Nánasti ráðgjafi Johnson hverfur strax á braut Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2020 18:27 Cummings sigldi sjaldnast lygnan sjó sem helsti ráðgjafi Johnson forsætisráðherra. Hann var talinn hafa brotið sóttvarnareglur í vor en sat áfram með stuðningi Johnson. Vísir/EPA Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lét skyndilega af störfum í dag. Áður hafði verið greint frá því að Cummings hyrfi á braut fyrir jól í kjölfar deilna um innri málefni ráðuneytisins. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Cummings hafi sést bera kassa út úr Downing-stræti 10, aðsetri forsætisráðherrans, í kvöld. Þeir Johnson hafi rætt saman í dag og sammælst um að best væri að Cummings léti af störfum þegar í stað. Ólíkar fylkingar eru sagðar hafa barist um völdin í kringum Johnson forsætisráðherra undanfarin misseri en deilurnar náðu nýjum hæðum í vikunni í kringum skipan nýs starfsmannastjóra í Downing-stræti. Cummings hefur verið afar umdeildur. Hann var einn forsprakka hreyfingarinnar „Vote Leave“ sem barðist fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Mikið fár skapaðist í kringum Cummings í vor þegar hann virti sóttvarnareglur að vettugi og ferðaðist út fyrir London þrátt fyrir að hann og eiginkona hans hefðu greinst smituð af kórónuveirunni. Johnson forsætisráðherra stóð þá með ráðgjafa sínum. Lee Cain, samskiptastjóri Johnson, lét einnig af störfum í dag. Bretland Tengdar fréttir Cummings hyggst hætta fyrir árslok Dominic Cummings mun láta af störfum sem helsti ráðgjafi breska forsætisráðherrans Boris Johnson fyrir árslok. 13. nóvember 2020 12:57 Telja ráðgjafa Johnson hafa brotið reglur en aðhafast ekkert Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. 28. maí 2020 13:20 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lét skyndilega af störfum í dag. Áður hafði verið greint frá því að Cummings hyrfi á braut fyrir jól í kjölfar deilna um innri málefni ráðuneytisins. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Cummings hafi sést bera kassa út úr Downing-stræti 10, aðsetri forsætisráðherrans, í kvöld. Þeir Johnson hafi rætt saman í dag og sammælst um að best væri að Cummings léti af störfum þegar í stað. Ólíkar fylkingar eru sagðar hafa barist um völdin í kringum Johnson forsætisráðherra undanfarin misseri en deilurnar náðu nýjum hæðum í vikunni í kringum skipan nýs starfsmannastjóra í Downing-stræti. Cummings hefur verið afar umdeildur. Hann var einn forsprakka hreyfingarinnar „Vote Leave“ sem barðist fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Mikið fár skapaðist í kringum Cummings í vor þegar hann virti sóttvarnareglur að vettugi og ferðaðist út fyrir London þrátt fyrir að hann og eiginkona hans hefðu greinst smituð af kórónuveirunni. Johnson forsætisráðherra stóð þá með ráðgjafa sínum. Lee Cain, samskiptastjóri Johnson, lét einnig af störfum í dag.
Bretland Tengdar fréttir Cummings hyggst hætta fyrir árslok Dominic Cummings mun láta af störfum sem helsti ráðgjafi breska forsætisráðherrans Boris Johnson fyrir árslok. 13. nóvember 2020 12:57 Telja ráðgjafa Johnson hafa brotið reglur en aðhafast ekkert Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. 28. maí 2020 13:20 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Cummings hyggst hætta fyrir árslok Dominic Cummings mun láta af störfum sem helsti ráðgjafi breska forsætisráðherrans Boris Johnson fyrir árslok. 13. nóvember 2020 12:57
Telja ráðgjafa Johnson hafa brotið reglur en aðhafast ekkert Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. 28. maí 2020 13:20
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent