýnt að fellibyljir í hitabeltinu fari nú hægar yfir en áður, beri meiri raka, þeir færist nær pólunum og þeir séu að verða öflugri á hlýnandi jörðu. Fellibyljatímabilið á Norður-Atlantshafi í haust hefur verið sérstaklega virkt. Met var slegið yfir fjölda lægða sem er gefinn nafn. Þurftu veðurfræðingar að grípa til gríska stafrófsins eftir að fyrirframákveðinn listi nafngifta var að þrotum. Fellibylurinn Þeta var 29 lægðin sem myndaðist á þessu tímabili en þær voru mest 28 árið 2005.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fellibylurinn Eta herjar á íbúa í Mið-Ameríku Fellibylurinn Eta gekk á land í Níkaragva í gær þar sem gríðarlegt úrhelli og miklir vindar hafa herjað á íbúa. 4. nóvember 2020 13:24 Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26 Leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið Það verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt í dag, þó allt að tíu metrar á sekúndu norðvestantil. 26. október 2020 06:45 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Sjá meira
Fellibylurinn Eta herjar á íbúa í Mið-Ameríku Fellibylurinn Eta gekk á land í Níkaragva í gær þar sem gríðarlegt úrhelli og miklir vindar hafa herjað á íbúa. 4. nóvember 2020 13:24
Fimmtíu látin eftir aurskriður vegna Eta Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir að hafa orðið undir í aurskriðum í Gvatemala. Aurskriðurnar féllu eftir að óveðrið Eta, sem áður var skilgreint sem fellibylur, gekk yfir landið. 6. nóvember 2020 08:26
Leifar fellibylsins Epsilon nálgast landið Það verður fremur hæg austlæg eða norðaustlæg átt í dag, þó allt að tíu metrar á sekúndu norðvestantil. 26. október 2020 06:45