Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2020 14:11 Frá aðallestarstöðinni í Stokkhólmi. Alls hafa nú rúmlega sjö þúsund manns látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Getty Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt. Björn Eriksson, forstjóri heilbrigðisþjónustunnar í Region Stockholm, hefur biðlað til yfirvalda um að fá aukinn mannafla til að hægt sé að sinna öllum þeim sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Alls séu 83 nú á gjörgæslu vegna Covid-19 í Stokkhólmi. Greint var frá því í morgun að dauðsföllum vegna Covid-19 í Svíþjóð hafi fjölgað um 96 síðan í gær. Alls hafi því 7.296 látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Smituðum hefur fjölgað um rúmlega sjö þúsund síðan í gær og hafa því alls um 305 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Svíþjóð frá upphafi. Alls er nú 261 á gjörgæslu í landinu vegna Covid-19. Gagnrýndi íbúa Stokkhólms harðlega Eriksson gagnrýndi íbúa í Stokkhólmi harðlega á fréttamannafundi í dag og sagði marga ekki taka ástandið nógu alvarlega. „Við höfum verið í mannmergð og verið í samskiptum við of marga utan heimilis. Þetta gengur upp núna þar sem heilbrigðisstarfsfólk skilar enn á ný stórkostlegu vinnuframlagi. En þetta gengur ekki til lengdar,“ sagði Eriksson. „Nú er komið nóg. Það getur ekki verið þess virði – að hafa alla þessa hittinga eftir vinnu og fara milli verslana í jólagjafainnkaupum eða hitta fólk í aðventukaffi. Afleiðingarnar verða skelfilegar,“ sagði Eriksson. Hann segir ekkert lát vera á fjölgun smittilfella í borginni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. 9. desember 2020 13:36 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Björn Eriksson, forstjóri heilbrigðisþjónustunnar í Region Stockholm, hefur biðlað til yfirvalda um að fá aukinn mannafla til að hægt sé að sinna öllum þeim sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Alls séu 83 nú á gjörgæslu vegna Covid-19 í Stokkhólmi. Greint var frá því í morgun að dauðsföllum vegna Covid-19 í Svíþjóð hafi fjölgað um 96 síðan í gær. Alls hafi því 7.296 látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð frá upphafi faraldursins. Smituðum hefur fjölgað um rúmlega sjö þúsund síðan í gær og hafa því alls um 305 þúsund manns greinst með sjúkdóminn í Svíþjóð frá upphafi. Alls er nú 261 á gjörgæslu í landinu vegna Covid-19. Gagnrýndi íbúa Stokkhólms harðlega Eriksson gagnrýndi íbúa í Stokkhólmi harðlega á fréttamannafundi í dag og sagði marga ekki taka ástandið nógu alvarlega. „Við höfum verið í mannmergð og verið í samskiptum við of marga utan heimilis. Þetta gengur upp núna þar sem heilbrigðisstarfsfólk skilar enn á ný stórkostlegu vinnuframlagi. En þetta gengur ekki til lengdar,“ sagði Eriksson. „Nú er komið nóg. Það getur ekki verið þess virði – að hafa alla þessa hittinga eftir vinnu og fara milli verslana í jólagjafainnkaupum eða hitta fólk í aðventukaffi. Afleiðingarnar verða skelfilegar,“ sagði Eriksson. Hann segir ekkert lát vera á fjölgun smittilfella í borginni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03 Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. 9. desember 2020 13:36 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Mæla gegn bólusetningu þeirra sem þjást af alvarlegum ofnæmum Bresk lyfjaeftirlitsyfirvöld hafa varað einstaklinga sem þjást af alvarlegum ofnæmum frá bólusetningu með bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19. 9. desember 2020 15:03
Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt. 9. desember 2020 13:36