Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 20:20 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. VÍSIR/VILHELM Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Sara Björk ræddi við RÚV eftir leikinn og sjá má viðtalið í heild sinni inn á íþróttavef RÚV. „Þetta var gjörsamlega svart og hvítt. Þetta var ótrúlega slakur fyrir hálfleikur. Vorum eftir á í öllu, návígi og pressu. Náðum ekki einu sinni að halda bolta innan liðs. Fundum þannig séð engar leiðir. Vorum búnar að tala um það að fá boltana út á kantana, fá fyrirgjafir, samt vorum við alltaf að missa boltann og náðum ekki að senda á samherja. Þetta var gjörsamlega skelfilegt,“ sagði Sara Björk um slakan fyrri hálfleik Íslands. „Við snerum blaðinu við í seinni hálfleik og sýndum ótrúlegan karakter,“ bætti hún svo við. Ísland kemst í 2-1!!! Ísland fær vítaspyrnu, Söru Björk tekst ekki að skora en dómarinn lætur endurtaka spyrnuna þar sem markvörður Slóvaka var kominn af marklínunni. Sara skorar úr seinni tilrauninni! Það var lagið! pic.twitter.com/sccGJEk2fh— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 Sara Björk kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu. Eftir að markvörður Slóvakíu varði víti Söru var hún heppin en dómari leiksins taldi markvörð heimaliðsins hafa stigið af línunni og því spyrnan tekin að nýju. Þá skoraði Sara af öryggi. Hún bætti svo við þriðja markinu, einnig úr vítaspyrnu. „Það var hrikalega slappt víti hjá mér í fyrra vítinu. Ég er búin að bíða eftir því að fá vítaspyrnu í þessari undankeppni og svo fæ ég þrjár vítaspyrnur í einum leik. Það var sætt að geta skorað úr seinni tveimur spyrnunum.“ Já já já já!!! 3-1! Sara Björk bætir við öðru marki sínu úr vítaspyrnu í kvöld. pic.twitter.com/sA9FVWm0M5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 “Karakterinn í liðinu, að snúa þessu við eftir svona slakan fyrri hálfleik sýnir hugarfarið og getuna í liðinu. Við erum einu skrefi nær markmiðinu okkar,“ sagði Sara að lokum. Eftir sigur kvöldsins er Ísland í 2. sæti með 16 stig eftir sjö leiki. Stelpurnar okkar mæta svo Ungverjalandi ytra þann 1. desember. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Sara Björk ræddi við RÚV eftir leikinn og sjá má viðtalið í heild sinni inn á íþróttavef RÚV. „Þetta var gjörsamlega svart og hvítt. Þetta var ótrúlega slakur fyrir hálfleikur. Vorum eftir á í öllu, návígi og pressu. Náðum ekki einu sinni að halda bolta innan liðs. Fundum þannig séð engar leiðir. Vorum búnar að tala um það að fá boltana út á kantana, fá fyrirgjafir, samt vorum við alltaf að missa boltann og náðum ekki að senda á samherja. Þetta var gjörsamlega skelfilegt,“ sagði Sara Björk um slakan fyrri hálfleik Íslands. „Við snerum blaðinu við í seinni hálfleik og sýndum ótrúlegan karakter,“ bætti hún svo við. Ísland kemst í 2-1!!! Ísland fær vítaspyrnu, Söru Björk tekst ekki að skora en dómarinn lætur endurtaka spyrnuna þar sem markvörður Slóvaka var kominn af marklínunni. Sara skorar úr seinni tilrauninni! Það var lagið! pic.twitter.com/sccGJEk2fh— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 Sara Björk kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu. Eftir að markvörður Slóvakíu varði víti Söru var hún heppin en dómari leiksins taldi markvörð heimaliðsins hafa stigið af línunni og því spyrnan tekin að nýju. Þá skoraði Sara af öryggi. Hún bætti svo við þriðja markinu, einnig úr vítaspyrnu. „Það var hrikalega slappt víti hjá mér í fyrra vítinu. Ég er búin að bíða eftir því að fá vítaspyrnu í þessari undankeppni og svo fæ ég þrjár vítaspyrnur í einum leik. Það var sætt að geta skorað úr seinni tveimur spyrnunum.“ Já já já já!!! 3-1! Sara Björk bætir við öðru marki sínu úr vítaspyrnu í kvöld. pic.twitter.com/sA9FVWm0M5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 “Karakterinn í liðinu, að snúa þessu við eftir svona slakan fyrri hálfleik sýnir hugarfarið og getuna í liðinu. Við erum einu skrefi nær markmiðinu okkar,“ sagði Sara að lokum. Eftir sigur kvöldsins er Ísland í 2. sæti með 16 stig eftir sjö leiki. Stelpurnar okkar mæta svo Ungverjalandi ytra þann 1. desember.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti