Jón Þór um síðustu leiki undankeppninnar: Þetta verða krefjandi leikir, eru erfiðir útivellir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2020 20:30 Jón Þór Hauksson var töluvert rólegri í viðtalinu en hann er hér. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttir fyrir Sportpakka Stöðvar 2 um landsliðshópinn sem var birtur í dag og komandi verkefni liðsins. Liðið ætlar sér á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Því miður missum við Karolínu Leu [Vilhjálmsdóttur, leikmann Breiðabliks] því hún meiddist á hné og er á leiðinni í aðgerð. Hún er frá næstu vikur og mánuði sem er slæmt fyrir okkur þar sem hún hefur komið vel inn í okkar lið og sóknarleikinn okkar. Á móti kemur að við fáum Dagnýju [Brynjarsdóttur, leikmann Selfoss] og Rakel [Hönnudóttur, leikmann Breiðabliks] aftur inn í hópinn. Báðar eru virkilega góðir leikmenn, með mikla reynslu og munu nýtast okkur vel í þessum leikjum,“ sagði Jón Þór um helstu breytingarnar á íslenska landsliðshópnum. Hópur Íslands sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM 2021!This is our squad for games against Slovakia and Hungary in the @UEFAWomensEURO qualifiers!https://t.co/WxJPi6xrmm#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/4EeGelYLAH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 13, 2020 „Við erum vongóð um að hún geti byrjað að æfa af krafti í næstu viku. Hún er búin að fá góða hvíld á ristina og samkvæmt því ætti hún að getað tekið þátt í þessu verkefni,“ sagði landsliðsþjálfarinn um stöðuna á Dagnýju sem missti af tapinu gegn Svíþjóð ytra vegna meiðsla. Ísland á tvo leiki eftir undankeppninni, gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. „Við viljum halda áfram þessari leið að komast til Englands [á EM] og það hefur verið markmiðið frá fyrsta leik í þessum riðli. Það hefur ekkert breyst. Til þess þurfum við góð úrslit í þessum tveimur síðustu leikjum í riðlinum. Við stefnum á sigur í þessum leikjum.“ „Nú leitum við hefnda og látum þá finna fyrir því,“ sagði Jón Þór og glotti er hann var spurður út í leikinn gegn blessuðum Ungverjunum. „Þetta verða auðvitað krefjandi leikir, þetta eru erfiðir útivellir. Við verðum að vera einbeitt á þessa leiki og fara á fullu inn í þá. Þetta eru krefjandi aðstæður eins og fyrir alla í knattspyrnuheiminum og við þurfum að leysa það vel.“ Varðandi æfingar „Við fengum undanþágu til að æfa hér heima og undirbúa þá leikmenn sem spila í deildinni hér heima. Erum að æfa af krafti og stelpurnar hafa verið að æfa virkilega vel frá því mættum Svíum úti svo ég vonast til þess að við séum að halda leikmönnum í nægilega góðu standi til að þær geti komið af krafti í þessa tvo leiki. Auðvitað er þetta erfitt og krefjandi að spila enga leiki.“ „Við erum með marga leikmenn sem spila í deildinni hér heima og þeir hafa ekki spilað síðan í byrjun október. Það setur strik í reikninginn. Höfum reynt að haga okkar undirbúningi þannig að við séum að setja mikinn kraft í hann til að við séum eins nálægt því og við getum að vera í okkar besta formi þegar við komumst út. Við vonum að það gangi og það er mikill hugur í leikmönnum og nú þurfum við bara að klára riðilinn af krafti,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um undirbúninginn fyrir leikina tvo. Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu ytra þann 26. nóvember og svo Ungverjalandi þann 1. desember. Klippa: Jón Þór um landsliðshópinn og markmið Íslands Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttir fyrir Sportpakka Stöðvar 2 um landsliðshópinn sem var birtur í dag og komandi verkefni liðsins. Liðið ætlar sér á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Því miður missum við Karolínu Leu [Vilhjálmsdóttur, leikmann Breiðabliks] því hún meiddist á hné og er á leiðinni í aðgerð. Hún er frá næstu vikur og mánuði sem er slæmt fyrir okkur þar sem hún hefur komið vel inn í okkar lið og sóknarleikinn okkar. Á móti kemur að við fáum Dagnýju [Brynjarsdóttur, leikmann Selfoss] og Rakel [Hönnudóttur, leikmann Breiðabliks] aftur inn í hópinn. Báðar eru virkilega góðir leikmenn, með mikla reynslu og munu nýtast okkur vel í þessum leikjum,“ sagði Jón Þór um helstu breytingarnar á íslenska landsliðshópnum. Hópur Íslands sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM 2021!This is our squad for games against Slovakia and Hungary in the @UEFAWomensEURO qualifiers!https://t.co/WxJPi6xrmm#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/4EeGelYLAH— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 13, 2020 „Við erum vongóð um að hún geti byrjað að æfa af krafti í næstu viku. Hún er búin að fá góða hvíld á ristina og samkvæmt því ætti hún að getað tekið þátt í þessu verkefni,“ sagði landsliðsþjálfarinn um stöðuna á Dagnýju sem missti af tapinu gegn Svíþjóð ytra vegna meiðsla. Ísland á tvo leiki eftir undankeppninni, gegn Slóvakíu og Ungverjalandi. „Við viljum halda áfram þessari leið að komast til Englands [á EM] og það hefur verið markmiðið frá fyrsta leik í þessum riðli. Það hefur ekkert breyst. Til þess þurfum við góð úrslit í þessum tveimur síðustu leikjum í riðlinum. Við stefnum á sigur í þessum leikjum.“ „Nú leitum við hefnda og látum þá finna fyrir því,“ sagði Jón Þór og glotti er hann var spurður út í leikinn gegn blessuðum Ungverjunum. „Þetta verða auðvitað krefjandi leikir, þetta eru erfiðir útivellir. Við verðum að vera einbeitt á þessa leiki og fara á fullu inn í þá. Þetta eru krefjandi aðstæður eins og fyrir alla í knattspyrnuheiminum og við þurfum að leysa það vel.“ Varðandi æfingar „Við fengum undanþágu til að æfa hér heima og undirbúa þá leikmenn sem spila í deildinni hér heima. Erum að æfa af krafti og stelpurnar hafa verið að æfa virkilega vel frá því mættum Svíum úti svo ég vonast til þess að við séum að halda leikmönnum í nægilega góðu standi til að þær geti komið af krafti í þessa tvo leiki. Auðvitað er þetta erfitt og krefjandi að spila enga leiki.“ „Við erum með marga leikmenn sem spila í deildinni hér heima og þeir hafa ekki spilað síðan í byrjun október. Það setur strik í reikninginn. Höfum reynt að haga okkar undirbúningi þannig að við séum að setja mikinn kraft í hann til að við séum eins nálægt því og við getum að vera í okkar besta formi þegar við komumst út. Við vonum að það gangi og það er mikill hugur í leikmönnum og nú þurfum við bara að klára riðilinn af krafti,“ sagði landsliðsþjálfari Íslands um undirbúninginn fyrir leikina tvo. Íslenska landsliðið mætir Slóvakíu ytra þann 26. nóvember og svo Ungverjalandi þann 1. desember. Klippa: Jón Þór um landsliðshópinn og markmið Íslands
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira