Bein útsending frá leikjum dagsins í Þjóðadeildinni: Dregur nær úrslitastundu Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2020 19:05 Sergio Ramos og félagar í spænska landsliðinu eru í baráttu um að komast í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Getty/Dean Mouhtaropoulos Níu leikir eru á dagskrá í dag í Þjóðadeildinni í fótbolta, þar á meðal stórleikur ríkjandi Evrópumeistarar og heimsmeistara. Þrír leikir eru á rásum Stöðvar 2 Sport en sex eru í opinni dagskrá hér á Vísi. Þá má finna hér að neðan. Portúgal og Frakkland leika hálfgerðan úrslitaleik um efsta sæti 3. riðils og þar með sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Sá leikur er á Stöð 2 Sport 2 og hefst kl. 19.45. Svíþjóð og Króatía mætast í sama riðli þar sem Svíar verða helst að vinna til að geta haldið sér í A-deildinni. Hörð keppni er um efsta sætið í 4. riðli og eru báðir leikir riðilsins sýndir hér á Vísi. Sviss mætir Spáni sem er efst í riðlinum með 7 stig, en Þýskaland og Úkraína eru með 6 stig og mætast í Leipzig. Lista yfir alla leiki dagsins og kvöldsins má sjá hér að neðan. Hægt er að horfa á útsendingar frá leikjum á Vísi með því að smella á viðeigandi hlekk hér að neðan. Útsendingarnar birtast neðst í textalýsingu hvers leiks, svo að lesendur gætu þurft að skruna niður í gegnum textalýsingu til að finna beina útsendingu. Markaþáttur Þjóðadeildarinnar er svo sýndur á Stöð 2 Sport 2 kl. 21.45 í kvöld. Leikir í beinni í dag: A-deild: 3. riðill: 19.45 Portúgal - Frakkland (Stöð 2 Sport 2) 19.45 Svíþjóð - Króatía (Stöð 2 Sport 4) 4. riðill: 19.45 Sviss - Spánn (Vísir) 19.45 Þýskaland - Úkraína (Vísir) C-deild: 1. riðill: 17.00 Aserbaídsjan - Svartfjallaland (Vísir) 17.00 Kýpur - Lúxemborg (Vísir) D-deild: 1. riðill: 14.00 Malta 3 - 1 Andorra 17.00 Lettland - Færeyjar (Stöð 2 Sport 2) 2. riðill: 14.00 San Marínó 0 - 0 Gíbraltar Þjóðadeild UEFA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Níu leikir eru á dagskrá í dag í Þjóðadeildinni í fótbolta, þar á meðal stórleikur ríkjandi Evrópumeistarar og heimsmeistara. Þrír leikir eru á rásum Stöðvar 2 Sport en sex eru í opinni dagskrá hér á Vísi. Þá má finna hér að neðan. Portúgal og Frakkland leika hálfgerðan úrslitaleik um efsta sæti 3. riðils og þar með sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Sá leikur er á Stöð 2 Sport 2 og hefst kl. 19.45. Svíþjóð og Króatía mætast í sama riðli þar sem Svíar verða helst að vinna til að geta haldið sér í A-deildinni. Hörð keppni er um efsta sætið í 4. riðli og eru báðir leikir riðilsins sýndir hér á Vísi. Sviss mætir Spáni sem er efst í riðlinum með 7 stig, en Þýskaland og Úkraína eru með 6 stig og mætast í Leipzig. Lista yfir alla leiki dagsins og kvöldsins má sjá hér að neðan. Hægt er að horfa á útsendingar frá leikjum á Vísi með því að smella á viðeigandi hlekk hér að neðan. Útsendingarnar birtast neðst í textalýsingu hvers leiks, svo að lesendur gætu þurft að skruna niður í gegnum textalýsingu til að finna beina útsendingu. Markaþáttur Þjóðadeildarinnar er svo sýndur á Stöð 2 Sport 2 kl. 21.45 í kvöld. Leikir í beinni í dag: A-deild: 3. riðill: 19.45 Portúgal - Frakkland (Stöð 2 Sport 2) 19.45 Svíþjóð - Króatía (Stöð 2 Sport 4) 4. riðill: 19.45 Sviss - Spánn (Vísir) 19.45 Þýskaland - Úkraína (Vísir) C-deild: 1. riðill: 17.00 Aserbaídsjan - Svartfjallaland (Vísir) 17.00 Kýpur - Lúxemborg (Vísir) D-deild: 1. riðill: 14.00 Malta 3 - 1 Andorra 17.00 Lettland - Færeyjar (Stöð 2 Sport 2) 2. riðill: 14.00 San Marínó 0 - 0 Gíbraltar
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira