47% farandverkamanna í Singapúr fengið Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 11:08 Sýnataka á heimavist farandverkamanna í Singapúr. epa/How Hwee Young Næstum helmingur erlendra farandverkamanna í Singapúr, sem hafa verið einangraðir á heimavistum frá því í vor, hefur smitast af SARS-CoV-2. Áður hafði verið greint frá 54.500 smitum en þau telja raunverulega 152.000. Um 323.000 farandverkamenn búa og starfa í Singapúr og 47% þeirra hafa smitast. Til samanburðar má nefna að aðeins 4.000 heimamenn hafa greinst með Covid-19 og 11% íbúa Lundúna. Smitin sem áður hafði verið sagt frá greindust við skimun vegna Covid-19 en 98.000 reyndust hafa mótefni við sjúkdómnum, sem þýðir að þeir höfðu þegar fengið hann. Enn á eftir að birta niðurstöður mótefnamælinga 65.000 farandverkamanna. „Þessar tölur koma okkur ekki á óvart,“ sagði Alex Au, hjá góðgerðasamtökunum Transient Workers Count Too,“ í samtali við BBC. „Um mitt ár sögðu þeir sem voru að greinast smitaðir að þeim hefði verið sagt að dvelja í herbergjum sínum og ekki verið settir í einangrun. Þeir voru áfram í návígi við herbergisfélaga sína.“ Mennirnir hafa verið látnir sæta einangrun á heimavistunum, sem hefur haft það í för með sér að smit hafa borist á milli eins og eldur í sinu.epa/How Hwee Young „Farið með þá eins og fanga“ Farandverkamennirnir koma flestir frá Suður-Asíu og starfa við húsbyggingar og frameiðslu. Au segir tölurnar gamla sögu; hann hafi meiri áhyggjur af því að jafnvel þótt engin smit greindust nú væri verkamönnunum enn gert að dvelja aðeins á herbergjum sínum þegar þeir væru ekki við vinnu og bannað að vera meðal almennings. Au sagði takmarkanirnar ástæðulausar; smitstuðullinn væri nú nær núlli og verkamennirnir skimaðir á tveggja vikna fresti. „Verkamennirnir eru enn innilokaðir og farið með þá eins og fanga; þeir eru notaðir til vinnu án þess að hafa frelsi til að fara um,“ segir Au. Yfirvöld sögðu á mánudag að takmörkunum yrði smám saman aflétt, nú þegar tekist hefði að ná tökum á faraldrinum. Gert er ráð fyrir að hluta hópsins verði heimilað að fara um meðal almennings einu sinni í mánuði eftir áramót, að því gefnu að þeir beri rakningabúnað og fari eftir sóttvarnareglum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Um 323.000 farandverkamenn búa og starfa í Singapúr og 47% þeirra hafa smitast. Til samanburðar má nefna að aðeins 4.000 heimamenn hafa greinst með Covid-19 og 11% íbúa Lundúna. Smitin sem áður hafði verið sagt frá greindust við skimun vegna Covid-19 en 98.000 reyndust hafa mótefni við sjúkdómnum, sem þýðir að þeir höfðu þegar fengið hann. Enn á eftir að birta niðurstöður mótefnamælinga 65.000 farandverkamanna. „Þessar tölur koma okkur ekki á óvart,“ sagði Alex Au, hjá góðgerðasamtökunum Transient Workers Count Too,“ í samtali við BBC. „Um mitt ár sögðu þeir sem voru að greinast smitaðir að þeim hefði verið sagt að dvelja í herbergjum sínum og ekki verið settir í einangrun. Þeir voru áfram í návígi við herbergisfélaga sína.“ Mennirnir hafa verið látnir sæta einangrun á heimavistunum, sem hefur haft það í för með sér að smit hafa borist á milli eins og eldur í sinu.epa/How Hwee Young „Farið með þá eins og fanga“ Farandverkamennirnir koma flestir frá Suður-Asíu og starfa við húsbyggingar og frameiðslu. Au segir tölurnar gamla sögu; hann hafi meiri áhyggjur af því að jafnvel þótt engin smit greindust nú væri verkamönnunum enn gert að dvelja aðeins á herbergjum sínum þegar þeir væru ekki við vinnu og bannað að vera meðal almennings. Au sagði takmarkanirnar ástæðulausar; smitstuðullinn væri nú nær núlli og verkamennirnir skimaðir á tveggja vikna fresti. „Verkamennirnir eru enn innilokaðir og farið með þá eins og fanga; þeir eru notaðir til vinnu án þess að hafa frelsi til að fara um,“ segir Au. Yfirvöld sögðu á mánudag að takmörkunum yrði smám saman aflétt, nú þegar tekist hefði að ná tökum á faraldrinum. Gert er ráð fyrir að hluta hópsins verði heimilað að fara um meðal almennings einu sinni í mánuði eftir áramót, að því gefnu að þeir beri rakningabúnað og fari eftir sóttvarnareglum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Singapúr Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira