Klopp: Ungu strákarnir björguðu tímabilinu fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 07:30 Jürgen Klopp faðmar Curtis Jones sem er einn af ungu strákunum sem hafa gert góða hluti með Liverpool í vetur. Getty/Peter Powell Jürgen Klopp talaði vel um ungu leikmenn Liverpool liðsins á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Liverpool er komið áfram í Meistaradeildinni og þessir ungu leikmenn fá væntanlega að vera í sviðsljósinu í leiknum við FC Midtjylland. Það hefur reynt mikið á breiddina í Liverpool á þessari leiktíð en hefur verið mikið um meiðsli og veikindi innan liðsins. Lykilmenn hafa dottið út hver á fætur öðrum og sumir meiðst alvarlega. Liverpool liðið er engu að síður í fínum málum, með jafnmörg stig og topplið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og búið að vinna riðil sinn í Meistaradeildinni fyrir lokaumferðina. Staðan gæti hafa verið mun verri eftir öll áföllin og Jürgen Klopp talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við misstum toppleikmenn í meiðsli en auðvitað opnast dyr þegar aðrar lokast. Þú þarft engu að síður á réttu mönnunum að halda svo þeir nýti tækifærið. Það gerðu þessu strákar,“ sagði Jürgen Klopp. Jürgen Klopp believes academy products have saved Liverpool's season. By @AHunterGuardian https://t.co/1PzIio7Zmj— Guardian sport (@guardian_sport) December 8, 2020 „Það er sérstakt sem Rhys Williams hefur gert í Meistaradeildinni. Það var líka mjög sérstakt það sem Neco gerði þegar hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Neco er búinn að spila tvo mjög góða leiki í röð og sérstaklega þann síðasta. Curtis hefur spilað eins og hann hafi verið með okkur í tíu ár. Caoimhin var alltaf efnilegur og nú hefur hann tækifæri til að sýna hæfileika sína á stóra sviðinu,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp er á því að innkoma og frammistaða strákanna úr Liverpool akademíunni hafi hreinlega bjargað tímabilinu fyrir Liverpool þegar liðið lenti í áfalli nánast á hverjum degi um tíma. „Við hefðum verið týndir án þeirra. Sem betur fer gekk þetta upp. Mikilvægasti hlutinn við þetta er að þeir voru tilbúnir fyrir þetta. Það er stærsta ástæðan. Vitor [Matos] og Pepijn Lijnders þekktu þessa stráka mjög vel og þeir voru vel undirbúnir. Þess vegna höfum við notaða þá eins og við höfum gert,“ sagði Klopp. Liverpool þarf ekki á úrslitum að halda í kvöld og ungir framtíðarmenn eins og varnarmaðurinn Billy Koumetio gætu því fengið að spreyta sig. „Þetta er í fyrsta sinn sem við þurfum ekki úrslitum að halda í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildarinnar og við þurfum að hugsa um heildarmyndina. Við erum samt Liverpool og við viljum vinna leikinn. Að komast í fimmtán stig er önnur ástæða [Félagsmetið er 14 stig] og við munum reyna allt. Við getum engu að síður ekki litið framhjá því að við þurfum að spila sex leiki á næstu 22 dögum. Sumir af mínum mönnum hafa líka þegar spilað sjö leiki á síðustu 22 dögum,“ sagði Jürgen Klopp. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Það hefur reynt mikið á breiddina í Liverpool á þessari leiktíð en hefur verið mikið um meiðsli og veikindi innan liðsins. Lykilmenn hafa dottið út hver á fætur öðrum og sumir meiðst alvarlega. Liverpool liðið er engu að síður í fínum málum, með jafnmörg stig og topplið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og búið að vinna riðil sinn í Meistaradeildinni fyrir lokaumferðina. Staðan gæti hafa verið mun verri eftir öll áföllin og Jürgen Klopp talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við misstum toppleikmenn í meiðsli en auðvitað opnast dyr þegar aðrar lokast. Þú þarft engu að síður á réttu mönnunum að halda svo þeir nýti tækifærið. Það gerðu þessu strákar,“ sagði Jürgen Klopp. Jürgen Klopp believes academy products have saved Liverpool's season. By @AHunterGuardian https://t.co/1PzIio7Zmj— Guardian sport (@guardian_sport) December 8, 2020 „Það er sérstakt sem Rhys Williams hefur gert í Meistaradeildinni. Það var líka mjög sérstakt það sem Neco gerði þegar hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Neco er búinn að spila tvo mjög góða leiki í röð og sérstaklega þann síðasta. Curtis hefur spilað eins og hann hafi verið með okkur í tíu ár. Caoimhin var alltaf efnilegur og nú hefur hann tækifæri til að sýna hæfileika sína á stóra sviðinu,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp er á því að innkoma og frammistaða strákanna úr Liverpool akademíunni hafi hreinlega bjargað tímabilinu fyrir Liverpool þegar liðið lenti í áfalli nánast á hverjum degi um tíma. „Við hefðum verið týndir án þeirra. Sem betur fer gekk þetta upp. Mikilvægasti hlutinn við þetta er að þeir voru tilbúnir fyrir þetta. Það er stærsta ástæðan. Vitor [Matos] og Pepijn Lijnders þekktu þessa stráka mjög vel og þeir voru vel undirbúnir. Þess vegna höfum við notaða þá eins og við höfum gert,“ sagði Klopp. Liverpool þarf ekki á úrslitum að halda í kvöld og ungir framtíðarmenn eins og varnarmaðurinn Billy Koumetio gætu því fengið að spreyta sig. „Þetta er í fyrsta sinn sem við þurfum ekki úrslitum að halda í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildarinnar og við þurfum að hugsa um heildarmyndina. Við erum samt Liverpool og við viljum vinna leikinn. Að komast í fimmtán stig er önnur ástæða [Félagsmetið er 14 stig] og við munum reyna allt. Við getum engu að síður ekki litið framhjá því að við þurfum að spila sex leiki á næstu 22 dögum. Sumir af mínum mönnum hafa líka þegar spilað sjö leiki á síðustu 22 dögum,“ sagði Jürgen Klopp. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira