Meghan Markle missti fóstur í júlí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 09:29 Meghan Markle, hertogaynja af Sussex. Getty/Max Mumby Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, segir frá því í grein sem hún ritar í New York Times að hún hafi misst fóstur í júlí síðastliðnum. Í greininni segist hún hafa upplifað nánast óbærilega sorg en hún og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eiga einn son, Archie, sem fæddist í maí 2019. Í grein sinni lýsir Meghan því hvernig einn morgun í júlí hafi byrjað eins og hver annar dagur á morgunverði, vítamínum og öðrum morgunverkum. Eftir að hún skipti á Archie fann hún allt í einu mikinn krampa. Hún datt í gólfið með Archie í örmum sínum og segist hafa sungið fyrir hann vögguvísu til þess að róa þau bæði. „Þar sem ég hélt á frumburði mínum vissi ég að ég væri að missa annað barnið mitt,“ segir Meghan í grein sinni. Klukkustundum síðar sat hún á rúmi á spítala með Harry. Hún lýsir því hvernig hún hafi horft á hjarta hans brotna. Hún spurði hvort það væri í lagi með hann. „Er í lagi með okkur? Þetta ár hefur reynst mörgum okkar svo ótrúlega erfitt. Missir og sársauki hefur fylgt okkur öllum árið 2020, á erfiðum og þungum stundum,“ skrifar Meghan og vísar í kórónuveirufaraldurinn og öll þau mannslíf sem hann hefur kostað. Hún segist deila reynslu sinni af fósturmissi til að hvetja fólk, nú í aðdraganda þakkargjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum, til að spyrja aðra hvort það sé allt í lagi. „Við erum að aðlagast nýjum normi þar sem andlit eru hulin grímum en það neyðir okkur til þess að horfa í augu hvors annars sem eru stundum full af hlýju en stundum full af tárum. Í fyrsta skipti í langan tíma sjáum við virkilega hvort annað sem manneskjur. Verður í lagi með okkur? Það mun verða í lagi með okkur,“ skrifar Meghan í lok greinar sinnar. Fyrr á þessu ári sögðu Harry og Meghan sig frá skyldum sínum sem meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar og fluttu frá Bretlandi til Kaliforníu til þess að vera fjarri kastljósi fjölmiðla. Kóngafólk Bretland Bandaríkin Harry og Meghan Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, segir frá því í grein sem hún ritar í New York Times að hún hafi misst fóstur í júlí síðastliðnum. Í greininni segist hún hafa upplifað nánast óbærilega sorg en hún og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eiga einn son, Archie, sem fæddist í maí 2019. Í grein sinni lýsir Meghan því hvernig einn morgun í júlí hafi byrjað eins og hver annar dagur á morgunverði, vítamínum og öðrum morgunverkum. Eftir að hún skipti á Archie fann hún allt í einu mikinn krampa. Hún datt í gólfið með Archie í örmum sínum og segist hafa sungið fyrir hann vögguvísu til þess að róa þau bæði. „Þar sem ég hélt á frumburði mínum vissi ég að ég væri að missa annað barnið mitt,“ segir Meghan í grein sinni. Klukkustundum síðar sat hún á rúmi á spítala með Harry. Hún lýsir því hvernig hún hafi horft á hjarta hans brotna. Hún spurði hvort það væri í lagi með hann. „Er í lagi með okkur? Þetta ár hefur reynst mörgum okkar svo ótrúlega erfitt. Missir og sársauki hefur fylgt okkur öllum árið 2020, á erfiðum og þungum stundum,“ skrifar Meghan og vísar í kórónuveirufaraldurinn og öll þau mannslíf sem hann hefur kostað. Hún segist deila reynslu sinni af fósturmissi til að hvetja fólk, nú í aðdraganda þakkargjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum, til að spyrja aðra hvort það sé allt í lagi. „Við erum að aðlagast nýjum normi þar sem andlit eru hulin grímum en það neyðir okkur til þess að horfa í augu hvors annars sem eru stundum full af hlýju en stundum full af tárum. Í fyrsta skipti í langan tíma sjáum við virkilega hvort annað sem manneskjur. Verður í lagi með okkur? Það mun verða í lagi með okkur,“ skrifar Meghan í lok greinar sinnar. Fyrr á þessu ári sögðu Harry og Meghan sig frá skyldum sínum sem meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar og fluttu frá Bretlandi til Kaliforníu til þess að vera fjarri kastljósi fjölmiðla.
Kóngafólk Bretland Bandaríkin Harry og Meghan Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira