Glasgow spilað fjóra leiki síðan Valur spilaði síðast: „Staðan er þokkalega góð“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. nóvember 2020 23:02 Pétur Pétursson, þjálfari Vals. vísir/bára Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, segir Glasgow City sé mun betra en HJK frá Helsinki. Hann segir að formið sé fínt en að það vanti þó upp á leikformið. Valur vann 3-0 sigur á HJK frá Helsinki í 1. umferðinni en í annarri umferðinni, sem spiluð verður á morgun, mæta Valsstúlkur Skotunum. Leikið verður á Origovellinum klukkan 14.00. „Þetta eru reynslumiklir leikmenn og lið sem er búið að vinna þrettán titla í röð í Skotlandi. Þær spila mjög góðan fótbolta og hafa náð langt undanfarin ár í Meistaradeildinni,“ sagði Pétur sem segir stöðuna á liðinu fína. „Staðan er ágæt. Við erum í smá hnjaski en staðan er þokkalega góð.“ Komist Valur í gegnum Skotana þá eru þær komnar í 32 liða úrslitin þar sem mörg af stærri liðum heims eru í pottinum. „Það er draumurinn að komast í 32-liða úrslitin og fá allavega tvo leiki í viðbót en við þurfum að eiga góðan leik til að vinna þetta lið.“ Valur hefur ekkert getað spilað æfingaleiki enda bannað að spila hér á landi. Valsliðið fékk þó undanþágu til þess að æfa og hefur getað æft síðustu tíu daga. „Þetta er betri undirbúningur en á móti HJK. Við erum búin að fá að æfa og undirbúa okkur vel. Við höfum æft í tíu daga og ég held að formið sé ágætt en leikformið er ekki gott. Glasgow er búin að spila fjóra leiki í röð á meðan við spilum engan þannig að það getur haft eitthvað að segja en þetta er einn leikur í 90 mínútur,“ sagði Pétur. Leikur Vals og Glasgow City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í dag og hefst útsending klukkan 13.45. Klippa: Sportpakkinn - Pétur Pétursson Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, segir Glasgow City sé mun betra en HJK frá Helsinki. Hann segir að formið sé fínt en að það vanti þó upp á leikformið. Valur vann 3-0 sigur á HJK frá Helsinki í 1. umferðinni en í annarri umferðinni, sem spiluð verður á morgun, mæta Valsstúlkur Skotunum. Leikið verður á Origovellinum klukkan 14.00. „Þetta eru reynslumiklir leikmenn og lið sem er búið að vinna þrettán titla í röð í Skotlandi. Þær spila mjög góðan fótbolta og hafa náð langt undanfarin ár í Meistaradeildinni,“ sagði Pétur sem segir stöðuna á liðinu fína. „Staðan er ágæt. Við erum í smá hnjaski en staðan er þokkalega góð.“ Komist Valur í gegnum Skotana þá eru þær komnar í 32 liða úrslitin þar sem mörg af stærri liðum heims eru í pottinum. „Það er draumurinn að komast í 32-liða úrslitin og fá allavega tvo leiki í viðbót en við þurfum að eiga góðan leik til að vinna þetta lið.“ Valur hefur ekkert getað spilað æfingaleiki enda bannað að spila hér á landi. Valsliðið fékk þó undanþágu til þess að æfa og hefur getað æft síðustu tíu daga. „Þetta er betri undirbúningur en á móti HJK. Við erum búin að fá að æfa og undirbúa okkur vel. Við höfum æft í tíu daga og ég held að formið sé ágætt en leikformið er ekki gott. Glasgow er búin að spila fjóra leiki í röð á meðan við spilum engan þannig að það getur haft eitthvað að segja en þetta er einn leikur í 90 mínútur,“ sagði Pétur. Leikur Vals og Glasgow City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í dag og hefst útsending klukkan 13.45. Klippa: Sportpakkinn - Pétur Pétursson
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira