Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta Kristján Már Unnarsson skrifar 15. nóvember 2020 08:14 Tryggvi Snær Hlinason tók sér smápásu frá því að leggja silunganetin með móður sinni, Guðrúnu Tryggvadóttur, til að ræða um æskuárin í Svartárkoti, líf atvinnumannsins á Spáni, körfuboltaferilinn og framtíðardraumana. Arnar Halldórsson Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti í Bárðardal, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2 á mánudagskvöld. Frá Svartárkoti. Bæjarhúsin standa við útfall Svartár úr Svartárvatni.Arnar Halldórsson Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldunnar í Svartárkoti í Þingeyjarsveit. Þótt jörðin sé í 400 metra hæð yfir sjávarmáli, við jaðar Ódáðahrauns, hefur hún í mörg ár verið fjölmennasta býli Bárðardals. „Það var stóri vinningurinn í happadrættinu,“ segir Elín Baldvinsdóttir húsfreyja um þá ákvörðun tveggja dætra hennar, Guðrúnar og Sigurlínu Tryggvadætra, og eiginmanna þeirra, Hlina Jóns Gíslasonar og Magnúsar Skarphéðinssonar, að taka við búskap í Svartárkoti þegar stefndi í að jörðin færi í eyði. Systurnar í Svartárkoti, Sigurlína og Guðrún Tryggvadætur.Arnar Halldórsson „En þau þurfa líka að hafa fyrir því. Maður þarf að hafa fyrir lífinu þegar maður býr á svona stað,“ segir Elín. Það vakti þjóðarathygli þegar Guðrún, fyrst kvenna, varð formaður Bændasamtaka Íslands. Hún ræðir líka þá lífsreynslu að vera felld í formannskjöri. Guðrún ásamt eiginmanninum, Hlina Gíslasyni, við heita pottinn. Fyrir aftan liðast Svartá. Fjær má sjá jaðar Ódáðahrauns. Í góðu skyggni má einnig sjá Herðubreið, Dyngjufjöll, Trölladyngju og Bárðarbungu úr heita pottinum.Arnar Halldórsson Sonurinn, Tryggvi Snær Hlinason, er einnig búinn að gera garðinn frægan - sem landsliðsmaður og atvinnumaður í körfuknattleik. Svo skemmtilega vill til að Tryggvi Snær, þá 15 ára gamall, var meðal viðmælenda í þætti Um land allt úr Bárðardal árið 2013, en þann þátt má nálgast í gegnum Stöð 2 Maraþon. Þá var hann spurður hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Börnin í Bárðardal í viðtali í þættinum árið 2013. Þrjú barnanna eru úr Svartárkoti og birtast aftur í þættinum á mánudagskvöld. Á þessum tíma hafði Tryggvi Snær aldrei æft körfubolta.Baldur Hrafnkell Jónsson „Mjög líklega bóndi hérna í Svartárkoti,“ var svar hans þá en á þeim tíma hafði hann aldrei iðkað æfingar hjá íþróttafélagi. Núna siglum við með Tryggva og móður hans út á Svartárvatn þar sem mæðginin leggja silunganet. Um leið ræðum við um þessa ótrúlegu sögu en aðeins liðu þrjú og hálft ár frá því Tryggvi fór á sína fyrstu körfuboltaæfingu hjá Þór á Akureyri þar til hann var orðinn atvinnumaður í greininni. Tryggvi Snær leikur sér á sæþotu á Svartárvatni. Sellandafjall og Bláfjall í baksýn, sem Tryggvi kallar Svartárkotsfjöllin.Arnar Halldórsson Við heyrum einnig um ástarævintýrið í landsliðsferðinni þegar hann kynntist kærustu sinni, Sunnevu Dögg Robertson, landsliðskonu í sundi, ræðum við þau um lífið á Spáni og spyrjum hvort hann stefni enn á að verða bóndi í Bárðardal þegar körfuboltaferlinum lýkur. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins um Svartárkot: Um land allt Þingeyjarsveit Körfubolti Spænski körfuboltinn Landbúnaður Tengdar fréttir Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28 FIBA: Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, fer yfir ótrúlegt ferðalag íslenska miðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar á síðu sinni. 