Tvær veirur á Alþjóðlega alnæmisdeginum 1. desember Einar Þór Jónsson skrifar 1. desember 2020 14:00 HIV og COVID-19. Líkindin má finna í einangruninni. Smitótti er einnig til staðar nú eins og þá. Smitsjúkdómadeildin A7 er enn við lýði. Öll í þessum sóttvarnargöllum. Við sem smituðumst af HIV á níunda áratugnum þekkjum þá. Það er ekkert við heilbrigðisfólk að sakast. Það fylgir sóttvarnarreglum. Verður ópersónulegt í göllunum. Ég smitaðist af HIV og ég fékk COVID. Ég var með háan hita þegar ég fór inn á göngudeildina nú í októbermánuði. Var með sýkingu í öðru lunga. Mér var boðið að vera yfir nótt. Ég gat ekki hugsað mér það. Það var ekki óttinn heldur fann ég ekki öryggi í því að vera lokaður inni á spítala. Þekkti gömlu tilfinninguna sem læddist að mér. Tilfinningin sem við HIV jákvæðu bárum í svo mörg ár. Hugsun um dauðann. En samfélagið hefur breyst á þeim tíma sem liðin er frá því þegar um 40 ungir Íslendingar létust úr alnæmi. Upplýsingagjöfin er miklu meiri. Sjúklingum er sýndur skilningur. Á þá er hlustað. Þeir vita sínu viti. Fyrir þrjátíu árum voru sjúklingar sjúklingur. Þeir afhentu heilbrigðisyfirvöldum stjórnina á lífi sínu. Tilfinningar. Í þessum HIV-faraldri og svo COVID-faraldri kemur óttinn aftan að fólki. Hann kemur að einstaklingum og ógnar fjölskyldu þeirra. Hann breytir lífinu. Annað hættir að skipta máli. Fyrir þrjátíu árum vorum við samkynhneigðu karlarnir hættan sem skapaði óttann. Við vorum lítill hópur með afmarkaðan sjúkdóm og settir út á kantinn. Þar sem HIV herjaði á lítinn hóp lagði veiran ekki hagkerfið á hliðina eins og nú. Margt er líkt með HIV og COVID. Margt svo ólíkt. Við upplifðum sóttvarnaraðgerðir sem voru tilkomnar vegna fordóma. Ábyrgðin var sett á okkur hommana. Nú er ábyrgðinni dreift um samfélagið. Við tökum öll þátt og samþykkjum að þau sjúku séu í einangrun í tvær til fjórar vikur. Alein. Hitta engan. Allskonar fólk hittir engan nema þurfa hjálparhönd. Hún er veitt með hönskum og horft á í gegnum grímu. Við sem smituðumst þegar HIV var dauðadómur vorum upp til hópa ung og hraust, með fullt af löngunum. Ungir karlar með ósamþykktar langanir í miklum meirihluta. Þannig er það ekki í dag. Þeir sem smitast af HIV geta með lyfjum lifað eðlilegu lífi. Við sem lifum með HIV tökum eina pillu daglega og smitum ekki frá okkur. En við erum mörg með ör á sálinni eftir stóra dóminn. COVID-ið minnir okkur á þau. Smitsjúkdómalög eru krefjandi og ráðandi. Það fær enginn afslátt. Eftir að menn höfðu áttað sig á hvernig smitleiðir HIV væru og að eðlilegast að beina fræðslunni að mönnum sem sofa hjá mönnum fengum við hommarnir engan afslátt. Við vorum settir í einangrun, bókstaflega og félagslega, þótt við værum ekki smitandi í neinni umgengni. Sóttvarnaryfirvöld voru sein í vöfum á alnæmistímanum. Það eru þau ekki í COVID. Smitótti, smitskömm. Tilfinningar sem vaxa innra með fólki. Nú með COVID var ég einn í einangrun í á fjórðu viku. Enginn mátti koma en ég vissi að líkaminn myndi vinna á veirunni. Þetta myndi ganga yfir. Það vissi ég ekki í gamla daga. Þau sem voru veik og í einangrun með alnæmi bjuggust ekki við að læknast. Enginn gat komið. Vinir mínir vissu margir að þeir væru að deyja. Þar er allra helsti munurinn á veirunum tveimur. Meiri líkur en minni eru á að COVID líði hjá. Í biðinni eftir því að ónæmiskerfið næði sér aftur á strik varð minning um vini sem vissu að þeir myndu aldrei losna við veiruna heldur deyja ljóslifandi. Ég hef fengið báðar veirurnar. Önnur minnir á hina. En eru samt ekkert líkar. Ég veit að kófið líður hjá. Við munum læra af þessu. Haustið hefur rifið í en ég veit að á endanum verður þessi vírus minningin ein. Minning eins og vinir sem fengu HIV, börðust og dóu. Þeir eru minning sem lifir. Þann 1. desember höldum við upp á Alþjóðlega alnæmisdaginn. Einkunarorðinn í ár eru Samstaða á heimsvísu, sameiginleg ábyrgð. Það á við um HIV. Það á við um COVID. Höfundur er framkvæmdastjóri HIV Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
HIV og COVID-19. Líkindin má finna í einangruninni. Smitótti er einnig til staðar nú eins og þá. Smitsjúkdómadeildin A7 er enn við lýði. Öll í þessum sóttvarnargöllum. Við sem smituðumst af HIV á níunda áratugnum þekkjum þá. Það er ekkert við heilbrigðisfólk að sakast. Það fylgir sóttvarnarreglum. Verður ópersónulegt í göllunum. Ég smitaðist af HIV og ég fékk COVID. Ég var með háan hita þegar ég fór inn á göngudeildina nú í októbermánuði. Var með sýkingu í öðru lunga. Mér var boðið að vera yfir nótt. Ég gat ekki hugsað mér það. Það var ekki óttinn heldur fann ég ekki öryggi í því að vera lokaður inni á spítala. Þekkti gömlu tilfinninguna sem læddist að mér. Tilfinningin sem við HIV jákvæðu bárum í svo mörg ár. Hugsun um dauðann. En samfélagið hefur breyst á þeim tíma sem liðin er frá því þegar um 40 ungir Íslendingar létust úr alnæmi. Upplýsingagjöfin er miklu meiri. Sjúklingum er sýndur skilningur. Á þá er hlustað. Þeir vita sínu viti. Fyrir þrjátíu árum voru sjúklingar sjúklingur. Þeir afhentu heilbrigðisyfirvöldum stjórnina á lífi sínu. Tilfinningar. Í þessum HIV-faraldri og svo COVID-faraldri kemur óttinn aftan að fólki. Hann kemur að einstaklingum og ógnar fjölskyldu þeirra. Hann breytir lífinu. Annað hættir að skipta máli. Fyrir þrjátíu árum vorum við samkynhneigðu karlarnir hættan sem skapaði óttann. Við vorum lítill hópur með afmarkaðan sjúkdóm og settir út á kantinn. Þar sem HIV herjaði á lítinn hóp lagði veiran ekki hagkerfið á hliðina eins og nú. Margt er líkt með HIV og COVID. Margt svo ólíkt. Við upplifðum sóttvarnaraðgerðir sem voru tilkomnar vegna fordóma. Ábyrgðin var sett á okkur hommana. Nú er ábyrgðinni dreift um samfélagið. Við tökum öll þátt og samþykkjum að þau sjúku séu í einangrun í tvær til fjórar vikur. Alein. Hitta engan. Allskonar fólk hittir engan nema þurfa hjálparhönd. Hún er veitt með hönskum og horft á í gegnum grímu. Við sem smituðumst þegar HIV var dauðadómur vorum upp til hópa ung og hraust, með fullt af löngunum. Ungir karlar með ósamþykktar langanir í miklum meirihluta. Þannig er það ekki í dag. Þeir sem smitast af HIV geta með lyfjum lifað eðlilegu lífi. Við sem lifum með HIV tökum eina pillu daglega og smitum ekki frá okkur. En við erum mörg með ör á sálinni eftir stóra dóminn. COVID-ið minnir okkur á þau. Smitsjúkdómalög eru krefjandi og ráðandi. Það fær enginn afslátt. Eftir að menn höfðu áttað sig á hvernig smitleiðir HIV væru og að eðlilegast að beina fræðslunni að mönnum sem sofa hjá mönnum fengum við hommarnir engan afslátt. Við vorum settir í einangrun, bókstaflega og félagslega, þótt við værum ekki smitandi í neinni umgengni. Sóttvarnaryfirvöld voru sein í vöfum á alnæmistímanum. Það eru þau ekki í COVID. Smitótti, smitskömm. Tilfinningar sem vaxa innra með fólki. Nú með COVID var ég einn í einangrun í á fjórðu viku. Enginn mátti koma en ég vissi að líkaminn myndi vinna á veirunni. Þetta myndi ganga yfir. Það vissi ég ekki í gamla daga. Þau sem voru veik og í einangrun með alnæmi bjuggust ekki við að læknast. Enginn gat komið. Vinir mínir vissu margir að þeir væru að deyja. Þar er allra helsti munurinn á veirunum tveimur. Meiri líkur en minni eru á að COVID líði hjá. Í biðinni eftir því að ónæmiskerfið næði sér aftur á strik varð minning um vini sem vissu að þeir myndu aldrei losna við veiruna heldur deyja ljóslifandi. Ég hef fengið báðar veirurnar. Önnur minnir á hina. En eru samt ekkert líkar. Ég veit að kófið líður hjá. Við munum læra af þessu. Haustið hefur rifið í en ég veit að á endanum verður þessi vírus minningin ein. Minning eins og vinir sem fengu HIV, börðust og dóu. Þeir eru minning sem lifir. Þann 1. desember höldum við upp á Alþjóðlega alnæmisdaginn. Einkunarorðinn í ár eru Samstaða á heimsvísu, sameiginleg ábyrgð. Það á við um HIV. Það á við um COVID. Höfundur er framkvæmdastjóri HIV Ísland.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun