Þórir byrsti sig: „Hann notaði útiröddina inni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 16:01 Þórir Hergeirsson hefur stýrt norska landsliðinu með frábærum árangri síðan 2009. getty/Oliver Hardt Þórir Hergeirsson brá út af vananum og messaði nokkuð hressilega yfir norska landsliðinu í leikhléi í æfingaleiknum gegn Danmörku í gær. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hækkaði róminn í leikhléi undir lok æfingaleiks Noregs og Danmerkur í gær. Norska liðið vann leikinn, 29-26, en var nálægt því að kasta sigrinum frá sér. Þórir er venjulega yfirvegunin uppmáluð á meðan leik stendur en hann messaði nokkuð hressilega yfir sínum leikmönnum í gær. „Hann var reiður. Hann er venjulega rólegur og yfirvegaður svo það hlaut eitthvað að brenna innra með honum,“ sagði Bent Nyegaard, álitsgjafi hjá TV 2 í Danmörku. Þórir var ekki sáttur með hvernig norska liðið spilaði undir lok leiksins og var sérstaklega argur yfir töpuðum boltum. „Þetta gerist ekki oft, að Þórir notar útiröddina inni. Hann var pirraður,“ sagði Harald Bredeli, álitsgjafi hjá TV 2 í Noregi. Þóri rann þó reiðin fljótt og eftir leikinn grínaðist hann með að Íslendingar þyldu ekki að tapa fyrir Dönum á íþróttavellinum. Noregur og Danmörk mættust einnig á miðvikudaginn og þá unnu Norðmenn með tveggja marka mun. Leikirnir voru liður í undirbúningi liðanna fyrir EM sem hefst í Danmörku næsta fimmtudag. Noregur er í D-riðli Evrópumótsins með Þýskalandi, Rúmeníu og Póllandi. Fyrsti leikur norska liðsins er gegn því pólska á fimmtudaginn. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hækkaði róminn í leikhléi undir lok æfingaleiks Noregs og Danmerkur í gær. Norska liðið vann leikinn, 29-26, en var nálægt því að kasta sigrinum frá sér. Þórir er venjulega yfirvegunin uppmáluð á meðan leik stendur en hann messaði nokkuð hressilega yfir sínum leikmönnum í gær. „Hann var reiður. Hann er venjulega rólegur og yfirvegaður svo það hlaut eitthvað að brenna innra með honum,“ sagði Bent Nyegaard, álitsgjafi hjá TV 2 í Danmörku. Þórir var ekki sáttur með hvernig norska liðið spilaði undir lok leiksins og var sérstaklega argur yfir töpuðum boltum. „Þetta gerist ekki oft, að Þórir notar útiröddina inni. Hann var pirraður,“ sagði Harald Bredeli, álitsgjafi hjá TV 2 í Noregi. Þóri rann þó reiðin fljótt og eftir leikinn grínaðist hann með að Íslendingar þyldu ekki að tapa fyrir Dönum á íþróttavellinum. Noregur og Danmörk mættust einnig á miðvikudaginn og þá unnu Norðmenn með tveggja marka mun. Leikirnir voru liður í undirbúningi liðanna fyrir EM sem hefst í Danmörku næsta fimmtudag. Noregur er í D-riðli Evrópumótsins með Þýskalandi, Rúmeníu og Póllandi. Fyrsti leikur norska liðsins er gegn því pólska á fimmtudaginn.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita