Í þágu okkar allra Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 6. desember 2020 19:01 Þetta ár sem nú líður að lokum hefur verið okkur erfitt. Fyrir marga hefur það verið erfiðasta ár í þeirra æviskeiði. Sumir hafa þurft að þola þá sorglegu staðreynd að missa sína nánustu, einstaklinga sem annars hefðu hugsanlega getað átt fleiri lífsins gæðastundir í faðmi fjölskyldu og vina. Margir hafa misst atvinnu sína með tilheyrandi fjárhagslegum áföllum og standa nú frammi fyrir þeirri spurningu, hvernig eigi að framfleyta sér og sínum mánaða á milli. Börn og unglingar hafa þurft að vera heima hjá sér og ekki mátt hitta vini sína. Afar og ömmur hafa svo vikum og mánuðum skiptir ekki mátt sjá afkomendur sína. Lengi mætti áfram telja upp erfiðar aðstæður sem fólk hefur mátt þola. Stór hluti þessara erfiðu aðstæðna er vegna fyrirbyggjandi aðgerða í formi takmarkana, sem við og stjórnvöld okkar höfum valið að grípa til, svo ekki skapist það ófremdarástand og útbreiðsla smita verði slík að þjóðfélagið og innviðir þess ráði ekki við þá stöðu, með tilheyrandi tjóni, töpuðum lífum og heilsubresti annars heilbrigðra einstaklinga. En þessar aðgerðir hafa ekki aðeins reynt á okkur sem einstaklinga heldur hafa þær einnig reynt verulega á fjárhag þjóðarbúsins og hagkerfi Íslands í heild. Við vorum heppin að ríkisrekstri undanfarinna ára var stýrt af hagsýni og gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands góður. Heildarvirði hans í upphafi árs 2020 var nær tvöfalt á við það sem var árið 2014. Þó að staðan í ríkisfjármálum hafi verið góð þegar við fórum inn í þennan faraldur, þá er ljóst að við getum ekki rekið þjóðfélagið til lengdar í þeim hægagangi sem það er nú í. Það er því kappsmál að komast aftur til fyrri styrks og að atvinnulífið geti blómstrað á ný. Heppnin er með okkur um þessar mundir, því það sem alls ekki var sjálfgefið, er orðið að veruleika. Með samstilltu átaki hefur vísindamönnum tekist það verk að framleiða bóluefni og nokkur þeirra sem rannsóknir sýna að gefi góða raun og veiti allt að 95% vernd án verulegra aukaverkana. Þetta er ljósið við enda gangna þeirra myrku mánaða sem við höfum mátt þola. Það hefur því vakið undrun mína, að heyra bæði hérlendis sem erlendis efasemdar raddir varðandi bólusetningu gegn Covid. Ég get vel skilið að fólk spyrji sig spurninga, það er eðlilegt og merki um dómgreind. En með dómgreind og visku þarf líka að stilla upp heildarmyndinni og sjá hvað er í húfi fyrir samfélagið og heiminn sem heild. Hafandi reynslu undanfarinna mánaða og þá vitneskju sem við höfum um afleiðingar veirunnar, berandi það svo saman við upplýsingar um rannsóknarniðurstöður úr leyfisveitingaferlum bóluefnaframleiðendanna, ætti betri kosturinn að vera augljós. Ég skora því á okkur öll sem boðið verður upp á bólusetningu þegar að því kemur, að þiggja það boð, ekki aðeins í okkar eigin þágu sem einstaklinga, þess frekar í þágu okkar allra og þar með þjóðrinnar sem heild. Því þetta er orusta sem enginn vinnur einn. Samheldi okkar og samstaða í að leggja okkar af mörkum mun leiða til sigurs á þessari veiru og þar með til bjartari og betri tíma, sem þá sannarlega eru framundan. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gunnar Hnefill Örlygsson Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta ár sem nú líður að lokum hefur verið okkur erfitt. Fyrir marga hefur það verið erfiðasta ár í þeirra æviskeiði. Sumir hafa þurft að þola þá sorglegu staðreynd að missa sína nánustu, einstaklinga sem annars hefðu hugsanlega getað átt fleiri lífsins gæðastundir í faðmi fjölskyldu og vina. Margir hafa misst atvinnu sína með tilheyrandi fjárhagslegum áföllum og standa nú frammi fyrir þeirri spurningu, hvernig eigi að framfleyta sér og sínum mánaða á milli. Börn og unglingar hafa þurft að vera heima hjá sér og ekki mátt hitta vini sína. Afar og ömmur hafa svo vikum og mánuðum skiptir ekki mátt sjá afkomendur sína. Lengi mætti áfram telja upp erfiðar aðstæður sem fólk hefur mátt þola. Stór hluti þessara erfiðu aðstæðna er vegna fyrirbyggjandi aðgerða í formi takmarkana, sem við og stjórnvöld okkar höfum valið að grípa til, svo ekki skapist það ófremdarástand og útbreiðsla smita verði slík að þjóðfélagið og innviðir þess ráði ekki við þá stöðu, með tilheyrandi tjóni, töpuðum lífum og heilsubresti annars heilbrigðra einstaklinga. En þessar aðgerðir hafa ekki aðeins reynt á okkur sem einstaklinga heldur hafa þær einnig reynt verulega á fjárhag þjóðarbúsins og hagkerfi Íslands í heild. Við vorum heppin að ríkisrekstri undanfarinna ára var stýrt af hagsýni og gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands góður. Heildarvirði hans í upphafi árs 2020 var nær tvöfalt á við það sem var árið 2014. Þó að staðan í ríkisfjármálum hafi verið góð þegar við fórum inn í þennan faraldur, þá er ljóst að við getum ekki rekið þjóðfélagið til lengdar í þeim hægagangi sem það er nú í. Það er því kappsmál að komast aftur til fyrri styrks og að atvinnulífið geti blómstrað á ný. Heppnin er með okkur um þessar mundir, því það sem alls ekki var sjálfgefið, er orðið að veruleika. Með samstilltu átaki hefur vísindamönnum tekist það verk að framleiða bóluefni og nokkur þeirra sem rannsóknir sýna að gefi góða raun og veiti allt að 95% vernd án verulegra aukaverkana. Þetta er ljósið við enda gangna þeirra myrku mánaða sem við höfum mátt þola. Það hefur því vakið undrun mína, að heyra bæði hérlendis sem erlendis efasemdar raddir varðandi bólusetningu gegn Covid. Ég get vel skilið að fólk spyrji sig spurninga, það er eðlilegt og merki um dómgreind. En með dómgreind og visku þarf líka að stilla upp heildarmyndinni og sjá hvað er í húfi fyrir samfélagið og heiminn sem heild. Hafandi reynslu undanfarinna mánaða og þá vitneskju sem við höfum um afleiðingar veirunnar, berandi það svo saman við upplýsingar um rannsóknarniðurstöður úr leyfisveitingaferlum bóluefnaframleiðendanna, ætti betri kosturinn að vera augljós. Ég skora því á okkur öll sem boðið verður upp á bólusetningu þegar að því kemur, að þiggja það boð, ekki aðeins í okkar eigin þágu sem einstaklinga, þess frekar í þágu okkar allra og þar með þjóðrinnar sem heild. Því þetta er orusta sem enginn vinnur einn. Samheldi okkar og samstaða í að leggja okkar af mörkum mun leiða til sigurs á þessari veiru og þar með til bjartari og betri tíma, sem þá sannarlega eru framundan. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar