Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 13:30 Jens Petter Hauge lyftir boltanum yfir Alex Meret, markvörð Napoli, og skorar sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. getty/Francesco Pecoraro Norski fótboltamaðurinn Jens Petter Hauge gleymir sunnudeginum 22. nóvember eflaust ekki í bráð. Þá skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og varð Noregsmeistari með Bodø/Glimt. Hauge sló í gegn með Bodø/Glimt á þessu tímabili og hjálpað liðinu að ná afgerandi forskoti á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í átján deildarleikjum skoraði Hauge fjórtán mörk og gaf tíu stoðsendingar. Skömmu eftir góða frammistöðu í leik Bodø/Glimt og Milan í forkeppni Evrópudeildarinnar í haust keypti ítalska félagið svo Hauge. Hann kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í leik Napoli og Milan á San Paolo vellinum í gær. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Hauge sitt fyrsta deildarmark fyrir Milan og gulltryggði 1-3 sigur liðsins. Zlatan Ibrahimovic skoraði hin tvö mörk Milan sem er með tveggja stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar. Klippa: Napoli 1-3 AC Milan Sama kvöld varð Bodø/Glimt Noregsmeistari í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á Strømsgodset. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp annað mark liðsins. Hauge hefur væntanlega verið fljótur að kanna stöðuna hjá sínu gamla liði eftir sigurinn á Napoli í gær og komist að því að þeir, og hann um leið, væru orðnir meistarar þrátt fyrir að fimm umferðum sé enn ólokið í norsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by Jens Petter Hauge (@jenspetterhauge) Hauge, sem er 21 árs, lék sinn fyrsta leik fyrir norska A-landsliðið gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Ítalski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Norski fótboltamaðurinn Jens Petter Hauge gleymir sunnudeginum 22. nóvember eflaust ekki í bráð. Þá skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og varð Noregsmeistari með Bodø/Glimt. Hauge sló í gegn með Bodø/Glimt á þessu tímabili og hjálpað liðinu að ná afgerandi forskoti á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í átján deildarleikjum skoraði Hauge fjórtán mörk og gaf tíu stoðsendingar. Skömmu eftir góða frammistöðu í leik Bodø/Glimt og Milan í forkeppni Evrópudeildarinnar í haust keypti ítalska félagið svo Hauge. Hann kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í leik Napoli og Milan á San Paolo vellinum í gær. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Hauge sitt fyrsta deildarmark fyrir Milan og gulltryggði 1-3 sigur liðsins. Zlatan Ibrahimovic skoraði hin tvö mörk Milan sem er með tveggja stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar. Klippa: Napoli 1-3 AC Milan Sama kvöld varð Bodø/Glimt Noregsmeistari í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á Strømsgodset. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp annað mark liðsins. Hauge hefur væntanlega verið fljótur að kanna stöðuna hjá sínu gamla liði eftir sigurinn á Napoli í gær og komist að því að þeir, og hann um leið, væru orðnir meistarar þrátt fyrir að fimm umferðum sé enn ólokið í norsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by Jens Petter Hauge (@jenspetterhauge) Hauge, sem er 21 árs, lék sinn fyrsta leik fyrir norska A-landsliðið gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði.
Ítalski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01
Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03
Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45