Freyr vildi ekki yfirgefa landsliðið fyrir dönsku meistarana Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2020 12:00 Freyr Alexandersson einbeittur á svip á hliðarlínunni á leik gegn Belgíu í Brussel í september. Getty/Soccrates Knattspyrnufélagið Midtjylland, sem er ríkjandi Danmerkurmeistari og leikur í Meistaradeild Evrópu, falaðist eftir starfskröftum Freys Alexanderssonar snemma á þessu ári. Hann neyddist til að hafna félaginu, að sinni. Freyr var á þessum tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Sjö ára starfi hans fyrir Knattspyrnusamband Íslands lauk hins vegar, að óbreyttu, í síðustu viku og Freyr er fluttur til Katar þar sem hann er að ganga frá samningi um að verða aðstoðarþjálfari Al Arabi. Freyr viðurkennir að það hafi hins vegar verið mjög freistandi að gerast aðstoðarþjálfari hjá Midtjylland, eins og honum stóð til boða, en það hefði meðal annars þýtt að hann væri mættur til Amsterdam vegna leiksins við Ajax í Meistaradeild Evrópu á morgun. Þá hefði hann einnig þurft að hjálpa liði sínu að undirbúa leikina við Liverpool í sömu keppni. „Hafði það ekki í mér“ „Þetta var í byrjun árs. Ég fór þá í viðræður við þá [forráðamenn Midtjylland] og fannst þetta ofboðslega spennandi. Mjög áhugavert „project“. En á þeim tímapunkti vorum við að fara með landsliðinu í umspil í mars,“ sagði Freyr við Vísi. Umspilinu var á endanum frestað, vegna kórónuveirufaraldursins, sem og lokakeppni EM, og ekki gekk upp að Freyr héldi áfram sem aðstoðarþjálfari landsliðsins á sama tíma og hann ynni hjá Midtjylland. Freyr Alexandersson var nánasti aðstoðarmaður Eriks Hamrén í þau rúmu tvö ár sem hann stýrði landsliðinu.VÍSIR/VILHELM „Hvorugur aðilinn, hvorki Midtjylland né KSÍ, hafði áhuga á því að ég myndi sinna hvoru tveggja. Þar af leiðandi þurfti ég að velja á milli. Ég gat ekki farið út úr landsliðsdjobbinu á þeim tíma. Ég hafði það ekki í mér. Við þurftum því að loka þeim viðræðum á þeim tímapunkti. Þeir hjá Midtjylland skildu það og við erum búnir að vera í góðu sambandi síðan. Það er frábært að sjá hvernig þeim hefur gengið, og þar er geggjað starf unnið. Þetta hefði verið frábærlega skemmtilegt verkefni en það kemur síðar,“ segir Freyr. Klippa: Freyr um starfstilboðið frá Midtjylland EM 2020 í fótbolta Danski boltinn Tengdar fréttir „Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00 Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Knattspyrnufélagið Midtjylland, sem er ríkjandi Danmerkurmeistari og leikur í Meistaradeild Evrópu, falaðist eftir starfskröftum Freys Alexanderssonar snemma á þessu ári. Hann neyddist til að hafna félaginu, að sinni. Freyr var á þessum tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Sjö ára starfi hans fyrir Knattspyrnusamband Íslands lauk hins vegar, að óbreyttu, í síðustu viku og Freyr er fluttur til Katar þar sem hann er að ganga frá samningi um að verða aðstoðarþjálfari Al Arabi. Freyr viðurkennir að það hafi hins vegar verið mjög freistandi að gerast aðstoðarþjálfari hjá Midtjylland, eins og honum stóð til boða, en það hefði meðal annars þýtt að hann væri mættur til Amsterdam vegna leiksins við Ajax í Meistaradeild Evrópu á morgun. Þá hefði hann einnig þurft að hjálpa liði sínu að undirbúa leikina við Liverpool í sömu keppni. „Hafði það ekki í mér“ „Þetta var í byrjun árs. Ég fór þá í viðræður við þá [forráðamenn Midtjylland] og fannst þetta ofboðslega spennandi. Mjög áhugavert „project“. En á þeim tímapunkti vorum við að fara með landsliðinu í umspil í mars,“ sagði Freyr við Vísi. Umspilinu var á endanum frestað, vegna kórónuveirufaraldursins, sem og lokakeppni EM, og ekki gekk upp að Freyr héldi áfram sem aðstoðarþjálfari landsliðsins á sama tíma og hann ynni hjá Midtjylland. Freyr Alexandersson var nánasti aðstoðarmaður Eriks Hamrén í þau rúmu tvö ár sem hann stýrði landsliðinu.VÍSIR/VILHELM „Hvorugur aðilinn, hvorki Midtjylland né KSÍ, hafði áhuga á því að ég myndi sinna hvoru tveggja. Þar af leiðandi þurfti ég að velja á milli. Ég gat ekki farið út úr landsliðsdjobbinu á þeim tíma. Ég hafði það ekki í mér. Við þurftum því að loka þeim viðræðum á þeim tímapunkti. Þeir hjá Midtjylland skildu það og við erum búnir að vera í góðu sambandi síðan. Það er frábært að sjá hvernig þeim hefur gengið, og þar er geggjað starf unnið. Þetta hefði verið frábærlega skemmtilegt verkefni en það kemur síðar,“ segir Freyr. Klippa: Freyr um starfstilboðið frá Midtjylland
EM 2020 í fótbolta Danski boltinn Tengdar fréttir „Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00 Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
„Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00
Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00