30. apríl 2020 14:30 Gunnar tók Guðrúnu í bóndabeygju Gunnar Þorgeirsson er nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Hann hlaut 29 atkvæði gegn 21 atkvæði Guðrúnar Tryggvadóttur, sitjandi formanns, í formannkosningu sem fram fór í dag. 53 voru á kjörskrá og greiddu 52 atkvæði. Tveir skiluðu auðu. 3. mars 2020 14:34 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti í Bárðardal, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2 á mánudagskvöld. Frá Svartárkoti. Bæjarhúsin standa við útfall Svartár úr Svartárvatni.Arnar Halldórsson Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldunnar í Svartárkoti í Þingeyjarsveit. Þótt jörðin sé í 400 metra hæð yfir sjávarmáli, við jaðar Ódáðahrauns, hefur hún í mörg ár verið fjölmennasta býli Bárðardals. „Það var stóri vinningurinn í happadrættinu,“ segir Elín Baldvinsdóttir húsfreyja um þá ákvörðun tveggja dætra hennar, Guðrúnar og Sigurlínu Tryggvadætra, og eiginmanna þeirra, Hlina Jóns Gíslasonar og Magnúsar Skarphéðinssonar, að taka við búskap í Svartárkoti þegar stefndi í að jörðin færi í eyði. Systurnar í Svartárkoti, Sigurlína og Guðrún Tryggvadætur.Arnar Halldórsson „En þau þurfa líka að hafa fyrir því. Maður þarf að hafa fyrir lífinu þegar maður býr á svona stað,“ segir Elín. Það vakti þjóðarathygli þegar Guðrún, fyrst kvenna, varð formaður Bændasamtaka Íslands. Hún ræðir líka þá lífsreynslu að vera felld í formannskjöri. Guðrún ásamt eiginmanninum, Hlina Gíslasyni, við heita pottinn. Fyrir aftan liðast Svartá. Fjær má sjá jaðar Ódáðahrauns. Í góðu skyggni má einnig sjá Herðubreið, Dyngjufjöll, Trölladyngju og Bárðarbungu úr heita pottinum.Arnar Halldórsson Sonurinn, Tryggvi Snær Hlinason, er einnig búinn að gera garðinn frægan - sem landsliðsmaður og atvinnumaður í körfuknattleik. Svo skemmtilega vill til að Tryggvi Snær, þá 15 ára gamall, var meðal viðmælenda í þætti Um land allt úr Bárðardal árið 2013, en þann þátt má nálgast í gegnum Stöð 2 Maraþon. Þá var hann spurður hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Börnin í Bárðardal í viðtali í þættinum árið 2013. Þrjú barnanna eru úr Svartárkoti og birtast aftur í þættinum á mánudagskvöld. Á þessum tíma hafði Tryggvi Snær aldrei æft körfubolta.Baldur Hrafnkell Jónsson „Mjög líklega bóndi hérna í Svartárkoti,“ var svar hans þá en á þeim tíma hafði hann aldrei iðkað æfingar hjá íþróttafélagi. Núna siglum við með Tryggva og móður hans út á Svartárvatn þar sem mæðginin leggja silunganet. Um leið ræðum við um þessa ótrúlegu sögu en aðeins liðu þrjú og hálft ár frá því Tryggvi fór á sína fyrstu körfuboltaæfingu hjá Þór á Akureyri þar til hann var orðinn atvinnumaður í greininni. Tryggvi Snær leikur sér á sæþotu á Svartárvatni. Sellandafjall og Bláfjall í baksýn, sem Tryggvi kallar Svartárkotsfjöllin.Arnar Halldórsson Við heyrum einnig um ástarævintýrið í landsliðsferðinni þegar hann kynntist kærustu sinni, Sunnevu Dögg Robertson, landsliðskonu í sundi, ræðum við þau um lífið á Spáni og spyrjum hvort hann stefni enn á að verða bóndi í Bárðardal þegar körfuboltaferlinum lýkur. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins um Svartárkot:
Um land allt Þingeyjarsveit Körfubolti Spænski körfuboltinn Landbúnaður Tengdar fréttir Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28 FIBA: Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, fer yfir ótrúlegt ferðalag íslenska miðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar á síðu sinni. 30. apríl 2020 14:30 Gunnar tók Guðrúnu í bóndabeygju Gunnar Þorgeirsson er nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Hann hlaut 29 atkvæði gegn 21 atkvæði Guðrúnar Tryggvadóttur, sitjandi formanns, í formannkosningu sem fram fór í dag. 53 voru á kjörskrá og greiddu 52 atkvæði. Tveir skiluðu auðu. 3. mars 2020 14:34 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Sjá meira
Þingeysk ungmenni græða upp landið með gömlum heyrúllum Gamlar heyrúllur nýtast nú við uppgræðslu lands í Þingeyjarsýslu í samstarfsverkefni Bárðdælinga og Mývetninga. Ungmenni sem urðu af sumarstarfi vegna kórónufaraldursins fengu verkefni um leið og bændur losnuðu við ónýtt hey. 30. júlí 2020 22:28
FIBA: Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, fer yfir ótrúlegt ferðalag íslenska miðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar á síðu sinni. 30. apríl 2020 14:30
Gunnar tók Guðrúnu í bóndabeygju Gunnar Þorgeirsson er nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Hann hlaut 29 atkvæði gegn 21 atkvæði Guðrúnar Tryggvadóttur, sitjandi formanns, í formannkosningu sem fram fór í dag. 53 voru á kjörskrá og greiddu 52 atkvæði. Tveir skiluðu auðu. 3. mars 2020 14:34