Litlu áorkað í löggæslumálum að mati Greco Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 10:08 Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerðar níu tillögur til Íslands í hvorum hluta. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa innleitt fjórar af þeim átján tillögum sem GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, lögðu til að innleiddar væru hér á landi til þess að sporna gegn spillingu. Samtökin telja íslensk stjórnvöld hafa áorkað litlu í tengslum við tillögur sem snúa að löggæsluyfirvöldum. Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerðar níu tillögur til Íslands í hvorum hluta. Samtökin hafa nú birt eftirfylgniskýrslu um aðgerðir Íslands vegna úttektarinnar þar sem segir að stjórnvöld þurfi að gera betur Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að Greco telji Ísland hafa innleitt fjórar tillögur á fullnægjandi hátt, sjö hafi verið innleiddar að hluta en sjö hafi ekki verið innleiddar. Á vef stjórnarráðsins segir að tillögurnar fjórar sem innleidar hafi verið varði æðstu handhafa framkvæmdarvalds hér á landi. Þar á meðal fagnar Greco því að lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands taki gildi þann 1. janúar næstkomandi. Þó nefna samtökin að ákvæði um starfsval hjá æðstu stjórnendum og aðstoðarmönnum þeirra að loknum opinberum störfum séu frekar veik, og er þar sérstaklega horft til ákvæðisins þar sem segir að æðstu stjórnendum sé óheimilt að gerast hagsmunaverði í sex mánuði eftir að störfum þeirra í Stjórnarráði Íslands lýkur. Ekki miklu áorkað hingað til í hinum flokknum Í niðurstöðukafla úttektarinnar segir að þegar kemur að tillögum sem snúa að löggæsluyfirvöldumm hinum flokknum sem tillögunar snúa að, sé ljóst að vinna stjórnvalda við úrbætur sé í gangi, án þess að miklu hafi verið áorkað hingað til. Til að mynda sé ekki búið að yfirfara siðareglur lögreglumanna og ekki sé búið að setja lögreglumönnum skýrari reglur hvað varðar gjafir og önnur fríðindi, svo dæmi séu tekin. Samtökin fara þess á leit að Ísland upplýsi um innleiðingu þeirra tillagna sem eftir standa fyrir þann 30. apríl 2022 en á vef stjórnarráðsins segir að unnið sé að innleiðingu tillagna GRECO í forsætisráðuneytinu í tengslum við vinnu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Í skýrslu starfshópsins frá september 2018 voru gerðar 25 tillögur til stjórnvalda og fela sumar þeirra í sér nánari útfærslu á tillögum GRECO. Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa innleitt fjórar af þeim átján tillögum sem GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, lögðu til að innleiddar væru hér á landi til þess að sporna gegn spillingu. Samtökin telja íslensk stjórnvöld hafa áorkað litlu í tengslum við tillögur sem snúa að löggæsluyfirvöldum. Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerðar níu tillögur til Íslands í hvorum hluta. Samtökin hafa nú birt eftirfylgniskýrslu um aðgerðir Íslands vegna úttektarinnar þar sem segir að stjórnvöld þurfi að gera betur Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að Greco telji Ísland hafa innleitt fjórar tillögur á fullnægjandi hátt, sjö hafi verið innleiddar að hluta en sjö hafi ekki verið innleiddar. Á vef stjórnarráðsins segir að tillögurnar fjórar sem innleidar hafi verið varði æðstu handhafa framkvæmdarvalds hér á landi. Þar á meðal fagnar Greco því að lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands taki gildi þann 1. janúar næstkomandi. Þó nefna samtökin að ákvæði um starfsval hjá æðstu stjórnendum og aðstoðarmönnum þeirra að loknum opinberum störfum séu frekar veik, og er þar sérstaklega horft til ákvæðisins þar sem segir að æðstu stjórnendum sé óheimilt að gerast hagsmunaverði í sex mánuði eftir að störfum þeirra í Stjórnarráði Íslands lýkur. Ekki miklu áorkað hingað til í hinum flokknum Í niðurstöðukafla úttektarinnar segir að þegar kemur að tillögum sem snúa að löggæsluyfirvöldumm hinum flokknum sem tillögunar snúa að, sé ljóst að vinna stjórnvalda við úrbætur sé í gangi, án þess að miklu hafi verið áorkað hingað til. Til að mynda sé ekki búið að yfirfara siðareglur lögreglumanna og ekki sé búið að setja lögreglumönnum skýrari reglur hvað varðar gjafir og önnur fríðindi, svo dæmi séu tekin. Samtökin fara þess á leit að Ísland upplýsi um innleiðingu þeirra tillagna sem eftir standa fyrir þann 30. apríl 2022 en á vef stjórnarráðsins segir að unnið sé að innleiðingu tillagna GRECO í forsætisráðuneytinu í tengslum við vinnu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Í skýrslu starfshópsins frá september 2018 voru gerðar 25 tillögur til stjórnvalda og fela sumar þeirra í sér nánari útfærslu á tillögum GRECO.
Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 3. júní 2020 15:00