Gummi Tóta um möguleikana með landsliðinu: Klár í að hjálpa innan vallar sem utan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2020 23:01 Guðmundur í leik gegn Montreal Impact á tímabilinu. Ira L. Black/Getty Images Guðmundur Þórarinsson, leikmaður New York City í MLS-deildinni í fótbolta í Bandaríkjunum ræddi við Rikka G á dögunum um sitt fyrsta tímabil í Bandaríkjunum. Þá ræddu þeir möguleika Guðmundar með íslenska landsliðinu en Selfyssingurinn leikur nú sem vinstri bakvörður í Bandaríkjunum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er annar hlutur sem er kannski ekki alveg í mínu valdi. Auðvitað vona ég það, ég er kominn ótrúlega langt. Ég er mjög stoltur af því hvert ég er kominn og tel mig hafa helling fram að færa fyrir fótboltalið, fyrir Ísland. Þekki alla þessa stráka og hef verið viðloðandi liðið. Vonandi fæ ég að sýna það á næstunni,“ sagði þessi 28 ára vinstri bakvörður aðspurður hvort hann teldi að dyrnar gætu opnast fyrir hann með nýjum landsliðsþjálfara. „Það er undir mér komið að æfa eins vel og ég get. Spila leikina vel sem ég fæ að spila. Kannski klisju svar en það er ástæða fyrir því að það er klisja. Auðvitað vona ég það. Tel mig hafa helling fram að færa bæði inn á vellinum sem og utan vallar. Fullt af ungum strákum sem virðast vera koma upp, einhverskonar smá kynslóðarskipti og vonandi fæ ég að vera partur af því sem einn af aðeins eldri og reyndari leikmönnum,“ bætti hann við. „Spilaði með Arnóri Sigurðssyni, Ísak Bergmann og Alfons Sampsted hjá Norrköping. Spilaði svo með fullt af þessum strákum í U21 árs landsliðinu; Herði Björgvini, Arnóri Ingva, Jón Daða og Sverri Inga. Þetta er fullt af góðum vinum mínum og ég tel mig geta hjálpað að ýmsu leyti. Bæði að vera fyndinn inn í klefanum og svo alvöru leikmaður út á velli. Það er fullt af hlutum sem maður sér fyrir sér og vonast til að þeir rætist. Það er náttúrulega draumur allra að spila fyrir landsliðið en fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég er að gera hér og þá kemur vonandi hitt í kjölfarið,“ sagði Guðmundur svo að lokum. Klippa: Gummi Tóta um möguleikana með íslenska landsliðinu Fótbolti Sportpakkinn MLS Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður New York City í MLS-deildinni í fótbolta í Bandaríkjunum ræddi við Rikka G á dögunum um sitt fyrsta tímabil í Bandaríkjunum. Þá ræddu þeir möguleika Guðmundar með íslenska landsliðinu en Selfyssingurinn leikur nú sem vinstri bakvörður í Bandaríkjunum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er annar hlutur sem er kannski ekki alveg í mínu valdi. Auðvitað vona ég það, ég er kominn ótrúlega langt. Ég er mjög stoltur af því hvert ég er kominn og tel mig hafa helling fram að færa fyrir fótboltalið, fyrir Ísland. Þekki alla þessa stráka og hef verið viðloðandi liðið. Vonandi fæ ég að sýna það á næstunni,“ sagði þessi 28 ára vinstri bakvörður aðspurður hvort hann teldi að dyrnar gætu opnast fyrir hann með nýjum landsliðsþjálfara. „Það er undir mér komið að æfa eins vel og ég get. Spila leikina vel sem ég fæ að spila. Kannski klisju svar en það er ástæða fyrir því að það er klisja. Auðvitað vona ég það. Tel mig hafa helling fram að færa bæði inn á vellinum sem og utan vallar. Fullt af ungum strákum sem virðast vera koma upp, einhverskonar smá kynslóðarskipti og vonandi fæ ég að vera partur af því sem einn af aðeins eldri og reyndari leikmönnum,“ bætti hann við. „Spilaði með Arnóri Sigurðssyni, Ísak Bergmann og Alfons Sampsted hjá Norrköping. Spilaði svo með fullt af þessum strákum í U21 árs landsliðinu; Herði Björgvini, Arnóri Ingva, Jón Daða og Sverri Inga. Þetta er fullt af góðum vinum mínum og ég tel mig geta hjálpað að ýmsu leyti. Bæði að vera fyndinn inn í klefanum og svo alvöru leikmaður út á velli. Það er fullt af hlutum sem maður sér fyrir sér og vonast til að þeir rætist. Það er náttúrulega draumur allra að spila fyrir landsliðið en fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég er að gera hér og þá kemur vonandi hitt í kjölfarið,“ sagði Guðmundur svo að lokum. Klippa: Gummi Tóta um möguleikana með íslenska landsliðinu
Fótbolti Sportpakkinn MLS Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira