Þrír til æfinga hjá félaginu sem mótar íslenskar stjörnur Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 15:30 Hákon Rafn Valdimarsson fer til reynslu hjá Norrköping. vísir/daníel Sænska knattspyrnufélagið Norrköping hefur horft mikið til Íslands eftir ungum og efnilegum leikmönnum síðustu ár og uppskorið ríkulega. Nú eru tveir Skagamenn til reynslu hjá félaginu og markvörður Gróttu á leiðinni. Norrköping hefur fyrst og fremst átt í sterku sambandi við ÍA og í gegnum það samband kom Arnór Sigurðsson sem var svo seldur áfram til CSKA Moskvu fyrir metfé í sögu Norrköping, eða jafnvirði um hálfs milljarðs íslenskra króna. Nú er Ísak Bergmann Jóhannesson í sigti bestu knattspyrnufélaga heims og gæti farið fyrir enn hærri upphæð, og Oliver Stefánsson er einnig hjá félaginu. Í haust hefur Norrköping meðal annars fengið hinn 15 ára gamla Jóhannes Kristin Bjarnason til reynslu frá KR, en þeir Ísak eru bræðrasynir, sem og jafnaldra hans Robert Quental Árnason frá Leikni R.. Ætlar sér ekki að spila í Lengjudeildinni ÍA greindi svo frá því um helgina að Jón Gísli Eyland Gíslason og Guðmundur Tyrfingsson væru farnir til reynslu hjá Norrköping, og í Morgunblaðinu í dag greinir Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Gróttu, frá því að hann fari á fimmtudaginn til reynslu hjá félaginu. Skagfirðingurinn Jón Gísli Eyland Gíslason er inni í myndinni hjá Norrköping.vísir/bára „Þeir fylgdust með mér í allt sumar og vilja fá að skoða mig betur núna. Ég verð úti í viku og það verður virkilega gaman að fá að æfa með Norrköping,“ sagði Hákon við Morgunblaðið. Hákon kvaðst gera sér grein fyrir því að hann fengi ekki endilega samning hjá Norrköping, en hann stefnir ekki á að spila í Lengjudeildinni með Gróttu sem féll úr Pepsi Max-deildinni. „Ég vil spila áfram í efstu deild en hvort af því verður þarf að koma betur í ljós.“ Lengjudeildin Sænski boltinn Grótta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira
Sænska knattspyrnufélagið Norrköping hefur horft mikið til Íslands eftir ungum og efnilegum leikmönnum síðustu ár og uppskorið ríkulega. Nú eru tveir Skagamenn til reynslu hjá félaginu og markvörður Gróttu á leiðinni. Norrköping hefur fyrst og fremst átt í sterku sambandi við ÍA og í gegnum það samband kom Arnór Sigurðsson sem var svo seldur áfram til CSKA Moskvu fyrir metfé í sögu Norrköping, eða jafnvirði um hálfs milljarðs íslenskra króna. Nú er Ísak Bergmann Jóhannesson í sigti bestu knattspyrnufélaga heims og gæti farið fyrir enn hærri upphæð, og Oliver Stefánsson er einnig hjá félaginu. Í haust hefur Norrköping meðal annars fengið hinn 15 ára gamla Jóhannes Kristin Bjarnason til reynslu frá KR, en þeir Ísak eru bræðrasynir, sem og jafnaldra hans Robert Quental Árnason frá Leikni R.. Ætlar sér ekki að spila í Lengjudeildinni ÍA greindi svo frá því um helgina að Jón Gísli Eyland Gíslason og Guðmundur Tyrfingsson væru farnir til reynslu hjá Norrköping, og í Morgunblaðinu í dag greinir Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Gróttu, frá því að hann fari á fimmtudaginn til reynslu hjá félaginu. Skagfirðingurinn Jón Gísli Eyland Gíslason er inni í myndinni hjá Norrköping.vísir/bára „Þeir fylgdust með mér í allt sumar og vilja fá að skoða mig betur núna. Ég verð úti í viku og það verður virkilega gaman að fá að æfa með Norrköping,“ sagði Hákon við Morgunblaðið. Hákon kvaðst gera sér grein fyrir því að hann fengi ekki endilega samning hjá Norrköping, en hann stefnir ekki á að spila í Lengjudeildinni með Gróttu sem féll úr Pepsi Max-deildinni. „Ég vil spila áfram í efstu deild en hvort af því verður þarf að koma betur í ljós.“
Lengjudeildin Sænski boltinn Grótta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira