Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford Anton Ingi Leifsson skrifar 1. desember 2020 21:30 Sara Björk með boltann í fyrri leiknum gegn Svíþjóð. vísir/vilhelm „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ Það voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, fyrirliða íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir að ljóst var að liðið tryggði sér sæti á fjórða stórmótið. Mótið verður þó ekki spilað fyrr en eftir eitt og hálft ár. „Það er löng bið en þetta eru bara aðstæðurnar. Við tökum næsta ár í góðan undirbúning. Við erum búin að tryggja okkur þrisvar áður og í þetta skipti viljum við gera eitthvað almennilegt á EM.“ Sara er virkilega ánægð með undankeppnina og hópinn sjálfan. „Við erum með ótrúlega sterkan hóp í þessari undankeppni. Við vorum vel undirbúnar fyrir 2017 en persónulega fannst mér við ekki eiga gott mót. Við náðum ekki að sýna hvað í okkur bjó og núna er tækifæri til þess. Hópurinn er búinn að styrkjast og sterkir leikmenn komið inn í hópinn.“ Mikil hróp og köll heyrðust bak við Söru og hún sagðist vera missa af fjörinu. „Ég er að missa af partýinu að tala hérna við ykkur! Það er smá partý hérna fyrir utan,“ sagði Sara létt í bragði áður en hún snéri sig að undankeppninni sjálfri sem reyndist erfið. Leikmenn á Íslandi gátu varla æft né leikið knattspyrnu og fyrirliðinn segir að þetta hafi reynt á. „Ef ég á að bera mig saman við leikmennina á Íslandi og þá fengið að spila, sem ég er þakklát fyrir, sem er ekki sjálfgefið. Ég held að þetta hafi verið erfitt og krefjandi ár fyrir þá leikmenn sem hafa þurft að taka pásu og hlé. Hrós á þær að halda sér í formi og klára þetta svona. Ég vissi ekki hvort að ég væri að fara spila í bikarnum, deildinni né Meistaradeildinni. En við gerðum það besta úr aðstæðunum.“ Einn af leikvöngunum sem spilað verður á er Old Trafford og Sara er spennt fyrir sumrinu 2022. „Það er ágætis tilhugsun. Ég held að þetta verði alveg geggjað mót. Geggjaðir leikvangar og ég held fyrir okkur og þjóðina mikill spenningur og tilhlökkun,“ sagði Sara að lokum áður en hún kvaddi fjölmiðlafólk. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03 „Ungu stelpurnar frábærar í bland við þær gömlu“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var himinlifandi með 1-0 sigurinn á Ungverjalandi í dag. Sigurinn fleytir Íslandi mögulega á EM 2022. 1. desember 2020 18:34 Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40 Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. 1. desember 2020 18:01 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Það voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, fyrirliða íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir að ljóst var að liðið tryggði sér sæti á fjórða stórmótið. Mótið verður þó ekki spilað fyrr en eftir eitt og hálft ár. „Það er löng bið en þetta eru bara aðstæðurnar. Við tökum næsta ár í góðan undirbúning. Við erum búin að tryggja okkur þrisvar áður og í þetta skipti viljum við gera eitthvað almennilegt á EM.“ Sara er virkilega ánægð með undankeppnina og hópinn sjálfan. „Við erum með ótrúlega sterkan hóp í þessari undankeppni. Við vorum vel undirbúnar fyrir 2017 en persónulega fannst mér við ekki eiga gott mót. Við náðum ekki að sýna hvað í okkur bjó og núna er tækifæri til þess. Hópurinn er búinn að styrkjast og sterkir leikmenn komið inn í hópinn.“ Mikil hróp og köll heyrðust bak við Söru og hún sagðist vera missa af fjörinu. „Ég er að missa af partýinu að tala hérna við ykkur! Það er smá partý hérna fyrir utan,“ sagði Sara létt í bragði áður en hún snéri sig að undankeppninni sjálfri sem reyndist erfið. Leikmenn á Íslandi gátu varla æft né leikið knattspyrnu og fyrirliðinn segir að þetta hafi reynt á. „Ef ég á að bera mig saman við leikmennina á Íslandi og þá fengið að spila, sem ég er þakklát fyrir, sem er ekki sjálfgefið. Ég held að þetta hafi verið erfitt og krefjandi ár fyrir þá leikmenn sem hafa þurft að taka pásu og hlé. Hrós á þær að halda sér í formi og klára þetta svona. Ég vissi ekki hvort að ég væri að fara spila í bikarnum, deildinni né Meistaradeildinni. En við gerðum það besta úr aðstæðunum.“ Einn af leikvöngunum sem spilað verður á er Old Trafford og Sara er spennt fyrir sumrinu 2022. „Það er ágætis tilhugsun. Ég held að þetta verði alveg geggjað mót. Geggjaðir leikvangar og ég held fyrir okkur og þjóðina mikill spenningur og tilhlökkun,“ sagði Sara að lokum áður en hún kvaddi fjölmiðlafólk.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03 „Ungu stelpurnar frábærar í bland við þær gömlu“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var himinlifandi með 1-0 sigurinn á Ungverjalandi í dag. Sigurinn fleytir Íslandi mögulega á EM 2022. 1. desember 2020 18:34 Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40 Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. 1. desember 2020 18:01 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03
„Ungu stelpurnar frábærar í bland við þær gömlu“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var himinlifandi með 1-0 sigurinn á Ungverjalandi í dag. Sigurinn fleytir Íslandi mögulega á EM 2022. 1. desember 2020 18:34
Sjáðu geggjað mark hjá Berglindi sem braut loksins ísinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir ætlar að verða íslenska landsliðinu mikilvæg á lokasprettinum í undankeppni EM í Englandi. 1. desember 2020 16:05
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 0-1 | Berglind skaut stelpunum svo gott sem á EM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á EM í Englandi 2022 eftir 0-1 sigur á Ungverjalandi í síðasta leik sínum í undankeppninni í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark leiksins á 64. mínútu. 1. desember 2020 16:40
Segir hvimleitt að leikirnir klárist ekki á sama tíma en árangurinn frábæran Jón Þór Hauksson var í skýjunum með sigur Ísland á Ungverjalandi fyrr í kvöld og sagði sigurmarkið stórkostlegt. 1. desember 2020 18:01