Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2020 16:00 Freyr Alexandersson kunni vel við sig í þjálfarateyminu sem nú hefur hætt störfum hjá íslenska landsliðinu. vísir/daníel Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Guðni Bergsson og hans fólk í stjórn KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað að nýjum þjálfara A-landsliðs karla: „Ef ég væri besti kosturinn í stöðunni að þeirra mati þá held ég að það væri búið að klára málið fyrir löngu síðan,“ segir Freyr í viðtali við Vísi en hluta af því má sjá hér að neðan. Sagði Guðna að ég vildi landsliðinu allt það besta Freyr var aðstoðarlandsliðsþjálfari í þjálfaratíð Eriks Hamrén sem lauk með leik við Englending á Wembley í síðustu viku. Freyr sinnti starfinu í tvö ár, var áður leikgreinandi fyrir landsliðið og þjálfari kvennalandsliðsins. Eftir sjö ára starf hjá Knattspyrnusambandi Íslands er Freyr nú kominn aftur í félagsliðaþjálfun, sem aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar. Freyr vill hins vegar hag landsliðsins sem mestan og útilokar ekkert í framtíðinni: „Það sem ég er búinn að segja við Guðna [Bergsson, formann KSÍ] er fyrst og fremst það að ég vil landsliðinu allt það besta. Ég vil að ákvörðunin sem verður tekin fyrir landsliðið verði góð og vel ígrunduð, og að besta fólkið sem kostur er á komi inn. Það skiptir mig öllu máli. Ef ég væri besti kosturinn í stöðunni að þeirra mati þá held ég að það væri búið að klára málið fyrir löngu síðan. En svo getur það verið algjör vitleysa í mér,“ segir Freyr, sem hefði vísast farið með landsliðinu á EM næsta sumar ef það takmark hefði náðast, en þá hefði Hamrén haldið áfram með liðið fram yfir mótið. Freyr Alexandersson fer yfir málin með Erik Hamrén á síðustu æfingunni sem þeir stýrðu saman á Laugardalsvelli.vísir/vilhelm „Ég vona bara að lendingin verði góð. Að það komi inn gott þjálfarateymi. Íslenska þjóðin á það skilið og leikmennirnir eiga skilið að fá góða umgjörð áfram. Við Guðni erum góðir félagar og ég mun alltaf veita þeim alla þá aðstoð sem ég get veitt hverju sinni, hvort sem það er í formi einhverrar ráðgjafar eða sem þjálfari liðsins,“ segir Freyr, en almenn ánægja virðist hafa ríkt meðal leikmanna með störf þeirra Hamréns: „Varðandi hug leikmanna og starfsmanna til mín þá er það í rauninni það sem skiptir mig mestu máli. Leikmenn hafa komið að máli við mig, beðið mig um að gefa fram starfskrafta mína, og mér þykir ótrúlega vænt um það. Það veitir mér sjálfstraust og ánægju, að finna fyrir trausti leikmanna og samstarfsmanna.“ Hefði skrifað undir samning í júní Spurður hreint út, hvort að hann vilji ekki enn taka við sem aðalþjálfari landsliðsins, segir Freyr: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja varðandi framhaldið, hvort ég vilji það akkúrat núna. Ef að ég hefði verið beðinn um það í júní að skrifa undir fjögurra ára samning og taka næsta skref þá hefði ég gert það, það er klárt mál. En svo er tíminn búinn að líða og ég er búinn að hugsa mín mál, og eins og staðan er núna þá er ég kominn á það að kannski sé bara best fyrir alla að ég fari bara að gera eitthvað annað. Svo gæti það breyst á morgun, maður er svo klikkaður.“ Freyr Alexandersson hughreystir Ara Frey Skúlason eftir tapið gegn Englandi í síðustu viku.Getty/Carl Recine Freyr segist hins vegar ekki telja mögulegt að sinna áfram því starfi sem hann sé að taka við hjá Al Arabi, samhliða því að þjálfa A-landsliðið: „Það hefði verið allt öðruvísi ef við Erik og sama teymi hefði haldið áfram. Ég hefði alveg treyst mér til að vera aðstoðarþjálfari áfram í þeirri mynd. En það sem er framundan hjá nýjum landsliðsþjálfara… ef ég tæki við þá þarf nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara og markmannsþjálfara, og byggja upp nýja vinnuferla. Þetta var allt komið í frábært horf hjá gamla teyminu og ég hefði örugglega talið ekkert mál að vera aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og hérna úti. En að taka við liðinu og gera hvoru tveggja myndi ég ekki vilja gera landsliðsins vegna, Al Arabi vegna eða fjölskyldu minnar vegna. Þetta er þannig starf, að vera þjálfari A-landsliðs karla, að þú þarft að gefa þig allan í það.“ Klippa: Freyr Alexanders um landsliðsþjálfarastarfið EM 2020 í fótbolta KSÍ Katarski boltinn Tengdar fréttir Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30 Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira
Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Guðni Bergsson og hans fólk í stjórn KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað að nýjum þjálfara A-landsliðs karla: „Ef ég væri besti kosturinn í stöðunni að þeirra mati þá held ég að það væri búið að klára málið fyrir löngu síðan,“ segir Freyr í viðtali við Vísi en hluta af því má sjá hér að neðan. Sagði Guðna að ég vildi landsliðinu allt það besta Freyr var aðstoðarlandsliðsþjálfari í þjálfaratíð Eriks Hamrén sem lauk með leik við Englending á Wembley í síðustu viku. Freyr sinnti starfinu í tvö ár, var áður leikgreinandi fyrir landsliðið og þjálfari kvennalandsliðsins. Eftir sjö ára starf hjá Knattspyrnusambandi Íslands er Freyr nú kominn aftur í félagsliðaþjálfun, sem aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar. Freyr vill hins vegar hag landsliðsins sem mestan og útilokar ekkert í framtíðinni: „Það sem ég er búinn að segja við Guðna [Bergsson, formann KSÍ] er fyrst og fremst það að ég vil landsliðinu allt það besta. Ég vil að ákvörðunin sem verður tekin fyrir landsliðið verði góð og vel ígrunduð, og að besta fólkið sem kostur er á komi inn. Það skiptir mig öllu máli. Ef ég væri besti kosturinn í stöðunni að þeirra mati þá held ég að það væri búið að klára málið fyrir löngu síðan. En svo getur það verið algjör vitleysa í mér,“ segir Freyr, sem hefði vísast farið með landsliðinu á EM næsta sumar ef það takmark hefði náðast, en þá hefði Hamrén haldið áfram með liðið fram yfir mótið. Freyr Alexandersson fer yfir málin með Erik Hamrén á síðustu æfingunni sem þeir stýrðu saman á Laugardalsvelli.vísir/vilhelm „Ég vona bara að lendingin verði góð. Að það komi inn gott þjálfarateymi. Íslenska þjóðin á það skilið og leikmennirnir eiga skilið að fá góða umgjörð áfram. Við Guðni erum góðir félagar og ég mun alltaf veita þeim alla þá aðstoð sem ég get veitt hverju sinni, hvort sem það er í formi einhverrar ráðgjafar eða sem þjálfari liðsins,“ segir Freyr, en almenn ánægja virðist hafa ríkt meðal leikmanna með störf þeirra Hamréns: „Varðandi hug leikmanna og starfsmanna til mín þá er það í rauninni það sem skiptir mig mestu máli. Leikmenn hafa komið að máli við mig, beðið mig um að gefa fram starfskrafta mína, og mér þykir ótrúlega vænt um það. Það veitir mér sjálfstraust og ánægju, að finna fyrir trausti leikmanna og samstarfsmanna.“ Hefði skrifað undir samning í júní Spurður hreint út, hvort að hann vilji ekki enn taka við sem aðalþjálfari landsliðsins, segir Freyr: „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja varðandi framhaldið, hvort ég vilji það akkúrat núna. Ef að ég hefði verið beðinn um það í júní að skrifa undir fjögurra ára samning og taka næsta skref þá hefði ég gert það, það er klárt mál. En svo er tíminn búinn að líða og ég er búinn að hugsa mín mál, og eins og staðan er núna þá er ég kominn á það að kannski sé bara best fyrir alla að ég fari bara að gera eitthvað annað. Svo gæti það breyst á morgun, maður er svo klikkaður.“ Freyr Alexandersson hughreystir Ara Frey Skúlason eftir tapið gegn Englandi í síðustu viku.Getty/Carl Recine Freyr segist hins vegar ekki telja mögulegt að sinna áfram því starfi sem hann sé að taka við hjá Al Arabi, samhliða því að þjálfa A-landsliðið: „Það hefði verið allt öðruvísi ef við Erik og sama teymi hefði haldið áfram. Ég hefði alveg treyst mér til að vera aðstoðarþjálfari áfram í þeirri mynd. En það sem er framundan hjá nýjum landsliðsþjálfara… ef ég tæki við þá þarf nýjan aðstoðarþjálfara, nýjan styrktarþjálfara og markmannsþjálfara, og byggja upp nýja vinnuferla. Þetta var allt komið í frábært horf hjá gamla teyminu og ég hefði örugglega talið ekkert mál að vera aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla og hérna úti. En að taka við liðinu og gera hvoru tveggja myndi ég ekki vilja gera landsliðsins vegna, Al Arabi vegna eða fjölskyldu minnar vegna. Þetta er þannig starf, að vera þjálfari A-landsliðs karla, að þú þarft að gefa þig allan í það.“ Klippa: Freyr Alexanders um landsliðsþjálfarastarfið
EM 2020 í fótbolta KSÍ Katarski boltinn Tengdar fréttir Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30 Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Fleiri fréttir Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira
Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30
Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? 20. nóvember 2020 11:30