Sara Björk knattspyrnukona ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 11:16 Sara Björk er knattspyrnukona Íslands, sjötta árið í röð. Vísir/Vilhelm KSÍ tilkynnti í gær að Sara Björk Gunnarsdóttir væri knattspyrnukona ársins 2020. Sjötta árið í röð. Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir komu þar á eftir í valinu að þessu sinni. Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er Knattspyrnukona ársins í sjöunda skipti og sjötta árið í röð. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og hefur nú leikið alls 136 leiki fyrir A-landslið Íslands. Hún spilaði stóra rullu í því að Ísland tryggði sæti sitt á Evrópumótinu 2022 en það er fjórða Evrópumótið í röð sem Ísland fer á. Þá gekk hún til liðs við Frakklands- og Evrópumeistara Lyon þar sem hún gerði sér lítið fyrir og skoraði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. „Það er alltaf mikill heiður að vera kosin knattspyrnukona ársins. Þetta hefur auðvitað verið svolítið sérstakt ár að mörgu leyti. Ég færði mig um set frá Wolfsburg yfir til Lyon eftir góð ár í Þýskalandi, hef verið ánægð með byrjunina hjá nýjum klúbbi og hlakka til framhaldsins, ekki síst með landsliðinu, þar sem við náðum okkar markmiði að tryggja sæti á EM. Það eru spennandi tímar framundan,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við KSÍ um valið. 2. sæti - Sveindís Jane Jónsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir er í 2. sæti yfir knattspyrnukonur ársins. Hún kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið eftir að hafa spilað lykilhlutverk í mögnuðu liði Breiðabliks. Hún kom í Kópavoginn á láni frá Keflavík og stóð svo sannarlega fyrir sínu. Skoraði hún 14 mörk í aðeins 15 leikjum og var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur. Í heildina lék hún fimm A-landsleiki árið 2020 og skoraði í þeim tvö mörk. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta A-landsleik. Geri aðrir betur.VÍSIR/VILHELM 3. sæti - Glódís Perla Viggósdóttir Í þriðja sæti er svo Glódís Perla Viggósdóttir. Hún var einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar þar sem lið hennar Rosengård lenti í öðru sæti. Hún var tilnefnd sem besti varnarmaður deildarinnar á uppskeru hátíð sænsku úrvalsdeildarinnar. Glódís Perla lék alls átta landsleiki á árinu og er komin með 89 leiki á ferlinum, magnað afrek hjá leikmanni sem er aðeins 25 ára gamall. Glódís Perla Viggósdóttir hefur alls leikið 89 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Ekki allir hafa verið leiknir í veðri sem þessu.VÍSIR/VILHELM Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Tengdar fréttir Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01 Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er Knattspyrnukona ársins í sjöunda skipti og sjötta árið í röð. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og hefur nú leikið alls 136 leiki fyrir A-landslið Íslands. Hún spilaði stóra rullu í því að Ísland tryggði sæti sitt á Evrópumótinu 2022 en það er fjórða Evrópumótið í röð sem Ísland fer á. Þá gekk hún til liðs við Frakklands- og Evrópumeistara Lyon þar sem hún gerði sér lítið fyrir og skoraði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. „Það er alltaf mikill heiður að vera kosin knattspyrnukona ársins. Þetta hefur auðvitað verið svolítið sérstakt ár að mörgu leyti. Ég færði mig um set frá Wolfsburg yfir til Lyon eftir góð ár í Þýskalandi, hef verið ánægð með byrjunina hjá nýjum klúbbi og hlakka til framhaldsins, ekki síst með landsliðinu, þar sem við náðum okkar markmiði að tryggja sæti á EM. Það eru spennandi tímar framundan,“ sagði Sara Björk í stuttu spjalli við KSÍ um valið. 2. sæti - Sveindís Jane Jónsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir er í 2. sæti yfir knattspyrnukonur ársins. Hún kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið eftir að hafa spilað lykilhlutverk í mögnuðu liði Breiðabliks. Hún kom í Kópavoginn á láni frá Keflavík og stóð svo sannarlega fyrir sínu. Skoraði hún 14 mörk í aðeins 15 leikjum og var markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur. Í heildina lék hún fimm A-landsleiki árið 2020 og skoraði í þeim tvö mörk. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta A-landsleik. Geri aðrir betur.VÍSIR/VILHELM 3. sæti - Glódís Perla Viggósdóttir Í þriðja sæti er svo Glódís Perla Viggósdóttir. Hún var einn besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar þar sem lið hennar Rosengård lenti í öðru sæti. Hún var tilnefnd sem besti varnarmaður deildarinnar á uppskeru hátíð sænsku úrvalsdeildarinnar. Glódís Perla lék alls átta landsleiki á árinu og er komin með 89 leiki á ferlinum, magnað afrek hjá leikmanni sem er aðeins 25 ára gamall. Glódís Perla Viggósdóttir hefur alls leikið 89 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Ekki allir hafa verið leiknir í veðri sem þessu.VÍSIR/VILHELM
Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Tengdar fréttir Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01 Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. 10. desember 2020 11:01
Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00