Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 10:01 Erik Hamren er að fara að kveðja íslenska landsliðið á Wembley annað kvöld. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. Ísland mætir Englandi á sjálfum Wembley í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni á þessari leiktíð, kl. 19.45 annað kvöld. Kári verður fyrirliði í leiknum sem hann segir að verði líklega sinn síðasti, á frábærum landsliðsferli. Öruggt er að leikurinn verður sá síðasti hjá Íslandi undir stjórn Hamréns. Á fundinum ræddi Kári meðal annars um Hamrén og hans árangur sem landsliðsþjálfara, og sagði Svíann hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. Árangurinn í undankeppni EM hefði til að mynda hæglega getað dugað til að komast í lokakeppnina en úrslit í leikjum Frakklands og Tyrklands ekki fallið með Íslandi, og að fimm mínútum hefði svo munað að Ísland færi á EM í stað Ungverjalands. Hamrén hefur kallað á nokkra unga leikmenn úr U21-landsliðinu vegna fjarveru lykilmanna, þar á meðal hinn 17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sem gæti því spilað sinn fyrsta A-landsleik á Wembley. „Það er auðvitað draumur margra stráka og stelpna að byrja landsliðsferilinn á Wembley svo Ísak er heppinn,“ sagði Hamrén. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. Ísland mætir Englandi á sjálfum Wembley í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni á þessari leiktíð, kl. 19.45 annað kvöld. Kári verður fyrirliði í leiknum sem hann segir að verði líklega sinn síðasti, á frábærum landsliðsferli. Öruggt er að leikurinn verður sá síðasti hjá Íslandi undir stjórn Hamréns. Á fundinum ræddi Kári meðal annars um Hamrén og hans árangur sem landsliðsþjálfara, og sagði Svíann hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. Árangurinn í undankeppni EM hefði til að mynda hæglega getað dugað til að komast í lokakeppnina en úrslit í leikjum Frakklands og Tyrklands ekki fallið með Íslandi, og að fimm mínútum hefði svo munað að Ísland færi á EM í stað Ungverjalands. Hamrén hefur kallað á nokkra unga leikmenn úr U21-landsliðinu vegna fjarveru lykilmanna, þar á meðal hinn 17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sem gæti því spilað sinn fyrsta A-landsleik á Wembley. „Það er auðvitað draumur margra stráka og stelpna að byrja landsliðsferilinn á Wembley svo Ísak er heppinn,“ sagði Hamrén. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjá meira