Sara er komin í WIT liðið: Annar stóri samningurinn á COVID ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 09:01 Sara Sigmundsdóttir hristi af sér kuldann í myndatökunni við Reykjanesvita. WIT Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sagði frá því í gærkvöldi að hún væri búin að ganga frá nýjum samningi við bandarískan íþróttavöruframleiðanda. Sara Sigmundsdóttir náði ekki að komast í gegnum heimsleikamúrinn sinn á árinu 2020 sem voru vissulega mikil vonbrigði en hún ætlar sér áfram stóra hluti í CrossFit íþróttinni. Fólk út í heimi hefur líka trú á henni því Sara hefur náð að gera tvo risasamninga síðan að kórónuveiran tók yfir heiminn. Sara sagði frá sögulegum samningi sínum við Volkswagen í vor en í gær opinberaði hún nýjan margra ára samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann WIT. Sara birti einnig nýtt auglýsingamyndaband með sér sem var bæði tekið upp við Reykjanesvita sem og í Simmagym. Það hefur örugglega verið kalt að taka upp þessar myndir við öldurótið hjá Valahnúk en Sara lét sig hafa það henda mikið hörkutól. Sara mun fá sína eigin íþróttavörulínu hjá WIT sem heitir Ægir Collection. „Ég hef verið aðdáandi WIT síðan ég uppgötvaði vörurnar þerra en fyrr í dag þá skrifaði ég undir margra ára samning við þá,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. „Ég tengdi strax við vörumerkið þegar ég heyrði söguna á bak við það og þegar ég vissi hversu ákveðin þau eru. Þau bókstaflega standa fyrir það að ‚gera allt sem til þarf' og ég held mikið upp á merkið þeirra sem er rúnatákn sem táknar styrk. Það er þessa vegna sem ég ákvað að ganga til liðs við þau,“ skrifaði Sara meðal annars á Instagram síðu sína en það má sjá tilkynningu hennar og myndbandið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, segir í sinni færslu að mikið hafi gengið á síðasta mánuðinn með samningaviðræðum, myndatökum og öðru en margt hafi þurft að klára á síðustu stundu. „Þessi samningur þýðir ekki aðeins að Sara er orðinn alþjóðlegur sendiherra WIT vörumerkisins heldur fær hún einnig sína eigin sérhannaða vörulínu sem et eitthvað sem Sara hefur haft mikla ástríðu fyrir,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sagði frá því í gærkvöldi að hún væri búin að ganga frá nýjum samningi við bandarískan íþróttavöruframleiðanda. Sara Sigmundsdóttir náði ekki að komast í gegnum heimsleikamúrinn sinn á árinu 2020 sem voru vissulega mikil vonbrigði en hún ætlar sér áfram stóra hluti í CrossFit íþróttinni. Fólk út í heimi hefur líka trú á henni því Sara hefur náð að gera tvo risasamninga síðan að kórónuveiran tók yfir heiminn. Sara sagði frá sögulegum samningi sínum við Volkswagen í vor en í gær opinberaði hún nýjan margra ára samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann WIT. Sara birti einnig nýtt auglýsingamyndaband með sér sem var bæði tekið upp við Reykjanesvita sem og í Simmagym. Það hefur örugglega verið kalt að taka upp þessar myndir við öldurótið hjá Valahnúk en Sara lét sig hafa það henda mikið hörkutól. Sara mun fá sína eigin íþróttavörulínu hjá WIT sem heitir Ægir Collection. „Ég hef verið aðdáandi WIT síðan ég uppgötvaði vörurnar þerra en fyrr í dag þá skrifaði ég undir margra ára samning við þá,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. „Ég tengdi strax við vörumerkið þegar ég heyrði söguna á bak við það og þegar ég vissi hversu ákveðin þau eru. Þau bókstaflega standa fyrir það að ‚gera allt sem til þarf' og ég held mikið upp á merkið þeirra sem er rúnatákn sem táknar styrk. Það er þessa vegna sem ég ákvað að ganga til liðs við þau,“ skrifaði Sara meðal annars á Instagram síðu sína en það má sjá tilkynningu hennar og myndbandið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, segir í sinni færslu að mikið hafi gengið á síðasta mánuðinn með samningaviðræðum, myndatökum og öðru en margt hafi þurft að klára á síðustu stundu. „Þessi samningur þýðir ekki aðeins að Sara er orðinn alþjóðlegur sendiherra WIT vörumerkisins heldur fær hún einnig sína eigin sérhannaða vörulínu sem et eitthvað sem Sara hefur haft mikla ástríðu fyrir,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum