Klórar sér í kollinum yfir forgangsröðuninni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 12:10 Nemendur við Réttarholtsskóla dönsuðu við lagið Jerusalema á föstudaginn var. Í atriðinu var varpað ljósi á þau höft sem skólinn býr við. Vísir/Vilhelm Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla furðar sig á því að ekki hafi verið létt á sóttvarnaaðgerðum í grunnskólum á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Hann segir að ósamræmis gæti sem grafi undan trúverðugleika aðgerðanna. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir tóku gildi hjá fimmta bekk og upp úr í byrjun mánaðar og íþróttastarf barna hefur verið óheimilt frá 8. október. Nýverið var ákveðið að íþróttir barna yrðu heimilaðar á ný og í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að grímuskylda yrði afnumin hjá börnum í fimmta til sjöunda bekk. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist telja að margar skólabyggingar í landinu séu líkt og margar heilbrigðisstofnanir, ekki vel ræstar og loftræstikerfin mögulega gömul og úrelt eða jafnvel engin.Stöð 2 Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, fagnar því að börn fái að stunda sínar íþróttir á ný en telur ósamræmis gæta. Um sé að ræða íþróttir með og án snertingar þar sem börn úr ýmsum hverfum komi saman, en þurfi hins vegar að virða tveggja metra reglu og grímuskyldu í skólanum. „Ég held að þetta grafi hratt undan trúverðugleika aðgerðanna ef krakkar hér í skólanum eru öll hólfuð niður. Samkvæmt almannavörnum var beðið um að þau myndu ekki leika saman eftir skóla en síðan á íþróttaæfingum þá koma allir saman, í glímu, júdó eða karate þar sem menn eru í miklu návígi en það er í lagi að grunnskólastarfið sé allt hólfað niður með loftræstingu og grímum,“ segir Jón Pétur. Útfæra þyrfti þessi atriði betur. Sjö greindust smitaðir hér á landi í gær. Þriðja daginn í röð má telja fjölda smitaða á fingrum beggja handa.vísir/Vilhelm „Það væri mögulega hægt að hólfa þetta eftir hverfum eða skólum en mín skoðun er sú að fullorðnir í skólanum ættu að bera grímu en krakkarnir, á þessum tímapunkti, að það mætti létta af grímuskyldu hjá krökkunum en passa vel upp á loftræstinguna og koma skólastarfinu í eðlilegra horf.“ Hann segir að laga þurfi forgangsröðunina. „Ef íþróttirnar eru komnar í eðlilegt horf þá ættu skólarnir að vera það líka, því mér finnst í raun að það ætti að létta fyrst af skólunum og svo íþróttum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla furðar sig á því að ekki hafi verið létt á sóttvarnaaðgerðum í grunnskólum á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Hann segir að ósamræmis gæti sem grafi undan trúverðugleika aðgerðanna. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir tóku gildi hjá fimmta bekk og upp úr í byrjun mánaðar og íþróttastarf barna hefur verið óheimilt frá 8. október. Nýverið var ákveðið að íþróttir barna yrðu heimilaðar á ný og í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að grímuskylda yrði afnumin hjá börnum í fimmta til sjöunda bekk. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist telja að margar skólabyggingar í landinu séu líkt og margar heilbrigðisstofnanir, ekki vel ræstar og loftræstikerfin mögulega gömul og úrelt eða jafnvel engin.Stöð 2 Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, fagnar því að börn fái að stunda sínar íþróttir á ný en telur ósamræmis gæta. Um sé að ræða íþróttir með og án snertingar þar sem börn úr ýmsum hverfum komi saman, en þurfi hins vegar að virða tveggja metra reglu og grímuskyldu í skólanum. „Ég held að þetta grafi hratt undan trúverðugleika aðgerðanna ef krakkar hér í skólanum eru öll hólfuð niður. Samkvæmt almannavörnum var beðið um að þau myndu ekki leika saman eftir skóla en síðan á íþróttaæfingum þá koma allir saman, í glímu, júdó eða karate þar sem menn eru í miklu návígi en það er í lagi að grunnskólastarfið sé allt hólfað niður með loftræstingu og grímum,“ segir Jón Pétur. Útfæra þyrfti þessi atriði betur. Sjö greindust smitaðir hér á landi í gær. Þriðja daginn í röð má telja fjölda smitaða á fingrum beggja handa.vísir/Vilhelm „Það væri mögulega hægt að hólfa þetta eftir hverfum eða skólum en mín skoðun er sú að fullorðnir í skólanum ættu að bera grímu en krakkarnir, á þessum tímapunkti, að það mætti létta af grímuskyldu hjá krökkunum en passa vel upp á loftræstinguna og koma skólastarfinu í eðlilegra horf.“ Hann segir að laga þurfi forgangsröðunina. „Ef íþróttirnar eru komnar í eðlilegt horf þá ættu skólarnir að vera það líka, því mér finnst í raun að það ætti að létta fyrst af skólunum og svo íþróttum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira